Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 4
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Samtals Afnota-/útvarpsgjald 4.442 4.310 4.484 4.364 3.951 4.091 4.024 4.094 4.096 4.036 45.571 Samtals framlög og afskriftir 4.406 5.327 4.605 4.467 5.202 3.766 3.469 3.685 3.520 3.471 45.598 Mismunur 35 -1.017 -122 -103 -1.251 324 555 409 576 566 -27 *Tölurnar eru í milljónum króna og á föstu verðlagi FRAMLÖGIN TIL RÚV OG ÚTVARPSGJALDIÐ 2005-2014* AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ AA PI PA PI PA PP RR \\\ TB W A TB W A TBT ••••• SÍ A S ÍA SÍ A S •••• 4 43 33 14 43 33 1 4 4 14 4 Sími: 4115555 og 5303002 Desembertilboð á vetrarkortum Fullkomin jólagjöf fyrir fjölskylduna, vini og vandamenn! Vetrarkort í Bláfjöll og Skálafell eru komin í sölu og fást í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5 og Mohawks, Kringlunni. Pantaðu og fáðu sent í síma 5303002 eða á midar@skidasvaedi.is. Opið alla virka daga kl. 9–13 og 13:30–17. Vetrarkort í Bláfjöll og Skálafell Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HELGARVEÐRIÐ Það lítur út fyrir jólalegt veður með éljagangi öðru hvoru einkum um norðan- og vestanvert landið. Vindur verður fremur stífur um tíma á morgun og hiti í kringum frostmark en lægir og kólnar á sunnudag. -2° 9 m/s 0° 10 m/s -2° 10 m/s 3° 8 m/s 8-13 m/s. 3-8 m/s. Gildistími korta er um hádegi 9° 26° 2° 6° 16° 4° 8° 5° 5° 22° 6° 17° 17° 17° 11° 4° 6° 5° -2° 5 m/s -1° 7 m/s -2° 5 m/s -1° 6 m/s -3° 4 m/s -3° 7 m/s -10° 7 m/s 2° -1° -1° -2° 0° -4° 0° -4° 0° -3° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN STJÓRNSÝSLA RÚV fékk í sex ár af síðustu tíu minna úr ríkissjóði en innheimtist vegna afnota- eða útvarpsgjalds. Árið 2013 var gjaldið skert um 576 milljónir króna en fjórum árum áður fékk stofnunin 1,2 milljörðum meira en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta kemur fram í ríkisreikn- ingum áranna 2005-2013 og áætl- un fjárlaga árin 2014 og 2015. Töl- urnar þar sýna að tekjur ríkisins af útvarpsgjaldinu voru minni en útgjöld vegna RÚV á árun- um 2006-2009 þegar afskriftir á skuldum stofnunarinnar við ríkis sjóð eru teknar með. Árið 2010 snerist dæmið við og þá fór stofnunin að fá minna í framlög frá ríkinu en fékkst fyrir innheimtu útvarpsgjalds- ins. „Sú fullyrðing að RÚV hafi aldrei fengið samsvarandi framlög og sem nemur tekjum útvarpsgjalds stenst því ekki,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar. „Sem dæmi þá var RÚV að fá 27 milljónum meira yfir allt tíma- bilið heldur en fékkst af útvarps- gjaldinu. Þessar tölur sýna því að síendurteknar yfirlýsingar, um að framlög skattgreiðenda til RÚV séu ekki í samræmi við það sem tekið er af útvarpsgjaldinu, eru ekki réttar,“ segir Guðlaugur. Hann segir aug- ljóst að RÚV eigi við útgjalda- vanda að ræða og að stofnunin þurfi að fara að sníða sér stakk eftir vexti. Katrín Jak- obsdóttir, þing- maður Vinstri grænna og fyrrverandi mennta- málaráðherra, segir Guðlaug bera í þessu máli saman epli og appelsínur. „Útvarpsgjaldinu var breytt á þessu tímabili og því tel ég varla hægt að bera þetta saman eins og hann gerir. Í öðru lagi er verið að rugla saman gjöldum til rekstrar og því sem hefur verið lagt inn í stofnunina til að bæta eigin fé hennar sem tengist þá efnahags- reikningnum og skuldastöðunni, og hún er auðvitað ekki góð,“ segir Katrín og heldur áfram: „Mér finnst þetta því ekki boð- legur samanburður og ég held að svona talnaleikfimi þjóni ekki öðrum tilgangi en að reyna að varpa ákveðnum reyk yfir umræðuna. Eftir að RÚV var breytt í opinbert hlutafélag árið 2007, og útvarpsgjaldið tekið upp, þá hefur Ríkisútvarpið ekki fengið þá upphæð sem gjaldið átti að skila stofnuninni.