Fréttablaðið - 13.11.2014, Page 50
FÓLK|TÍSKA
Söngkonan Katy Perry er nú á
tónleikaferðalagi um Ástralíu
sem er hluti af Prismatic-tón-
leikaför hennar um heiminn.
Af því tilefni hefur verið opnuð
söguleg pop up-verslun í Mel-
bourne. Í versluninni er hægt að
kaupa varning sem fæst hvergi
annars staðar, boli, sólgler-
augu, plaköt og jafnvel
sígarettustubbahús.
Aðalatriðið er þó að
í versluninni eru
til sýnis kjólar
og búningar
sem Katy Perry
hefur klæðst á tón-
leikum og sýn-
ingum. Einnig
má þar sjá
leikmuni
sem hafa
verið
notaðir á
tónleika-
ferðalögum
söngkonunnar heimsfrægu.
Verslunin iðar af lífi enda hefur
Perry ýjað að því að hún muni
sjálf birtast óvænt í búðinni ein-
hvern daginn.
Verslunin verður opin í Mel-
bourne fram á þriðjudag. Síðan
poppar hún upp aftur í Sydney
þann 21. nóvember.
POP UP-VERSLUN
KATY PERRY
Á FERÐALAGI
Katy Perry er nú
á tónleikaferða-
lagi í Ástralíu.
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir og Ingvar Óskarsson, eigendur verslunar-innar Ljótar jólapeysur, hafa verið með samnefnda netverslun á Facebook síðan í fyrra. Þau selja vægast sagt skrautlegar jólapeys-
ur og vesti.
Sigdís segir verslunina mega rekja til þemapartís sem hún og vinur
hennar stóðu fyrir í vinahópnum fyrir nokkrum árum. „Vinur minn stakk
upp á því að við héldum ljótupeysu-jólapartí en þá kom á daginn að lítið
var um slíkar peysur hér á landi. Ég tók því að mér að panta á netinu fyr-
ir allan hópinn. Við héldum svo partí sem varð alveg hrikalega skemmti-
legt eins og svona þemapartí eiga það til að verða.”
Sigdís segir um að ræða ameríska hefð sem eigi rætur að rekja til átt-
unda og níunda áratugarins. „Þá var fólk ekkert að grínast með þetta
heldur var í alvöru verið að prjóna peysur með snjókörlum, glimmeri og
dúskum. Upp úr 2000 fór að verða vart við þetta hér á landi og þá helst í
tengslum við vina- eða vinnustaða grín.“
Þau Sigdís og Ingvar opnuðu Facebook-síðu með peysunum í fyrra.
„Við vorum bara með þetta heima en ákváðum að slá til og opna litla
verslun fyrir þessi jól, enda eftirspurnin sífellt að aukast. Þetta er þó
mest til gamans gert,“ segir Sigdís en hún og Ingvar eru bæði í fullri
vinnu auk þess sem Ingvar er í námi.
Verslunin verður til að byrja með opin frá 17 til 18 virka daga. „Þegar
nær dregur jólum stefnum við að því að vera með jóla peysu markað um
helgar og bjóða upp á piparkökur, kakó og jólatónlist. Facebook-síðan,
Ljótar jólapeysur, verður hins vegar áfram opin svo þeir sem komast
ekki í búðina geta haft samband við okkur í gegnum hana.“
Peysurnar koma allar frá Bandaríkjunum. „Vinkona okkar sér um að
velja og senda okkur. Það er því ávallt mikil spenna að opna sendingar,“
segir Sigdís. Peysurnar munu kosta á bilinu 5.900 til 6.900 krónur. „Sumar
eru þó meira notaðar en aðrar. Við tökum þær til hliðar og seljum ódýrt.“
Í fyrra runnu 500 krónur af andvirði peysanna til jólapeysuátaks
Barnaheilla, jolapeysan.is. „Við afhentum samtökunum 140.000 krónur
eftir jólin í fyrra. Við höfum sama háttinn á í ár. Þeir sem kaupa jólapeysu
eru því að styrkja gott málefni í leiðinni. Eins styrktum við samtökin með
peysum í auglýsingaátakið þeirra í ár,“ upplýsir Sigdís.
Þess má geta að öll áheit sem safnast í jólapeysuátaki Barnaheilla
þetta árið renna til Vináttuverkefnis Barnaheilla en það er forvarnarverk-
efni gegn einelti í leikskólum. Nánar á jolapeysan.is. ■ vera@365.is
JÓLAPEYSUÆÐI Í UPPSIGLINGU
MEST TIL GAMANS GERT Ljótar jólapeysur heitir glæný verslun sem var opnuð að Grænatúni 1 í Kópavogi á þriðjudag. Þar fæst
ríkulegt úrval af vintage-jólapeysum sem eru tilvaldar í vinnustaða- og þemapartíin á aðventunni.
FULLT AF „LJÓTUM” PEYSUM Fyrir nokkrum árum var mikill skortur á
jólapeysum hér á landi. Þau Ingvar og Sigdís hafa aldeilis bætt úr því.
MYND/ERNIR
facebook.com/CommaIceland
Skyrta
Verð 9.990,-
Buxur
Verð 15.490,-
Jakki
Verð 23.490,-
Smáralind
Vorum að ta
ka
upp fullt af
nýjum vöru
m.