Fréttablaðið - 14.11.2014, Side 8
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
SVEITARSTJÓRNIR „Mikil hætta
er á að nemendur gefist upp á
náminu og brottfall verði umtals-
vert,“ segir bæjarstjórn Árborg-
ar í samhljóða ályktun þar sem
áhyggjum er lýst vegna stöðu
samningaviðræðna við tónlistar-
kennara.
Bæjarstjórnin segir nemendur
fara á mis við stöðugt aðhald og
leiðsögn sem sérfræðingar í tón-
listarkennslu geti einir veitt. - gar
Bæjarráð vill samninga:
Áhyggjur af
tónlistarnámi
VERKFALL Enn er ósamið við tónlistar-
kennara. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HEILBRIGÐISMÁL „Það er ekki hægt
að bjóða okkur í Skagafirði upp á
þetta ástand – svo mikið er víst,“
segir Stefán Vagn Stefánsson, for-
maður byggðaráðs Skagafjarðar.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu í gær segir Þorkell Ásgeir
Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi,
í tölvupósti til sveitarstjórnar
Skagafjarðar að vegna skorts á
viðhaldi og hreinsun á flugvellin-
um við Sauðárkrók hafi alvarlega
slasaður maður fyrst verið fluttur
með bíl til Akureyrar í stað þess að
vera sendur beint til Reykjavíkur
með sjúkraflugi. Mýflug er með
samning við ríkið um sjúkraflug.
Hinn slasaði mun vera útskrifaður
af sjúkrahúsi.
„Eftir að reglulegar flugsam-
göngur á Sauðárkrók lögðust niður
virðist Isavia ekki hafa tryggt að
völlurinn væri opinn fyrir neyðar-
flug – sem við getum aldrei sætt
okkur við,“ segir Stefán en undir-
strikar að málið sé enn í skoðun
hjá sveitarfélaginu. „Við erum að
reyna að átta okkur á hvar vand-
inn liggur og hver beri ábyrgð
á hverju, hvort það er eingöngu
Isavia eða hvort þetta eru þeir sem
hafa með flugreksturinn að gera.“
Friðþór Eydal, talsmaður
Isavia, segir félagið annast rekst-
ur innanlandsflugvalla í samræmi
við þjónustusamning innanríkis-
ráðuneytisins við félagið. Í samn-
ingnum sé meðal annars tilgreint
þjónustustig einstakra flugvalla
og lendingarstaða og viðbragðs-
tími þjónustu utan reglubundinn-
ar þjónustu.
„Samkvæmt þjónustusamn-
ingnum ber Isavia að geta veitt
þjónustu allan sólarhringinn sam-
kvæmt óskum á eftirtöldum flug-
völlum; Reykjavík, Akureyri,
Egilsstöðum og Vestmannaeyjum.
Isavia fær ekki greitt fyrir bak-
vaktaþjónustu á öðrum flugvöll-
um og hefur því ekki tök á að veita
hana,“ segir Friðþór.
Þá segir Friðþór að á Sauðár-
króksflugvelli sé engin þjónusta
nema óskað sé sérstaklega eftir
henni.
„Viðbragðstími þar er ein
klukkustund á sumrin og tvær
klukkustundir á veturna, ef næst
í starfsmann. Starfsmaður Isavia
á Sauðárkróki sinnir óskum um
þjónustu og snjóruðningsverk-
taki í bænum annast hreinsun
flugbrautarinnar í samræmi við
þær,“ útskýrir Friðþór. „Upplýs-
ingar um ofangreinda þjónustu,
þjónustutíma og viðbragðstíma
er að finna í Handbók flugmanna
(AIP) eins og forráðamönnum
Mýflugs er væntanlega kunnugt
um.“
gar@frettabladid.is
Engar bakvaktir borgaðar
fyrir Sauðárkróksflugvöll
Talsmaður Isavia segir félagið ekki fá greitt fyrir bakvaktir á Sauðárkróksflugvelli. Á veturna sé viðbragðstími
tvær klukkustundir, náist í starfsmann. Formaður byggðaráðs segir þetta óásættanlegt gagnvart sjúkraflugi.
Eftir að reglulegar flugsamgöngur á
Sauðárkrók lögðust niður virðist Isavia ekki
hafa tryggt að völlurinn væri opinn fyrir
neyðarflug – sem við getum aldrei sætt
okkur við.
Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar
FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Reglulegt flug á Sauðárkróksflugvöll hefur lagst af. Völlurinn
var ómokaður og moksturstæki rafmagnslaust þegar alvarlegt bílslys varð í Skaga-
firði 23. október síðastliðinn.
FLUGSTÖÐIN Á SAUÐÁRKRÓKI
210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum
hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga eru breyttur framendi
með nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki.
Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
4
4
3
9
*M
ið
að
v
ið
u
pp
ge
fn
ar
v
ið
m
ið
un
ar
tö
lu
r
fr
am
le
ið
an
da
u
m
e
ld
sn
ey
tis
no
tk
un
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tr
i.
Á LAND ROVER DISCOVERY 4
Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr.
Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri.
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
SKOÐAÐU ÞIG UM
landrover.is
Sími 412 2500 www.murbudin.is
Límkítti
Verð frá kr. 925 pr 300ml.