“ haraldur@frettabladid.is Útvarpsgjaldið skert sex sinnum á síðustu tíu árum Fjárframlög ríkisins til RÚV hafa fjórum sinnum verið hærri en tekjur af afnota- eða útvarpsgjaldi frá árinu 2005. Varaformaður fjárlaganefndar segir fullyrðingar um að stofnunin hafi aldrei fengið óskert útvarpsgjöld rangar. RÚV Mikið hefur verið deilt um fyrirhugaða lækkun á útvarpsgjaldinu úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Sú fullyrðing að RÚV hafi aldrei fengið samsvarandi framlög og sem nemur tekjum útvarpsgjalds stenst því ekki. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður fjárlaganefndar. UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sótti í Brussel í gær utanríkis- ráðherrafund sextíu ríkja sem taka þátt í alþjóðlegum aðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Írak og Sýrlandi. Öll aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins og Evrópusambands- ins sóttu fundinn ásamt fjölmörg- um arabaríkjum og Asíuríkjum. „Við styðjum aðgerðir gegn ISIS enda brýnt að bregðast við grimmdarverkum samtakanna,“ segir Gunnar Bragi í tilkynningu. - bá Ráðherra á fundi í Brussel: Styður aðgerðir gegn ISIS SVEITARSTJÓRNARMÁL Aðalstjórn Fimleikafélags Hafnarfjarðar óskar eftir því að greiðslusamn- ingur félagsins við Hafnarfjarð- arbæ verði frystur frá og með 1. janúar 2014 til og með 31. desem- ber 2015. Viðar Halldórsson, formað- ur FH, segist í bréfi til bæjar- yfirvalda hafa talið eftir samtöl við fyrrverandi fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar að greiðsl- urnar væru þegar komnar í frystingu. Hins vegar muni van- kunnátta hans í stjórnsýslu og skortur á eftir fylgni með form- legri afgreiðslu málsins koma félaginu í koll fái málið ekki fram- gang. „FH er líklega fjárhags- lega best stadda félagið á landinu, eiginfjárstaða félagsins er rúmur milljarður. Greiðslusamningurinn stendur í dag í um tuttugu millj- ónum króna,“ segir Viðar. Af hverju er félagið þá að óska eftir frystingu? „Annað ágætt félag hér í bænum fékk frystingu á greiðslum í tvö til þrjú ár og vilj- um við því einnig fá slíka fryst- ingu,“ svarar Viðar og vísar þar til knattspyrnufélagsins Hauka. Í bréfinu segir jafnframt að beiðnin sé einfaldlega til komin vegna skerðingar rekstrarsamn- ings áranna 2009-2013. Sú skerð- ing hafi haft veruleg áhrif á rekst- ur félagsins. - glp Formaður segir FH fjárhagslega mjög sterkt félag en vill fjárhagslega fyrirgreiðslu eins og Haukar: Biður um tveggja ára greiðslufrystingu VIÐAR HALLDÓRSSON Formaður FH segir eigin fé félagsins vera einn milljarð króna. 28% þjóðarinnar á aldr-inum 25-64 ára voru eingöngu með grunnmenntun í fyrra. Árið 2013 höfðu 45.400 manns á aldrinum 25-64 ára lokið styttra námi en framhaldsskólastigi. Heimild: Hagstofa Íslands. GUNNAR BRAGI Ráðherra segir brýnt að bregðast við „grimmdarverkum“ ISIS. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis vonast til að sem fyrst verði unnt að birta niðurstöður athugunar á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrr- verandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra. Hanna Birna hafi lýst afstöðu sinni til ábending- ar sem honum barst. Aflað hafi verið upplýsinga vegna ábending- arinnar. „Á næstu dögum verður unnið úr þeim og að frágangi á niðurstöðu frumkvæðisathugun- arinnar.“ - gar Upplýsingaöflun lokið: Hefur kannað nýja ábendingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.