Fréttablaðið - 13.11.2014, Síða 44

Fréttablaðið - 13.11.2014, Síða 44
KYNNING − AUGLÝSINGJólahreingerning FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is s. 512-5446 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hrei nger n i nga r, g ja r n-an tengdar við vor og jól, eru í hugum okkar eitt- hvað annað og meira en venju- leg tiltekt. Hreingerning er eitt- hvert allsherjar átak þar sem allt er tekið í gegn, hreinsað innan úr skápum, gardínur teknar niður og þvegnar, og jafnvel þvegið yfir loft og veggi, sængur viðraðar og dust að úr teppum og púðum. Á Þorláksmessu finnst mörgum það órjúfanlegur hluti jólanna að við sjálf leggjumst einnig nýþvegin til hvílu í brakandi hreinum rúmföt- um og með hreinsiefnailm í vit- unum. Jóla h rei nger n i ng i n á sér reyndar aldalanga sögu hér á Íslandi. Mikill hátíðleiki fylgir jafnan jólunum og ótækt þótti á öldum áður, rétt eins og nú, að taka á móti helginni með skít í öllum hornum. Á vef Þjóðminjasafnsins er að finna lýsingar á jólasið- um Íslendinga, meðal annars jólahreingern- ingunni. Íslendingar skrúbbuðu bæi sína hátt og lágt nokkr- um dögum fyrir jól og þrifu alla innanstok ksmuni. Jólahrein- gerningin hefur verið mikil að- gerð þar sem ekki var hægt að stóla á hreinsi- efni og þvotta- vélar eins og í dag. Allt tau var þvegið í höndunum og vatn- ið í þvottana hitað á hlóðum. Trégólf voru sandskúruð og mold- argólf sópuð, hnífapör og annar húsbúnaður úr málmi var pússað upp úr ösku og rúmföt og fatnaður heimilisfólksins þveg- inn í höndunum, í bala eða jafn- vel úti í læk. Þeir sem ekki áttu föt til skiptanna þurftu að bíða í bæl- inu eftir að fötin yrðu þurr. Það gat tekið tíma á hávetri og vonað- ist fólk þá eftir „fátækraþerri“ svo fötin þornuðu fyrr. Á Þorláksmessu fór allt heim- ilisfólkið einnig í bað, sem ekki hefur verið síðri aðgerð þar sem margir voru í heimili. „Var þá sett heitt vatn, sem hitað var á hlóð- unum, í bala og böðuðu heimil- ismenn sig ýmist í balanum eða þvoðu sér með einhvers konar þvottapoka hátt og lágt upp úr vatninu.“ Það er auðvitað misjafnt hversu mikla áherslu fólk leggur á jólahreingerninguna og í anna- sömum nútímanum láta marg- ir létta helgartiltekt duga. Lík- lega hefur það verið eins á öldum áður. www.thjodminjasafn.is Gólfin skrúbbuð með sandi Ilmandi hrein híbýli eru ómissandi hluti jólanna hjá mörgum og orðið „jólahreingerning“ er rammlega fast í orðaforða okkar. Enda á jólahreingerningin sér aldalanga sögu og er hreint ekki eitthvað sem varð til með kröfuhörðum lífsstíl nútímans. Jólahreingerningin í dag er talsvert léttari aðgerð með aðstoð nútíma græja eins og ryksuga og þvottavéla. Þegar líða fer að jólum fer hugurinn að hvarfla til allra kræsing- anna sem bornar verða á borð yfir hátíðirnar. Það þýðir þó lítið að hefjast handa við stórfellda matargerð ef ísskápurinn er yfirfull- ur af gömlum matarleifum, útrunnum sósum og gömlum ostbit- um. Svo er heldur ekki kræsilegt að stinga fínu steikinni í skítugan og illa lyktandi ísskáp. Fyrsta verkið verður því að vera að taka ís- skápinn í gegn til að rýma fyrir girnilegum veisluföngum. Best er að affrysta ísskápinn, taka allt út úr honum og sort- era frá það sem er ónýtt og útrunnið. Síðan þarf að taka út hill- ur og vaska upp, þrífa síðan allan ísskápinn hátt og lágt, til dæmis með heitu vatni sem í hefur verið blandað tveimur matskeiðum af matar sóda. Martha nokkur Stewart mælir með þessari aðferð þar sem sterkar sápur og þvottaefni geta skilið eftir lykt sem maturinn dregur síðan í sig. Lyktareyðandi Ef lyktin í ísskápnum er enn ekki nógu góð eftir þessa meðferð eru til nokkur ráð til að losna við hana: ■ Settu matarsóda á disk eða bakka inn í ísskáp. Lokaðu ísskápn- um þangað til lyktin er horfin. ■ Settu haframjöl í skál inn í ísskáp nokkrum dögum fyrir jól. Haframjölið á að draga í sig alla slæma lykt. ■ Sumir mæla með því að setja nýmalað kaffi á bakka inn í ísskáp þar til fnykurinn hverfur. Vissulega verður þá eftir kaffilykt um stund en hún á að hverfa fljótlega. ■ Þeir sem eiga kisur geta notað kattarsand án lyktarefna á disk og inn í ísskáp. Sandurinn á að draga í sig lykt og eyða henni. Rýmt fyrir veisluföngum Kræsingarnar þurfa að komast fyrir í ísskápnum. Gólffjalirnar voru skrúbbaðar með sandi á öldum áður fyrir jólin en það þótti ekki síður mikilvægt þá en nú að taka á móti helgi jólanna með allt skínandi hreint. Bað- stofa á Árbæjarsafni. M Y N D /G VA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.