Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 50
12 • LÍFIÐ 5. DESEMBER 2014 E yþór Rúnarsson steig sín fyrstu skref í sjónvarpi sem einn af þremur dóm- urum í Master chef Ís- lands fyrir tveimur árum. Hann snýr nú aftur á skjáinn og nú með sinn eigin matreiðslu- þátt sem að hann kallar Eldhús- ið hans Eyþórs. Fyrsti þátturinn fór í loftið í gærkvöldi og er lögð áhersla á hátíðarmatinn núna í desember. „Í þessum þremur fyrstu þáttum elda ég jólamat eins og ég vil helst hafa hann, allt frá forréttum til eftirrétta. Ég fer einnig í eina góða heim- sókn í hverjum þætti þar sem ég kynni mér áhugaverða hluti sem tengjast mat og drykk,“ segir Eyþór. Sjálfur er Eyþór alinn upp í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem hefðin var að borða rjúpu í hátíðarmatinn á heimilinu. „Ég er alinn upp við að borða rjúpu en konan mín hamborgarhrygg. Við vorum búin að þrasa um þetta í nokkur ár hvað við ættum að borða en svo tók ég af skar- ið fyrir einhver jólin og ákvað að prufa að elda fyllta önd. Það er nú gaman að segja frá því að við höfum ekki haft annan jóla- mat síðan og allir sáttir. Sonur okkar, sem er fjögurra ára, er alsæll með þennan jólamat en nú reynir á hvað dóttirin segir en þetta eru fyrstu jólin sem hún fær jólamat,“ segir hann og bætir við að hann komi til með að elda öndina í næstu viku. Öllu vanur Eyþór er öllu vanur í eldhúsinu og var hluti af kokkalandsliði Íslands í sjö ár og fyrirliði þess síðustu þrjú árin sín í liðinu. „Ég fór í fjórar stórar keppn- ir með liðinu á þessum tíma. Það var gríðarlega skemmtileg- ur og krefjandi tími. Mig lang- ar að nota þetta tækifæri og óska landsliðinu til hamingju með frábæran árangur á nýaf- stöðnu heimsmeistaramóti en það náði 5. sæti, sem er besti árangur Íslands hingað til,“ segir Eyþór, stoltur af kolleg- um sínum. Nýlega tók okkar maður við stöðu yfirkokks á heilsuveit- ingastöðum Gló og njóta við- skiptavinir veitingastaðanna góðs af hæfileikum Eyþórs. „Það var kærkomin tilbreyting að byrja að vinna á Gló og mat- reiðslan öðru vísi en ég hafði áður unnið við. Í dag eru veit- ingastaðirnir fjórir en verða fimm á næstu vikum.“ Það er því nóg að gera hjá Eyþóri og spennandi tímar fram undan bæði í sjónvarpinu sem og á Gló. LAXATARTAR MEÐ ESTRAGON-DRESSINGU Á MELBA-BRAUÐI 6 msk. ólífuolía 4 greinar estragon 1 msk. rósapipar 200 g lax 1 stk. sellerístöngull (fínt skorinn) ½ stk. skalottlaukur (fínt skorinn) 1 stk. avókadó 2 msk. fínt rifin piparrót ½ appelsína, börkur Blandið ólífuolíu og estragoni saman í morteli og maukið vel. Takið um 3 msk. af olíunni frá og geymið til að setja á melba- brauðið. Bætið rósapiparn- um út í olíuna og brjótið hann niður. Skerið laxinn niður í litla bita og setjið hann í skál með skal ottlauknum og selleríinu. Skerið avókadóið langsum og takið steininn úr því og skaf- ið kjötið innan úr með skeið. Skerið avókadóið í jafn stóra bita og laxinn. Bætið piparrót- inni og appelsínuberkinum út í og smakkið til með salti. ESTRAGONDRESSING 2 msk. majónes ½ sítróna, safi 1 msk. piparrót 1 msk. fínt skorið estragon Sjávarsalt Blandið öllu hráefninu saman og smakkið til með salti. ESTRAGONMELBA-BRAUÐ 3 msk. estragonolía 1 stk. langskorið brauð Penslið brauðið með olíunni og kryddið með salti. Setjið inn í 180 gráða heitan ofninn í 10 mín. EPLA- OG APRÍKÓSUBAKA MEÐ VANILLU- MASCARPONE-KREMI Fylling í böku 2 stk. epli, græn 250 g brómber 1½ msk. maizenamjöl 50 g sykur Skrælið og skerið eplin í teninga og setjið í skál með brómberjun- um, hellið sykrinum og maizena- mjölinu yfir eplin og brómberin og blandið öllu vel saman. Mascarpone-krem 250 g mascarpone-ostur 100 g hrásykur 1 stk. vanillustöng 1 stk. börkur af sítrónu Þeytið allt saman þar til krem- ið er orðið mjúkt og setjið í sprautupoka. Bökudeig 200 g smjör 200 g hrásykur 225 g hveiti (sigtað) 1 tsk. lyftiduft (sigtað) Þeytið smjör og hrásykur saman þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið þurrefnunum saman við smjörið og sykurinn og bland- ið varlega saman. Hitið ofninn upp í 180 gráður. Setjið eplin og brómberin saman í eldfast mót. Sprautið mascarpone-kreminu yfir eplin og brómberin og endið svo á að hjúpa allt saman með böku- deiginu. Bakið í 40 mín. eða þar til skorpan er orðin gullinbrún. MEISTARAKOKKUR Á SKJÁNUM Eyþór Rúnarsson snýr aftur á Stöð 2 og kennir áhorfendum réttu tökin í hátíðareldhúsinu Laxatartar Jólagjöfin hennar Ullarkápa Stærð 10-20 Verð aðeins 24.900 kr. Kjóll Verð aðeins 9.900 kr. Peysa Verð aðeins 7.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.