Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 38
FÓLK|HELGIN Árlegur „pop up“-jólamarkaður verður haldinn í porti Hafnarhússins í Listasafni Reykjavíkur um helgina auk helgarinnar 20.-21. desember. Um er að ræða farandverslun sem stofnuð var á sínum tíma sem vettvangur fyrir íslenska hönnuði til að selja og kynna vörur sínar. Mikil áhersla er lögð á grasrótina í íslenskri hönnun að sögn Þóreyjar Bjarkar Halldórs- dóttur, fatahönnuðar og eins skipuleggjenda markað- arins, og að sýna það besta frá öllum sviðum hennar. „Þetta er sjötta árið sem við setjum upp slíkan markað og við búum okkur alltaf til nýtt heimili á nýjum stað með nýrri samsetningu hönnuða og vörumerkja. Markaðurinn er því aldrei með sama sniði og lagar sig að hverjum stað, hverju sinni.“ Um 30 hönnuðir kynna og selja verk sína á jólamark- aðinum og má þar finna fjölbreyttur vörur. Samsetn- ing hönnuða verður önnur seinni helgina og því um að gera að kíkja í heimsókn báðar helgarnar að sögn Þóreyjar og velja eitthvað fallegt í jólapakkann eða inn á heimilið. „Þarna mun þverskurður af ferskustu íslensku grasrótarhönnuðum og vörumerkjum bjóða upp á nýjar vörur, jólaglaðning, afslætti og alls kyns tilboð milliliðalaust beint til neytenda. Þetta er því frábært tækifæri fyrir fagurkera á öllum aldri að kynna sér fallega íslenska hönnun og kaupa vörur á sér- kjörum.“ Þórey segir mikla vinnu hafa farið í að byggja upp góða ímynd af markaðinum undanfarin ár sem hafi skilað sér í góðu orðspori og um leið stórum hópi tryggra viðskiptavina. „Þessir markaðir hafa verið mjög mikil auglýsing fyrir hönn- uðina og hafa reynst mikill stökk- pallur fyrir marga þeirra, sérstaklega smærri og nýrri vörumerki sem vilja kynna sig á þessum markaði.“ Það verður ekki bara boðið upp á fallega hönnun því Reykjavík Roasters kaffihús setur upp útibú á staðnum þar sem gestir geta tyllt sér niður í jólaösinni og notið veitinga. Einnig verður hægt að skoða allar jólavættirnar á Listasafni Reykjavíkur og ljúfir tónar munu hljóma um salinn á meðan markaðurinn stendur yfir. Jólamarkaðurinn verður opinn frá kl. 11 til 17 á morgun, laugardag, og sunnudag og einnig helgina 20.-21. desember. Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir PopUp.verzlun. FRÁBÆRT TÆKIFÆRI FYRIR FAGURKERA JÓLAMARKAÐUR Um helgina fer fram árlegur „pop up“-jólamarkaður í Hafnarhús- inu. Margir spennandi hönnuðir kynna þar og selja fjölbreytta og fallega hönnun. FALLEG HÖNNUN Mikil áhersla er lögð á grasrótina í íslenskri hönnun að sögn Þóreyjar Bjarkar Halldórsdóttur, fatahönnuðar og eins skipuleggjenda markaðarins. MYND/GVA Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS Virkar lausnir frá OptiBac Bifidobacteria & Fibre Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS P R E N T U N .IS Virkar lausnir frá OptiBac One Week Flat Minnkar þembu og Vindgang Flottir jólakjólar Ótrúlegt úrval af jólakjólum Verð 12.990 kr. Verð 9.990 kr. Sjá fleiri myndir á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.