Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 46
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 26 „Ég hitti á þetta tómarúm á milli dægurtónlistar og klassískrar tónlistar,“ segir Ólafur Reynir Guðmundsson, lögfræðingur og tónlistar maður, sem hefur nú gefið út sinn fyrsta geisladisk, Upphaf. „Ég hef tekið eftir því að stemn- ingin minnir fólk á kvikmyndatón- list. Jónas Sen sagði í gagnrýni sinni að þetta væri afar þægilegt og rynni ljúflega niður en það er nákvæm- lega það sem ég vildi gera.“ Ólafur er kannski ekki dæmigerð- ur tónlistarmaður þar sem hann vinnur sem lögfræðingur hjá fjár- málaráðuneytinu. „Þetta er bara góð blanda en mér tekst reyndar ekki mikið að semja þar,“ segir hann og bætir við að ástríða hans fyrir tónlistargerð hafi eiginlega kvikn- að þegar hann stundaði nám við Harvard-háskóla. „Þá leigði ég mér risavaxið rafmagnspíanó, fór að leika mér á hljóðfærið og það kall- aði á einhverja þörf fyrir að semja,“ segir Ólafur, sem fór brátt að spila í veislum og á mannamótum til að prófa hugmyndir sínar áfram. Þessi fyrsta plata hans markar síðan umgjörð um það sem hann hefur starfað við í tónlistinni undanfarin ár. - þij Þá leigði ég mér risavaxið rafmagnspíanó, fór að leika mér á hljóð- færið og það kallaði á einhverja þörf fyrir að semja. Harvard-maður hjá fj ármála- ráðuneytinu gefur út sólóplötu Ólafur Reynir Guðmundsson lögfræðingur fékk ástríðu fyrir tónlistargerðinni í Harvard. RENNUR ÞÆGILEGA NIÐUR Tónlist Ólafs minnir á kvikmyndatónlist. Aerial inniheldur valin verk eftir Önnu frá undanförnum árum og flutningur verkanna er í höndum tónlistarhópsins CAPUT undir stjórn Guðna Franzsonar, Sin- fóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Ilan Volkov, meðlima úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Duo Harpverk, Nordic Affect, Tinnu Þorsteinsdóttur og Önnu Þor- valdsdóttur. Anna hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir verk sitt Dreymi. Á meðal ann- arra listamanna sem Univers- al Music Classics gefur út eru Sting, Tori Amos, Andrea Bocelli og Ólafur Arnalds. Anna gefur út Aerial Tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir hefur sent frá sér plötuna Aerial á vegum út- gáfunnar Deutsche Grammophon/Universal Music Classics. Í tilefni þess var efnt til hófs í Björtuloft um og mættu þangað góðir gestir. GYÐA OG FLEMMING Kennararnir frá Akranesi, Gyða Bentsdóttir og Flemm- ing Madsen, létu sig ekki vanta. SIGURÐUR OG HRAFN Sigurður Hall- dórsson og Hrafn Ásgeirsson sam- fögnuðu Önnu. Í PARTÍI Tui, Páll Ragnar Pálsson og Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu mættu í Hörpu. ÞORLEIFUR OG ARNBJÖRG Leikstjór- inn Þorleifur Örn Arnarsson og Arnbjörg María Daníelssen. ÞRJÁR Í HÓFI Berglind Tómasdóttir, Tinna Þorsteinsdóttir og Elísabet Ragnarsdóttir voru á meðal gesta. Í BJÖRTULOFTUM Ármann Agnarsson og tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir í útgáfu- hófinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KOL RESTAURANT · SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 40 · SÍMI 517 7474 · KOLRESTAURANT.IS JÓLA- STEMNINGIN ER Á KOL …og matseðillinn er kominn í léttan jólabúning SJÖ RÉTTA JÓLAMATSEÐILL VILLIBRÁÐAR TERRINE Vanillueplachutney, grillað brauð RAUÐRÓFUGRAFIN BLEIKJA Piparrót, dill TVÍREYKT HANGILÆRI Söltuð og reykt svínalund, 30 mánaða íslenskur cheddar VILLIBRÁÐARSÚPA Blóðbergs- og trufflu mascarpone, blaðlaukur, bláber HUNANGSGLJÁÐUR GRILLAÐUR GRÍSAHNAKKI Brúnkál, hunang, hvítlauks-timian kartöflur, rifsber, sinnepsfræ eða NÆTURSALTAÐUR ÞORSKUR Grillað toppkál, blaðlaukur, quinoa, beurre blanc MÖNDLUKAKA Kirsuber, möndlur, chantilly rjómi SÚKKULAÐI BROWNIE Brownie, hvítt bakað súkkulaði, jólaís Aðeins í boði fyrir allt borðið Verð 8.490 kr. á mann 7.490 sun-mið Borðapantanir í síma 517 7474 eða info@kolrestaurant.is Vikan á Twitter Coke Light og gömul kommóða Halldór Armand @HalldorArmand Ég kaus BF– Wow Air stjórnmálanna– en núna sýnist mér þau vera hrædd v/breytingar og íhaldssöm alveg eins og allir hinir. Er það svo? Jón Örn Loðmfjörð @lodmfjord Það er alltaf verið að segja mér að followa eitt- hvað lið. Ég verð skelkaður. Hættu að þröngva uppá mig mannleg samskipti, ungfrú tækniöld. Þorsteinn Guðmundsson @ThorsteinnGud Keypti gamla kommóðu í dag. Líður dálítið eins og ég þurfi að kynnast henni áður en ég set nær- fötin mín í hana. Salka Sól Eyfeld @salkadelasol Aspartame fíkillinn ég, hef ákveðið að hætta að drekka cokelight til óákveðins tíma. Opinbera það hér í von um andlegan stuðning #nocokeforyou Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir @aslaugarna Á afmæli á fyrsta í aðventu, hugmynd frá vin var að halda Aðventupartý. Veit ekki alveg hvernig það virkar … Kveikja á kerti og drekka bjór? LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.