Fréttablaðið - 13.11.2014, Page 72

Fréttablaðið - 13.11.2014, Page 72
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 52 Markéta Irglová heldur útgáfutón- leika í Kaldalóni 19. nóvember til að kynna sína aðra sólóplötu, Muna, sem var tekin upp á Íslandi. Markéta hefur tvisvar áður spil- að hér á landi. Hún er annar helm- ingur hljómsveitarinnar The Swell Season á móti Glen Hansard. Þau léku aðalhlutverkin og sömdu tónlistina í myndinni Once. Lagið Falling Slowly úr myndinni færði þeim Óskarsverðlaunin og í framhaldinu var gerð söngleikjaút- færsla af Once sem hlaut m.a. átta Tony-verðlaun og er enn sýnd fyrir fullu húsi á Broadway og víðar. „Ég kom til Íslands í fyrsta skipt- ið með The Swell Season,“ segir Markéta. „Ég varð ástfangin af landinu þá og varð sorgmædd við að kveðja það, þrátt fyrir að ég vissi að ein- hvern daginn myndi ég snúa aftur. Víðáttan, öræfin og orkan sem geislar af landinu veita mér inn- blástur,“ segir hún. Tónleikarnir í Kaldalóni verða lokahnykkurinn á tveggja mánaða tónleikaferð hennar um Norður- Ameríku og Evrópu. Svavar Knútur hitar upp en miðasala er hafin. - fb Ég varð ástfangin af landinu þá og varð sorgmædd við að kveðja það, þrátt fyrir að ég vissi að einhvern daginn myndi ég snúa aftur. Sótti innblástur sinn í íslenska víðáttu Markéta Irglová úr hljómsveitinni The Swell Season heldur útgáfutónleika í Kaldalóni í næstu viku. MARKÉTA IRGLOVÁ Tónlistarkonan heldur útgáfutónleika í Kaldalóni 19. nóvember. Veitingastaðurinn Torfan hefur nú verið opnaður á Amtmanns- stíg 1 þar sem Humarhúsið var áður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem húsið hýsir veitingastað sem ber nafnið Torfan, en árið 1981 var opnaður veitingastaður í húsinu með sama nafni. Nafngiftin er því engin tilviljun. „Það er ástæða fyrir nafninu. Viss virðing fyrir fortíðinni og við erum náttúrulega á Bernhöfts- torfu. Þetta vinnur allt saman,“ segir Ívar Þórðarson yfirkokkur. Húsið við Amtmannsstíg 1 var byggt árið 1938 og er friðað. „Við erum í rauninni ekki að breyta neinu, þetta er allt upprunalegt. Við settum bara nýja málningu sem okkur þótti hæfa húsinu. Við berum virðingu fyrir húsinu og reynum að endurspegla það í þjón- ustu og mat.“ Hin sögufrægu Torfusamtök börðust fyrir tilvist húsanna á Bernhöftstorfu en svæðið hefur einnig þrisvar sinnum orðið eldi að bráð. „Það hefur alltaf sloppið fyrir horn og aldrei brunnið til grunna. Húsið er í rauninni í upprunalegri mynd og við ætlum að halda því alveg þannig.“ - gló Opnuðu Torfuna í stað Humarhússins Veitingastaður með sama nafni var opnaður 1981. YFIRKOKKUR Amtmanns- stígur 1 hýsir í annað sinn veitingastað sem ber nafnið Torfan. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM „Andkristni er það að sætta sig ekki við kúgun í skjóli trúar. Þetta snýst um það að taka „sannleikann“ af sjálfskipuðum siðapostulum, sem með fordómum og afturhalds- hyggju þykjast eiga að ákveða hvað aðrir mega og mega ekki,“ segir Eyvindur Gauti Vilmundarson, einn aðstandenda tónlistarhátíðar- innar Andkristni sem haldin verð- ur á Gamla Gauknum 21. desember. Andkristni er langlífasta þunga- rokkshátíð Íslands. „Hátíðin var í byrjun óbeint svar við Kristnihátíð sem haldin var á Þingvöllum árið 2000. Með henni vildu aðstandend- ur Andkristnihátíðar koma skoðun sinni á framfæri varðandi kostnað og annað sem fylgdi þeirri hátíð, sem kalla má svartan blett á sögu þjóðar,“ segir Eyvindur. Á tónleikunum koma fram svart- málmssveitirnar Svartidauði, Sinmara, Misþyrming, Abominor og Mannvirki. „Það má benda á að Íslendingar hafa nú hamrað svart- málminn í hartnær 20 ár og því vel við hæfi að gera hann sýnilegri og að sem flestir kynnist honum.“ Þess má geta að í fréttatilkynn- ingu frá Andkristni segjast aðstand- endur hátíðar harma ummæli lista- mannsins Snorra Ásmundssonar um að sataníska orku legði af Fram- sóknarflokknum. „Satanískri orku yrði seint sóað í þann lýð. Satan er líf, ljós og unaður, ólíkt Framsókn- arflokknum,“ segir þar. - þij Rokk og ról gegn siðapostulum Andkristni harmar ummæli Snorra Ásmundssonar um „sataníska orku“ Framsóknar. Tónlistarhátíð í desember. ABOMINOR Sveitin skrifaði nýlega undir samning hjá írsku plötuútgáfunni Invictus Productions. MYND/KRISTINN GUÐMUNDSSON ➜ Ísland sigraðist á illskunni Greinin „Why Iceland Should Be in The News But Isn’t“ birtist á suðurafrísku síðunni SACSIS árið 2011 og hefur farið eins og eldur í sinu um netið undanfarin ár. Afleið- ingar þessarar greinar á netinu urðu þær að lýðræðiselsk- andi „clicktivistar“ um allan heim fengu þá hugmynd að Íslendingar hefðu skipt um stjórnarskrá og varpað öllum bankamönnunum í fangelsi, sem er auðvitað alrangt. ➜ Allir eru rithöfundar Í fyrra birtist grein á BBC þar sem því er haldið fram að einn af hverjum tíu Íslendingum muni gefa út bók á lífstíð sinni. Þetta er fásinna og það frá ríkis- fjölmiðli! Einn af hverjum tíu Íslendingum mun gefa út einhvers konar texta á lífstíðinni en ekki heila bók. Það gæti allt eins verið texti á mjólkurfernu en ekki skáldsaga eða ljóðabók. ➜ Tortíming eftir Eyjafjallajökul Árið 2010 sagði þáverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Erna Hauksdóttur, í samtali við Pressuna að ferðamönnum hefði fækkað eftir gosið í Eyjafjallajökli. Þess vegna hafi verið ráðist í hið umdeilda markaðsátak Inspired by Iceland. „Fólk heldur að ástandið sé mjög slæmt, fólk heldur að hér sé landið bara þakið ösku og sendir fyrirspurnir og spyr hvort það sleppi við öskuna fari það til Vestfjarða. Þetta er náttúrlega bara vanþekking. Við viljum gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir slæm áhrif hennar,“ sagði Erna. ➜ Björk á Elliðaey Í fyrra birtust fjölmargar greinar á netinu, til dæmis á virtu tónlistarsíðunni Complex, þar sem kom fram að Ísland hefði gefið Björk Elliðaey í þakkarskyni fyrir fram- lag hennar til lands og þjóðar. Þetta er auðvitað kolrangt. Það var Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagðist árið 2000 vera reiðubúinn til að greiða fyrir því að Björk fengi að reisa sér hús á Elliðaey og búa þar leigulaust í þakklætisskyni fyrir menningarstörf hennar. Hætt var við þessa hugmynd eftir fyrirspurn Steingríms J. um hvort rétt væri fyrir ríkið að selja náttúruperlur. Arngrímur Jónsson lærði var prestur og fræðimaður sem fæddist árið 1568 og hlaut sérstaka eftirtekt fyrir rit sín um Ísland svo sem Brevis commentarius de Islandia, varnarrit þar sem Arngrímur gagnrýnir ummæli ýmissa lærðra erlendra manna um íslenska þjóð og land, og Crymogæa, fyrstu samfelldu Íslandssöguna sem átti að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir útlendinga um Ísland. Samkvæmt Wikipedia hefur reyndar verið látið að því liggja að skrif Arn- gríms gegn erlendum ritum um Ísland hafi verið hluti af áróðri Danakonungs gegn Hansakaupmönnum á þeim tíma sem leiddi á endanum til verslunareinokunar Dana. Rit Arngríms beindust nefnilega gegn skrifum manna sem komið höfðu hingað í erindum Hansakaupmanna. SVARAÐI RANGHUGMYNDUM UM ÍSLAND FYRIR 400 ÁRUM Ranghugmyndir um Ísland eru næstum því jafn gamlar og landið sjálft. Á undan- förnum árum, sérstaklega eftir efnahags- hrunið, hefur miklu af misvísandi upplýs- ingum um landið verið dreift um heiminn. Oft og tíðum mála þessar „staðreyndir“ landsmenn upp sem framverði lýðræðis og menningar í hinum vestræna heimi, eða sem einhvers konar dulræn náttúru- börn eins og haldið er til dæmis fram í nýlegri ljósmyndaseríu af „skyggnu“ tví- burunum Ernu og Hrefnu. Hvaða heil- vita maður sem er getur auðvitað séð að þetta er fjarri lagi. Það að sveipa lönd og staði einhvers konar rómantík er auð- vitað undirstaða allrar ferðamennsku en Íslendingar sjálfir gerast líka oft sekir um að dreifa þessum ranghugmyndum til annarra sem og landa sinna. Fréttablaðið hefur því tekið saman nokkrar af helstu ranghugmyndunum um land og þjóð sem komið hafa fram á und- anförnum árum. Ranghugmyndum um Ísland dreift um netið Fréttablaðið tekur saman nokkrar kolrangar hugmyndir um land og þjóð, sumar sem komið hafa fram á undanförnum árum en aðrar sem eru enn eldri. Þáttarstjórnandi Daily Show, Jon Stewart, segir í viðtali við Roll- ing Stone að sér þyki vænt um Bill O’Reilly, hinn harðskeytta íhalds- mann frá Fox News. „Það er ótrúleg kynferðisleg spenna á milli okkar. Hann minnir mig á alla sem ég ólst upp með. Ég elska fæðingarbæ minn þó að ég sé ósammála mörg- um sem búa þar. Það hjálpar mér að skilja að ég þarf að vera opinn fyrir rökræðum,“ segir Stewart. „Fólk spyr: „Af hverju færðu hann í viðtal til þín? Hann er illur!“ En ég held ekki að hann sé illur. - þij Þykir vænt um Bill O’Reilly

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.