Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 78
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 54
„Þetta ferðalag átti að vera hóp-
ferð í tilefni af tónsmíðaviku hjá
listahópnum S.L.Á.T.U.R., sem
farin er reglulega, en í þetta sinn
var einstaklega léleg mæting og
við enduðum bara tveir,“ segir Áki
Ásgeirsson raftónlistarmaður.
Hann ásamt félaga sínum Hall-
dóri Úlfarssyni, listamanni og
hönnuði, flytur vídeóverk og tón-
listaratriði sem tengjast ferð
þeirra á seglskútu um Breiðafjörð
sumarið 2012. „Það er frekar mikil
skuldbinding að fara í svona úti-
legu á sjó í heila viku,“ segir Áki.
Markmið ferðarinnar var
að loka sig af, búa til tónlist og
taka það upp. „Að vera úti í nátt-
úrunni er mjög gott umhverfi
fyrir listsköpun. Þetta var rosa-
lega gaman og vakti margar pæl-
ingar um sjálfbærni og hversu
háð við erum menningunni og
mannfólkinu,“ segir hann, en í
vídeóverkinu má sjá samræður
þeirra á milli og pælingar í ferð-
inni. „Þegar þú ert á bát þá ertu
mjög einangraður. Engin þjónusta
eða samskipti við ytri heiminn og
maður er farinn að telja vistir. Þá
losnar þú við þessa samblöndun
sem maður verður fyrir í borg-
inni. Hins vegar kemstu líka að
því að rómantíska sveitalífið er
ekkert frábært til lengdar. Þú
ferð að sakna einhvers og náttúr-
an er ekkert spes þegar maður er
í henni. Maður hættir að skynja
náttúruna alveg eins og borgina,“
segir Áki.
Tónlistin sem spiluð er í mynd-
inni er samin af Áka, en Halldór
sá um myndbandið og vinnslu
þess. Sýningin er í Mengi á Óðins-
götu og hefst hún klukkan 21. - asi
Fóru saman í skapandi útilegu á seglskútu
Þeir Áki Ásgeirsson og Halldór Úlfarsson úr listahópnum S.L.Á.T.U.R. sýna myndband úr ferðalagi um Breiðafj örð í kvöld.
DJÚPAR
PÆLINGAR
Þeir félagar
Áki og
Halldór sýna
afrakstur
ferðarinnar á
sýningunni í
kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Justin Bieber er fluttur út af
heimili sínu í Beverly Hills,
nágrönnum hans væntanlega til
mikillar ánægju. Þeir hringdu
oft í lögregluna og kvörtuðu yfir
honum á þeim sex mánuðum sem
hann bjó þar, þar á meðal vegna
sterkrar lyktar af eiturlyfinu
maríjúana.
Hinn tvítugi Bieber var með
penthouse-íbúð og íbúðina fyrir
neðan á leigu í fjölbýlishúsinu.
Vefsíðan TMZ heldur því fram
að nágrannar hans séu svo glaðir
yfir brotthvarfi popparans að
þeir íhugi að halda partí til að
fagna tímamótunum.
Justin Bieber
fl uttur út
JUSTIN BIEBER Popparinn er fluttur út
úr íbúð sinni í Beverly Hills, nágrönnum
hans til mikillar gleði. NORDICPHOTOS/GETTY
Courtney Love hefur enga stjórn
á því hvað birtist í væntanlegri
heimildarmynd um rokkarann sál-
uga Kurt Cobain. Ekkjan aðstoðaði
við að koma myndinni af stað árið
2007 en síðan ekki söguna meir.
„Hún lét mig hafa lyklana að
konungsríkinu og algjör yfirráð
yfir myndinni,“ sagði leikstjórinn
Brett Morgen við The Hollywood
Reporter. „Um tíma vann ég náið
með Love og Frances Bean [dóttur
Cobains og framleiðanda myndar-
innar]. Við samþykktum að vegna
þess að Courtney væri viðfangs-
efni myndarinnar væri það best
að hún fengi ekki að ritskoða hana
á nokkurn hátt. Hún hefur ekki
séð myndina. Ég er ekki viss um
að hún ætli að gera það.“
Ræður ekki
yfi r myndinni
COURTNEY LOVE Hefur enga stjórn á
því hvað birtist í heimildarmyndinni.