Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2014, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 26.11.2014, Qupperneq 46
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 26 „Ég hitti á þetta tómarúm á milli dægurtónlistar og klassískrar tónlistar,“ segir Ólafur Reynir Guðmundsson, lögfræðingur og tónlistar maður, sem hefur nú gefið út sinn fyrsta geisladisk, Upphaf. „Ég hef tekið eftir því að stemn- ingin minnir fólk á kvikmyndatón- list. Jónas Sen sagði í gagnrýni sinni að þetta væri afar þægilegt og rynni ljúflega niður en það er nákvæm- lega það sem ég vildi gera.“ Ólafur er kannski ekki dæmigerð- ur tónlistarmaður þar sem hann vinnur sem lögfræðingur hjá fjár- málaráðuneytinu. „Þetta er bara góð blanda en mér tekst reyndar ekki mikið að semja þar,“ segir hann og bætir við að ástríða hans fyrir tónlistargerð hafi eiginlega kvikn- að þegar hann stundaði nám við Harvard-háskóla. „Þá leigði ég mér risavaxið rafmagnspíanó, fór að leika mér á hljóðfærið og það kall- aði á einhverja þörf fyrir að semja,“ segir Ólafur, sem fór brátt að spila í veislum og á mannamótum til að prófa hugmyndir sínar áfram. Þessi fyrsta plata hans markar síðan umgjörð um það sem hann hefur starfað við í tónlistinni undanfarin ár. - þij Þá leigði ég mér risavaxið rafmagnspíanó, fór að leika mér á hljóð- færið og það kallaði á einhverja þörf fyrir að semja. Harvard-maður hjá fj ármála- ráðuneytinu gefur út sólóplötu Ólafur Reynir Guðmundsson lögfræðingur fékk ástríðu fyrir tónlistargerðinni í Harvard. RENNUR ÞÆGILEGA NIÐUR Tónlist Ólafs minnir á kvikmyndatónlist. Aerial inniheldur valin verk eftir Önnu frá undanförnum árum og flutningur verkanna er í höndum tónlistarhópsins CAPUT undir stjórn Guðna Franzsonar, Sin- fóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Ilan Volkov, meðlima úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Duo Harpverk, Nordic Affect, Tinnu Þorsteinsdóttur og Önnu Þor- valdsdóttur. Anna hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir verk sitt Dreymi. Á meðal ann- arra listamanna sem Univers- al Music Classics gefur út eru Sting, Tori Amos, Andrea Bocelli og Ólafur Arnalds. Anna gefur út Aerial Tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir hefur sent frá sér plötuna Aerial á vegum út- gáfunnar Deutsche Grammophon/Universal Music Classics. Í tilefni þess var efnt til hófs í Björtuloft um og mættu þangað góðir gestir. GYÐA OG FLEMMING Kennararnir frá Akranesi, Gyða Bentsdóttir og Flemm- ing Madsen, létu sig ekki vanta. SIGURÐUR OG HRAFN Sigurður Hall- dórsson og Hrafn Ásgeirsson sam- fögnuðu Önnu. Í PARTÍI Tui, Páll Ragnar Pálsson og Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu mættu í Hörpu. ÞORLEIFUR OG ARNBJÖRG Leikstjór- inn Þorleifur Örn Arnarsson og Arnbjörg María Daníelssen. ÞRJÁR Í HÓFI Berglind Tómasdóttir, Tinna Þorsteinsdóttir og Elísabet Ragnarsdóttir voru á meðal gesta. Í BJÖRTULOFTUM Ármann Agnarsson og tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir í útgáfu- hófinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KOL RESTAURANT · SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 40 · SÍMI 517 7474 · KOLRESTAURANT.IS JÓLA- STEMNINGIN ER Á KOL …og matseðillinn er kominn í léttan jólabúning SJÖ RÉTTA JÓLAMATSEÐILL VILLIBRÁÐAR TERRINE Vanillueplachutney, grillað brauð RAUÐRÓFUGRAFIN BLEIKJA Piparrót, dill TVÍREYKT HANGILÆRI Söltuð og reykt svínalund, 30 mánaða íslenskur cheddar VILLIBRÁÐARSÚPA Blóðbergs- og trufflu mascarpone, blaðlaukur, bláber HUNANGSGLJÁÐUR GRILLAÐUR GRÍSAHNAKKI Brúnkál, hunang, hvítlauks-timian kartöflur, rifsber, sinnepsfræ eða NÆTURSALTAÐUR ÞORSKUR Grillað toppkál, blaðlaukur, quinoa, beurre blanc MÖNDLUKAKA Kirsuber, möndlur, chantilly rjómi SÚKKULAÐI BROWNIE Brownie, hvítt bakað súkkulaði, jólaís Aðeins í boði fyrir allt borðið Verð 8.490 kr. á mann 7.490 sun-mið Borðapantanir í síma 517 7474 eða info@kolrestaurant.is Vikan á Twitter Coke Light og gömul kommóða Halldór Armand @HalldorArmand Ég kaus BF– Wow Air stjórnmálanna– en núna sýnist mér þau vera hrædd v/breytingar og íhaldssöm alveg eins og allir hinir. Er það svo? Jón Örn Loðmfjörð @lodmfjord Það er alltaf verið að segja mér að followa eitt- hvað lið. Ég verð skelkaður. Hættu að þröngva uppá mig mannleg samskipti, ungfrú tækniöld. Þorsteinn Guðmundsson @ThorsteinnGud Keypti gamla kommóðu í dag. Líður dálítið eins og ég þurfi að kynnast henni áður en ég set nær- fötin mín í hana. Salka Sól Eyfeld @salkadelasol Aspartame fíkillinn ég, hef ákveðið að hætta að drekka cokelight til óákveðins tíma. Opinbera það hér í von um andlegan stuðning #nocokeforyou Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir @aslaugarna Á afmæli á fyrsta í aðventu, hugmynd frá vin var að halda Aðventupartý. Veit ekki alveg hvernig það virkar … Kveikja á kerti og drekka bjór? LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.