Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.11.2014, Qupperneq 8
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SVEITARSTJÓRNIR „Mikil hætta er á að nemendur gefist upp á náminu og brottfall verði umtals- vert,“ segir bæjarstjórn Árborg- ar í samhljóða ályktun þar sem áhyggjum er lýst vegna stöðu samningaviðræðna við tónlistar- kennara. Bæjarstjórnin segir nemendur fara á mis við stöðugt aðhald og leiðsögn sem sérfræðingar í tón- listarkennslu geti einir veitt. - gar Bæjarráð vill samninga: Áhyggjur af tónlistarnámi VERKFALL Enn er ósamið við tónlistar- kennara. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL „Það er ekki hægt að bjóða okkur í Skagafirði upp á þetta ástand – svo mikið er víst,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, for- maður byggðaráðs Skagafjarðar. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær segir Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, í tölvupósti til sveitarstjórnar Skagafjarðar að vegna skorts á viðhaldi og hreinsun á flugvellin- um við Sauðárkrók hafi alvarlega slasaður maður fyrst verið fluttur með bíl til Akureyrar í stað þess að vera sendur beint til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Mýflug er með samning við ríkið um sjúkraflug. Hinn slasaði mun vera útskrifaður af sjúkrahúsi. „Eftir að reglulegar flugsam- göngur á Sauðárkrók lögðust niður virðist Isavia ekki hafa tryggt að völlurinn væri opinn fyrir neyðar- flug – sem við getum aldrei sætt okkur við,“ segir Stefán en undir- strikar að málið sé enn í skoðun hjá sveitarfélaginu. „Við erum að reyna að átta okkur á hvar vand- inn liggur og hver beri ábyrgð á hverju, hvort það er eingöngu Isavia eða hvort þetta eru þeir sem hafa með flugreksturinn að gera.“ Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir félagið annast rekst- ur innanlandsflugvalla í samræmi við þjónustusamning innanríkis- ráðuneytisins við félagið. Í samn- ingnum sé meðal annars tilgreint þjónustustig einstakra flugvalla og lendingarstaða og viðbragðs- tími þjónustu utan reglubundinn- ar þjónustu. „Samkvæmt þjónustusamn- ingnum ber Isavia að geta veitt þjónustu allan sólarhringinn sam- kvæmt óskum á eftirtöldum flug- völlum; Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Isavia fær ekki greitt fyrir bak- vaktaþjónustu á öðrum flugvöll- um og hefur því ekki tök á að veita hana,“ segir Friðþór. Þá segir Friðþór að á Sauðár- króksflugvelli sé engin þjónusta nema óskað sé sérstaklega eftir henni. „Viðbragðstími þar er ein klukkustund á sumrin og tvær klukkustundir á veturna, ef næst í starfsmann. Starfsmaður Isavia á Sauðárkróki sinnir óskum um þjónustu og snjóruðningsverk- taki í bænum annast hreinsun flugbrautarinnar í samræmi við þær,“ útskýrir Friðþór. „Upplýs- ingar um ofangreinda þjónustu, þjónustutíma og viðbragðstíma er að finna í Handbók flugmanna (AIP) eins og forráðamönnum Mýflugs er væntanlega kunnugt um.“ gar@frettabladid.is Engar bakvaktir borgaðar fyrir Sauðárkróksflugvöll Talsmaður Isavia segir félagið ekki fá greitt fyrir bakvaktir á Sauðárkróksflugvelli. Á veturna sé viðbragðstími tvær klukkustundir, náist í starfsmann. Formaður byggðaráðs segir þetta óásættanlegt gagnvart sjúkraflugi. Eftir að reglulegar flugsamgöngur á Sauðárkrók lögðust niður virðist Isavia ekki hafa tryggt að völlurinn væri opinn fyrir neyðarflug – sem við getum aldrei sætt okkur við. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Reglulegt flug á Sauðárkróksflugvöll hefur lagst af. Völlurinn var ómokaður og moksturstæki rafmagnslaust þegar alvarlegt bílslys varð í Skaga- firði 23. október síðastliðinn. FLUGSTÖÐIN Á SAUÐÁRKRÓKI 210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga eru breyttur framendi með nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 4 3 9 *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fr am le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. Á LAND ROVER DISCOVERY 4 Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr. Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 SKOÐAÐU ÞIG UM landrover.is Sími 412 2500 www.murbudin.is Límkítti Verð frá kr. 925 pr 300ml.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.