Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 68
„Ég er ekki alveg dauður enn, þótt það sé erfiður hjalli að verða fer- tugur,“ segir Steingrímur Þór- hallsson, organisti í Neskirkju, hlæjandi þegar hann er beðinn að segja frá því stórvirki sem hann og kórar Neskirkju eru að ráðast í, ásamt barokksveit og einsöngv- urum. Þar er um Jólaóratoríu J.S. Bach að ræða og flutningurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld, föstu- dag. Að jólatónleikar Neskirkju eru svona veglegir þetta árið helg- ast meðal annars af því að Stein- grímur verður fertugur á morgun, 6. desember. „Það eru ekki alveg allir sem fá að stjórna Jólaóratoríu Bachs áður en þeir verða fertugir en ég næ því fjórum tímum fyrr,“ segir hann glaðlega. „Málið er að ég er búinn að vera í panik yfir þessu afmæli síðan ég var þrjátíu og þriggja!“ Steingrímur segir Jólaórator í- una einstakt verk, barmafullt af gleði, birtu og þakklæti og eiga erindi til okkar allra. „Við lögðum upp með þetta stóra verkefni fyrir rúmu ári,“ segir hann og kveðst leggja mikið á kirkjukórinn. Svo er hann líka með stúlknakór sem hann er stoltur af. „Sumar stelp- urnar hafa verið hjá mér í nokk- ur ár og svo hafa komið nokkrar nýjar, öflugar, núna í vetur. Það er draumur hvers kórstjórnanda að fá krakka á þessum aldri inn í kóra- starfið.“ Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Hrólfur Sæmundsson barítón. „Við Hrólfur og Hallveig höfum fylgst dálítið að síðan í MH,“ segir Stein- grímur. „Við Hallveig höfum aldrei rifist og ég man eftir Hrólfi garg- andi uppi á sviði með einhverri popphljómsveit. Skildi ekkert í hversu mikið fór fyrir röddinni í honum en nú er hann bara orðinn einn af okkar helstu söngvurum á klassíska sviðinu. Ég hef líka oft unnið með Jóhönnu, hún er mikil barokkmanneskja, alveg yndis- leg og Þorbjörn er einn aðal guð- spjallamaður landsins.“ Það var hins vegar ekki alveg einfalt að stofna tuttugu manna barokksveit hér á landi en það tókst í haust og Steingrímur segir Peter Thompkins leiða hana eins og herforingi. „Það er gaman að geta flutt þetta fallega verk með barokkstillingu, það verður allt mildara,“ segir Steingrímur og bætir við: „Svo er þetta tækifæri fyrir íslenska spilara. Ef ég væri fiðluleikari þá vildi ég vera bar- okkfiðluleikari.“ gun@frettabladid.is Nær Jólaóratoríunni rétt fyrir fertugt Steingrímur Þórhallsson stjórnar kór og stúlknakór Neskirkju, stórri barokksveit og fj órum einsöngvurum í fl utningi Jólaóratoríu Bachs í Neskirkju í kvöld. ORGANISTINN „Jólaóratorían er einstakt verk, barmafullt af gleði, birtu og þakklæti,“ segir Steingrímur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég er uppalinn á Húsavík og þar hóf ég mitt tónlistarnám. Ég var verulega nálægt því að hætta kringum fermingaraldurinn en mamma og góðir kennarar afstýrðu því. Það var keyptur inn frábær kennari frá Bandaríkjun- um, David Thompson. Hann bara bjargaði mér, ég var hjá honum í tvö ár og reif mig gersamlega upp. Líklega lifi ég á því enn. ➜ Um upphaf tónlistarnámsins Jólasýning Möguleikhússins, Smið- ur jólasveinanna, snýr aftur nú fyrir jólin eftir alllangt hlé. Sýning- ar verða í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun og sunnudag- inn 14. desember klukkan 14 og einn- ig í Sögusetrinu á Hvolsvelli þriðju- daginn 9. desember klukkan 16. Smiður jólasveinanna var fyrst sýndur fyrir jólin 1992 og naut þá þegar mikilla vinsælda. Síðan hefur leikritið reglulega verið á dagskrá Möguleikhússins. Leik- ritið var einnig gefið út á geisla- diski fyrir jólin 1993. Höfundur og leikstjóri sýningarinnar er Pétur Eggerz, sem einnig hannaði leik- mynd ásamt Bjarna Ingvarssyni, tónlist gerði Ingvi Þór Kormáks- son og búningahönnuður er Helga Rún Pálsdóttir. Leikarar eru Val- geir Skagfjörð, Rósa Ásgeirsdóttir, Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz. Sýningin er ætluð börnum á aldr- inum 2-10 ára. Smiður jólasveinanna snýr aft ur Möguleikhúsið sýnir barnasýninguna Smiður jólasveinanna í Gerðubergi. SMIÐUR JÓLASVEINANNA Leikarar eru Valgeir Skagfjörð, Rósa Ásgeirsdóttir, Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz. MYND/MÖGULEIKHÚSIÐ FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK Fríkirkjan í Reykjavík Helgihald um jól og áramót 7. des. sun. kl. 20:00 Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld. Ræðumenn kvöldsins verða söngvaskáldið Svavar Knútur og séra Hjörtur Magni. Fram koma Einar Clausen, Svavar Knútur, Sönghópur Fríkirkjunnar, Barnakór Fríkirkjunnar, Skólakór Landakotsskóla, Þorgrímur Jónsson, kontrabassaleikari, Ásgeir Ásgeirsson, gítar- leikari og Gunnar Gunnarsson sem jafnframt er organisti kirkjunnar og stjórnandi sönghóps. Álfheiður Björgvinsdóttir er stjórnandi barnakórs. 14. des. sun. kl. 14:00 Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hefst með jólastund í kirkjunni. Síðan haldið upp í Safnaðarheimili og sungið og dansað í kringum jólatréð með jólasveininum. Kaffi og meðlæti fyrir alla. 21. des. sun. kl. 14:00 Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins. 24. des. mið. kl. 18:00 Aftansöngur á aðfangadagskvöldi. Söngkonana Nathalía Druzin Halldórsdóttir syngur einsöng. Sönghópur Fríkirkjunnar syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni þjónar fyrir altari. 24. des. mið. kl. 23:30 Miðnætursamvera á jólanótt. Páll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni talar til viðstaddra. Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti! 25. des. fim. kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt. sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. 31. des. mið. kl. 17:00 Aftansöngur á Gamlárskvöldi. MENNING 5. desember 2014 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.