Fréttablaðið - 13.11.2014, Page 44

Fréttablaðið - 13.11.2014, Page 44
KYNNING − AUGLÝSINGJólahreingerning FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is s. 512-5446 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hrei nger n i nga r, g ja r n-an tengdar við vor og jól, eru í hugum okkar eitt- hvað annað og meira en venju- leg tiltekt. Hreingerning er eitt- hvert allsherjar átak þar sem allt er tekið í gegn, hreinsað innan úr skápum, gardínur teknar niður og þvegnar, og jafnvel þvegið yfir loft og veggi, sængur viðraðar og dust að úr teppum og púðum. Á Þorláksmessu finnst mörgum það órjúfanlegur hluti jólanna að við sjálf leggjumst einnig nýþvegin til hvílu í brakandi hreinum rúmföt- um og með hreinsiefnailm í vit- unum. Jóla h rei nger n i ng i n á sér reyndar aldalanga sögu hér á Íslandi. Mikill hátíðleiki fylgir jafnan jólunum og ótækt þótti á öldum áður, rétt eins og nú, að taka á móti helginni með skít í öllum hornum. Á vef Þjóðminjasafnsins er að finna lýsingar á jólasið- um Íslendinga, meðal annars jólahreingern- ingunni. Íslendingar skrúbbuðu bæi sína hátt og lágt nokkr- um dögum fyrir jól og þrifu alla innanstok ksmuni. Jólahrein- gerningin hefur verið mikil að- gerð þar sem ekki var hægt að stóla á hreinsi- efni og þvotta- vélar eins og í dag. Allt tau var þvegið í höndunum og vatn- ið í þvottana hitað á hlóðum. Trégólf voru sandskúruð og mold- argólf sópuð, hnífapör og annar húsbúnaður úr málmi var pússað upp úr ösku og rúmföt og fatnaður heimilisfólksins þveg- inn í höndunum, í bala eða jafn- vel úti í læk. Þeir sem ekki áttu föt til skiptanna þurftu að bíða í bæl- inu eftir að fötin yrðu þurr. Það gat tekið tíma á hávetri og vonað- ist fólk þá eftir „fátækraþerri“ svo fötin þornuðu fyrr. Á Þorláksmessu fór allt heim- ilisfólkið einnig í bað, sem ekki hefur verið síðri aðgerð þar sem margir voru í heimili. „Var þá sett heitt vatn, sem hitað var á hlóð- unum, í bala og böðuðu heimil- ismenn sig ýmist í balanum eða þvoðu sér með einhvers konar þvottapoka hátt og lágt upp úr vatninu.“ Það er auðvitað misjafnt hversu mikla áherslu fólk leggur á jólahreingerninguna og í anna- sömum nútímanum láta marg- ir létta helgartiltekt duga. Lík- lega hefur það verið eins á öldum áður. www.thjodminjasafn.is Gólfin skrúbbuð með sandi Ilmandi hrein híbýli eru ómissandi hluti jólanna hjá mörgum og orðið „jólahreingerning“ er rammlega fast í orðaforða okkar. Enda á jólahreingerningin sér aldalanga sögu og er hreint ekki eitthvað sem varð til með kröfuhörðum lífsstíl nútímans. Jólahreingerningin í dag er talsvert léttari aðgerð með aðstoð nútíma græja eins og ryksuga og þvottavéla. Þegar líða fer að jólum fer hugurinn að hvarfla til allra kræsing- anna sem bornar verða á borð yfir hátíðirnar. Það þýðir þó lítið að hefjast handa við stórfellda matargerð ef ísskápurinn er yfirfull- ur af gömlum matarleifum, útrunnum sósum og gömlum ostbit- um. Svo er heldur ekki kræsilegt að stinga fínu steikinni í skítugan og illa lyktandi ísskáp. Fyrsta verkið verður því að vera að taka ís- skápinn í gegn til að rýma fyrir girnilegum veisluföngum. Best er að affrysta ísskápinn, taka allt út úr honum og sort- era frá það sem er ónýtt og útrunnið. Síðan þarf að taka út hill- ur og vaska upp, þrífa síðan allan ísskápinn hátt og lágt, til dæmis með heitu vatni sem í hefur verið blandað tveimur matskeiðum af matar sóda. Martha nokkur Stewart mælir með þessari aðferð þar sem sterkar sápur og þvottaefni geta skilið eftir lykt sem maturinn dregur síðan í sig. Lyktareyðandi Ef lyktin í ísskápnum er enn ekki nógu góð eftir þessa meðferð eru til nokkur ráð til að losna við hana: ■ Settu matarsóda á disk eða bakka inn í ísskáp. Lokaðu ísskápn- um þangað til lyktin er horfin. ■ Settu haframjöl í skál inn í ísskáp nokkrum dögum fyrir jól. Haframjölið á að draga í sig alla slæma lykt. ■ Sumir mæla með því að setja nýmalað kaffi á bakka inn í ísskáp þar til fnykurinn hverfur. Vissulega verður þá eftir kaffilykt um stund en hún á að hverfa fljótlega. ■ Þeir sem eiga kisur geta notað kattarsand án lyktarefna á disk og inn í ísskáp. Sandurinn á að draga í sig lykt og eyða henni. Rýmt fyrir veisluföngum Kræsingarnar þurfa að komast fyrir í ísskápnum. Gólffjalirnar voru skrúbbaðar með sandi á öldum áður fyrir jólin en það þótti ekki síður mikilvægt þá en nú að taka á móti helgi jólanna með allt skínandi hreint. Bað- stofa á Árbæjarsafni. M Y N D /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.