Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2014, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 13.11.2014, Qupperneq 42
KYNNING − AUGLÝSINGBílafjármögnun FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir, geira@ 365.is, s. 512-5036 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Nýskráningum bifreiða hérlendis hefur fjölgað mikið í ár eftir nokkur döpur ár. Að sama skapi hefur framboð bíla- fjármögnunarleiða aukist og er komið í nokk- uð eðlilegt horf aftur eftir mikla dýfu í kjölfar- ið bankahrunsins, að sögn Özurar Lárusson- ar, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Hann segir að nýskráningar bifreiða árin fyrir hrun hafi verið um 15.-22.000 á ári en þeim fækkaði niður í 2.000 þegar minnst var árið 2009. „Íslendingar gengu í gegnum miklu dýpri og lengri dýfu en nágrannaþjóðir okkar. Í nágrannalöndunum var sala nýrra bíla strax komin á góðan skrið árið 2011 á meðan við vorum enn að sleikja botninn. Stöðugur vöxtur hefur orðið víða erlendis í nýskráningum bif- reiða en það er ekki fyrr en á þessu ári sem við sjáum miklar breytingar hérlendis.“ Botninn datt úr bílasölu á Íslandi um páskana árið 2008 að sögn Özurar. „Það má segja að hrunið í bílasölu hafi komið á undan bankahruninu. Breytingin var lítil á árunum 2009-2011 og það var fyrst árið 2012 sem eitt- hvað breytist í þeim efnum. Árið í fyrra olli okkur töluverðum vonbrigðum enda áttum við von á mun meiri sölu þá. Í ár hafa verið skráð- ir um 8.800 nýir bílar sem er auðvitað stórt stökk frá síðustu árum en við eigum enn tölu- vert langt í land til að halda í horfinu þannig að meðal aldur bifreiða hækki ekki hér á landi.“ Breyttur bílafloti Mikil fækkun í nýskráningum bifreiða er þó ekkert einsdæmi hér á landi að sögn Özurar og þarf ekki bankahrun til. „Undanfarna áratugi hafa skipst á skin og skúrir í þessum bransa og með ýktari sveiflum jafnvel en þekkist í öðrum atvinnugreinum hér á landi. Hér eru miklu meiri sveiflur í sölu nýrra bíla en tíðkast í ná- grannalöndum okkar.“ Samhliða breytingum á nýskráningum bif- reiða hefur samsetning bílaflotans breyst. Mik- ill vöxtur er í sölu smábíla, jepplinga og lúxus- bifreiða á kostnað meðalstórra fjölskyldubíla. „Við höfum sé mjög mikinn vöxt í sölu minni fjölskyldubíla og niður í smábíla á borð við Toy- ota Aygo. Á móti hefur sala á meðalstórum bif- reiðum staðið í stað. Jepplingar hafa selst vel í ár á kostnað jeppa sem helst eru keyptir af bíla- leigum. Einnig hefur sala á lúxusbílum aukist undanfarin 1-2 ár þótt ekki sé, eðli málsins samkvæmt, um margar bifreiðar að ræða.“ Framboð bílafjármögnunarleiða hefur tekið mikinn kipp undanfarið eftir mikla lægð frá árinu 2008. „Neytendur hafa í mörg ár ekki haft úr mörgum kostum að velja þegar kemur að bílafjármögnun. Við erum hins vegar að sjá miklar breytingar undanfarið eitt til tvö ár, þá sérstaklega í ár. Þetta horfir allt til betri vegar. Á góðæristímanum tóku of margir 100% lán fyrir dýrum bifreiðum en slíkt aðgengi að fjármun- um er tæplegast í boði í dag. Vaxtakjör þess- ara lána eru orðin viðunandi og því raunhæf- ur kostur fyrir bifreiðareigendur að nýta sér þau í dag til kaupa á nýjum bifreiðum.“ Bjart fram undan í sölu bifreiða Eftir nokkur mögur ár er sala á nýjum bifreiðum að taka kipp hér á landi. Nýskráningum bifreiða hefur fjölgað mikið í ár frá síðasta ári. Að sama skapi hefur framboð bílafjármögnunarleiða aukist og neytendur hafa úr fleiri kostum að velja en áður. Samsetning bílaflotans hefur breyst hérlendis undanfarin ár. MYND/GVA „Í ár hafa verið skráðir um 8.800 nýir bílar sem er auðvitað stórt stökk frá síðustu árum,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. MYND/GVA Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Við aðstoðum með ánægju. Þegar fjölskyldan stækkar getur nýrri, sparneytnari og öruggari bíll gert gæfumuninn. Með faglegri ráðgjöf og góðri þjónustu hjálpum við ykkur að fjármagna það sem upp á vantar til að þið getið fengið ykkur nýjan fjölskyldubíl. Við fjármögnum flest allt milli himins og jarðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.