Fréttablaðið - 14.11.2014, Síða 62
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 42
„Ode to Viceroy með Mac Demarco,
flott lag sem ég var að finna.“
Arngrímur Jón Sigurðsson, myndlistarmaður.
FÖSTUDAGSLAGIÐ
„Ég er sjómaður en hef verið frá
vinnu utan heimilis síðan í febrú-
ar. Dæturnar hafa þurft á mér að
halda,“ segir Kristinn Freyr Þórs-
son sjómaður sem missti konu sína,
Ólöfu Birnu Kristínardóttur, í byrj-
un september. Dæturnar, Kristín
Helga og Ólöf Erla, eru þriggja og
eins árs.
Ólöf Birna hafði hormónatengdan
sjúkdóm sem fyrst varð vart þegar
hún fór á pilluna, að sögn Kristin
Freys. „Hún fór seint til læknis og
var þá komin með æxli í brjósti og
nára en með réttum lyfjum var hún
nær laus við þau árið 2010,“ lýsir
hann og heldur áfram: „Þegar hún
varð ólétt fyrst varð hún að hætta
á lyfjunum og æxlin komu aftur,
læknarnir lögðu ekki í að taka þau,
enda voru þau til friðs. Á meðgöngu
yngri dótturinnar seig á ógæfuhlið-
ina, æxlin stækkuðu og fjölguðu sér
og áformað var að nema þau burtu,
barnið var tekið sjö vikum fyrir
tímann en læknar töldu skurðaðgerð
of áhættusama. Þá fóru að mynd-
ast sár í húðinni með sýkingum og
blæðingum. Samt var Ólöf ótrúlega
kraftmikil og jákvæð. Það bjóst eng-
inn við að þetta færi svona.“
Bjartsýnin jókst í ágúst er lækn-
arnir náðu að loka sárinu, að sögn
Kristins Freys. „Við skruppum þá
á æskuslóðir Ólafar Birnu í Hrúta-
firðinum. 27. ágúst, daginn sem
við komum til baka, hélt hún að
hún væri með ælupest en konu frá
Heimahlynningu leist ekki á blik-
una og fór með hana upp á Kvenna-
deild. Daginn eftir var hún komin í
öndunar vél og stuttu seinna var hún
dáin. Það var rosalegt áfall.“
Fram undan eru flutningar til
Eyja hjá Kristni Frey og dætrum
því þar er öll fjölskyldan hans. „Ég
reikna með að fara á sjóinn aftur,“
segir hann. „Ef það gengur ekki upp
fer ég að læra eitthvað annað.“
Á sunnudaginn verða styrkt-
artónleikar vegna þessarar litlu
fjölskyldu í Guðríðarkirkju í
Grafar holti, á vegum Kirkjukórs
Lágafellssóknar. Þeir nefnast Jóla-
ljós. Fjöldi mætra tónlistarmanna
kemur þar fram og má nefna Ragga
Bjarna, Bjarna Ara, Birgi Haralds-
son rokkara og Kristínu R. Sigurð-
ardóttur sópransöngkonu.
gun@frettabladid.is
Halda styrktartónleika
eft ir sviplegt dauðsfall
Kristinn Freyr Þórsson var grunlaus um að konan hans væri við dauðans dyr
þegar hún var lögð inn á Landspítalann í ágúst en nokkrum dögum síðar var hún
öll og tvær dætur þeirra móðurlausar. Styrktartónleikar haldnir á sunnudaginn.
Á GÓÐRI STUND Ólöf Birna, Kristinn
Freyr og dæturnar á góðri stundu.
„Þetta er ótrúlegt því að draum-
urinn minn um að fara til Japans
og draumurinn minn um að gera
K-Pop hefur nú orðið að veru-
leika,“ segir tónlistarkonan Stein-
unn Harðardóttir, eða dj. flugvél
og geimskip, sem heldur til Tókýó
um helgina til að taka þátt í Hokuo
Music Fest.
Um er að ræða norræna tónleika
sem hafa verið haldnir í Japan und-
anfarin ár þar sem norræn fyrir-
tæki og tónlistarmenn fá tækifæri
til að hitta japanskt bransafólk.
Tónleikunum fylgja viðskiptaráð-
stefna og vinnustofur en Steinunn
mun taka þátt í K-Pop- og J-Pop-
vinnustofu þar sem tónlistarmenn
frá Norðurlöndunum og Asíu munu
hittast og semja popp saman í kór-
eskum og japönskum stíl.
„Mér finnst þetta bara mjög
skemmtilegt því ég hef alltaf elsk-
að K-Pop og langað að vita hvernig
á að búa það til. Veit nú ekki alveg
með J-Pop, það er alveg gaman en
ekki jafn skemmtilegt og K-Pop,“
segir Steinunn, sem segist nú vera
stödd í draugahúsi úti á landi þar
sem hún vinnur í nýju efni. - þij
Heldur til Japans að gera asískt popp
Draumur dj. fl ugvélar & geimskips um að gera K-Pop í Tókýó hefur loksins ræst.
MIKILL K-POP-AÐDÁANDI Steinunn
semur nú tónlist í draugahúsi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Samsýning annars árs nemenda myndlistar-
deildar LHÍ verður opnuð í Húsdýragarðin-
um í dag.
„Nemendur fara út fyrir skólann til þess
að vinna þetta verkefni. Við völdum dýra-
garðinn vegna þess að hann hefur bæði sam-
félagslegt og uppeldislegt gildi, en mörg
þeirra komu í garðinn sem börn og eiga
minningar þaðan,“ segir Ólafur S. Gíslason,
kennari og leiðbeinandi í verkefninu.
Verkin tíu unnu nemendur á sínum for-
sendum og tengdust þau ýmist dýrunum
beint eða samskiptum manna og dýra. Aðrir
unnu með umhverfi dýranna. Ein gerði húfu
úr mannshári fyrir kind og snýr þannig ferl-
inu við og önnur bjó til sápu úr kindamör.
Annar gerði kvikmynd þar sem hann upp-
götvar garðinn aftur sem fullorðinn, eftir að
hafa kynnst honum sem barn,“ segir Ólafur.
Margar spurningar vöknuðu hjá nemendum
við vinnslu verksins. „Margir höfðu áhuga
á vitund dýra og hvernig þau upplifa sig við
þessar aðstæður og það vakti margar tilfinn-
ingar. Því má segja að verkin séu tilfinninga-
verk.“ - asi
Tilfi nningaverk sýnd í Húsdýragarðinum
Annars árs nemendur myndlistardeildar Listaháskólans halda sýningu í Húsdýragarðinum.
ÓVENJULEG STAÐSETNING Ólafur segir að nemendur
hafi unnið verkefnið á sínum forsendum og stað-
setningin hafi vakið minningar hjá mörgum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ein gerði húfu úr mannshári
fyrir kind og snýr þannig ferlinu við
og önnur bjó til sápu úr kindamör.
Það bjóst enginn við
að þetta færi svona.
KRISTINN FREYR,
KRISTÍN HELGA
OG ÓLÖF ERLA
Fram undan eru
flutningar til Eyja
því þar er fjölskylda
Kristins Freys.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Heillandi og margslungin saga.
„Einn athyglisverðasti höfundur
sinnar kynslóðar á Íslandi.“
WORLD LITERATURE TODAY
SELD TIL
BRETLAN
DS!
6. SÆTI
METSÖLU
LISTI EYM
UNDSSON
INNBUND
IN SKÁLD
VERK
& HLJÓÐ
BÆKUR