Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 59
| FÓLK | 3
Tuborg-jólabjórinn er dökkgullinn
og með sterkri angan af karamellu,
korni, lakkrís og sólberjum. „Hann
passar einstaklega vel með jólamat,
reyktu og óreyktu svínakjöti, önd,
síld og hangikjöti,“ segir Guðmund-
ur Mar Magnússon, eða Gummi
brugg, bruggmeistari hjá Ölgerðinni.
Bestur með íslenska vatninu
„Það má segja að algjör sprenging
hafi orðið í sölu á Tuborg-jólabjórn-
um þegar við tókum alfarið yfir við
framleiðslu á honum fyrir nokkrum
árum en áður fyrr fluttum við hann
inn í tönkum og töppuðum á hér,“
segir bruggmeistarinn Gummi
brugg. Hann segir íslenska vatnið
líklega fara svona vel með þenn-
an vinsæla bjór. „Hann virðist víst
hvergi bragðast betur og höfum
við ekki undan að framleiða.“
Bærinn á hliðina
Mikil eftirvænting skapast ár-
lega þegar Tuborg-jólabjór-
inn fer í sölu á helstu börum
bæjarins klukkan 20:59
fyrsta föstudag í nóvember
ár hvert. „Dagurinn hefur
fengið nafnið J-dagurinn,
að danskri fyrirmynd, og er
farið í sérstakt skrúðgöngu-
rölt á milli helstu bara bæj-
arins sem hafa hafið sölu
á bjórnum. Þetta er orðin
mikil veisla og skemmtileg
hefð hefur skapast í kringum
þetta,“ segir Gummi brugg
en í ár tóku um 400 manns
þátt í göngunni og fögnuðu
komu Tuborg-jólabjórsins.
SÍFELLT RÍKARI HEFÐ FYRIR JÓLABJÓR
Tuborg-jólabjórinn hefur verið mesti seldi jólabjórinn á Íslandi undanfarin ár. Sérstök stemning fylgir bjórnum og því er
hátíð hjá mörgum þegar hann er loksins fáanlegur á börum bæjarins. Tuborg-jólabjórinn er bruggaður af Ölgerðinni Agli
Skallagrímssyni. Tuborg-jólabjórinn er lager í Vínarstíl. Í honum er bragðkeimur af karamellu og enskum lakkrís.
Bjórinn fer í sölu á helstu börum bæjarins klukkan 20.59, fyrsta föstudag í nóvember ár hvert.
„Það er óhætt að segja að Jóla-
gullið hafi slegið í gegn í ár en
þ a ð e r m e ð a l
allra vinsælustu
jólabjóra lands-
i n s , “ s e g i r
Guðmund-
ur Mar Magn-
ússon (Gummi
Brugg), brugg-
meistari hjá Öl-
gerðinni.
„ V i ð e r u m
hæstánægð
með mót tök-
urnar og líklegt
að ö l ið se l j -
i s t upp e i t t -
hvað fyrir jól.
Þet ta er t rú-
l e g a á g æ t i s
mæl ikvarð i á
þá bjórbyltingu
sem hefur átt
sér stað und-
anfarin ár hér-
lendis. Svona
margslunginn
og fjölþættur bjór hefði trú-
lega ekki hlotið svona góðar
viðtökur fyrir fáeinum
árum. En það hefur
margt breyst og nú
eru mun áhugaverð-
ari tímar í bjórum.
„Jólagullið í ár er
einstaklega metn-
aðarfullt. Um er að
ræða létt og ferskt
ö l , ger jað með
belgísku ölgeri
sem við feng-
u m s é r s t a k -
lega til lands-
ins í verkið. Til
að flækja þetta
svo aðeins er
þet ta k rydd-
að með app-
elsínuberki.
Be lg í ska ö l -
g e r i ð f r a m -
ka l la r sætan
bananakeim
sem í b land
við karamellu-
sætu maltsins mynd-
ar hárfínt mótvægi við
beiskju appelsínubark-
ar, negulnagla og kan-
ils. Útkoman er kast-
aníubrúnt öl með þéttri
froðu og flauels mjúku
e f t i r b r a g ð i . H v o r t
tveggja lykt og bragð
Jólagulls fellur eins og
ís í glas við íslenskan
hátíðarkost, þá helst
reyktan lax, ham-
borgarh rygg og
pöruste ik . Hann
passar ekki síður
með piparkökum
og ris à l‘amande.“
JÓLAGULL VINSÆLL
Sala á Jólagulli hefur rúmlega tvöfaldast milli ára en Ölgerðin kynnti til
leiks nýja og metnaðarfulla uppskrift í ár. Hlutdeild bjórsins af heildarjóla-
bjórssölu ÁTVR hefur farið úr 5% í tæp 10% það sem af er ári. Þar að auki
hefur sala á bari og veitingahús rúmlega fimmfaldast á sama tímabili.
Guðmundur segir
Jólagullið í ár ein-
staklega metnaðar-
fullt. „Það er gerjað
með belgísku ölgeri
sem við fengum sér-
staklega til landsins í
verkið.“
Guðmundur Mar
Magnússon