Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 36
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 36TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Sýningin Tryggvi Magnússon og skjaldarmerkið var opnuð þann 1. desember á Landsbókasafninu í til- efni þess að 70 ár eru liðin frá því að Ísland fékk fullveldi. Langafa barn Tryggva, Andrés Úlfur Helguson, stendur fyrir sýningunni. „Hann langafi var myndlistamaður eða eins og Goddur sagði þá var hann líklega fyrsti grafíski hönnuðurinn á Íslandi sem starfaði alfarið sem slík- ur,“ segir Andrés, en teikningarnar af skjaldarmerkjunum eru einungis lítið brot af verkum Tryggva. „Amma mín, Þórdís Tryggva- dóttir, varðveitti allt hans æviverk í myndum og riti og ætli teikning- arnar séu ekki um 3.000 talsins. Á þessu lá hún eins og ormur á gulli til fjörutíu ára og enginn fékk að róta í þessu. Ég gafst hins vegar ekki upp og fékk við og við að skoða myndirn- ar. Það fór svo að lokum þannig að fjölskyldan ákvað í sameiningu að gefa Landsbókasafninu verk hans,“ segir Andrés, en þar voru verkin hreinsuð og númerið og munu þau verða í varðveislu Landsbókasafns- ins til frambúðar. Þessi sýning verður líklega sú fyrsta af mörgum en Tryggvi á stórbrotinn feril að baki. Hann var annar tveggja teiknara Rafskinnu 1933-1943, myndskreytti fjölda barnabóka og þjóðsagna ásamt því að vera aðalhönnuður og teikn- ari Alþingishátíðarinnar 1930. Á sýningunni má sjá margar tillög- ur Tryggva og annarra teiknara að lýðveldisskjaldarmerki auk eldri skjaldar merkja Íslands. „Það er áhugavert að sjá þró- unina og á tímabili voru hugmyndir um að breyta merkinu í fálkamerki. Árið 1919 voru helstu myndlistar- menn þjóðarinnar fengnir til þess að gera tillögur að nýju skjaldarmerki, svokölluðu lýðveldismerki. Teikning Tryggva var samþykkt og opinberuð á ríkisráðsfundi 17. júní 1944 sem skjaldarmerki lýðveldisins Íslands. Kórónan var felld í burtu af merk- inu, lögun skjaldarins breytt. „Að auki var landvættunum bætt við merkið, sem er skemmtilegt því langafi var byrjaður að teikna land- vættirnar að minnsta kosti 20 árum áður,“ segir Andrés, sem nú vinnur að gerð ævisögu um langafa sinn. Hann biðlar því til þeirra sem ein- hverjar upplýsingar hafa um langafa hans eða þeirra sem vantar upplýs- ingar um hann og verk hans að hafa samband við sig og senda tölvupóst á netfangið skjaldarmerkid@gmail. com. adda@frettabladid.is Sýning á sögu skjaldarmerkis Íslands Langafabarn Tryggva Magnússonar, myndlistarmanns og teiknara skjaldarmerkis Íslands, setur upp sýningu á sögu skjaldarmerkisins í tilefni 70 ára lýðveldisafmælisins. GLÆSILEGAR TEIKNINGAR Andrés við verk langafa síns, teikningar af skjaldarmerki Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elskulegur eiginmaður minn, bróðir og mágur, MARINÓ ÞÓRÐUR JÓNSSON flugmaður og flugkennari, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Líknardeild LSH í Kópavogi. Berghildur Jóhannesdóttir Waage og fjölskylda Sigurður Jónsson, Sigurlína Guðnadóttir og fjölskylda Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA CAMILLA EINARSDÓTTIR sem lést á Droplaugarstöðum 26. nóvem ber, verður jarðsett frá Háteigskirkju þriðju daginn 9. desember kl. 13. Starfsfólk á Droplaugarstöðum, og fyrr í Lönguhlíð 3, fær kærar þakkir fyrir góða og hlýlega umönnun. Sigríður Stefánsdóttir Guðrún Edda Káradóttir Einar Kárason Anna Karen Káradóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýliskona mín, SIGURBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR Viðarrima 4, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. desember. Jakob Jónsson Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma okkar og systir, RAGNHEIÐUR HELGA ÓLADÓTTIR lést í faðmi fjölskyldu þann 30. nóvember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. desember kl. 15. Elías Rúnar Sveinsson Bjarni Bjarnason Katrín Júlíusdóttir Valgerður Bjarnadóttir Snorri, Júlíus, Kristófer Áki og Pétur Logi og systkini hinnar látnu. Faðir okkar og tengdafaðir, JÓN S. EINARSSON húsasmíðameistari, lést að morgni 3. desember á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Kristín Björg Jónsdóttir Jón Hlífar Aðalsteinsson Margrét Jónsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, SÓLVEIG ÁRNADÓTTIR Gullsmára 9, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 28. nóvember. Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju, Kópavogi, þriðjudaginn 9. desember kl. 11.00. Stefán Þórhallsson Ástkær eiginkona mín, stjúpmóðir og stjúpamma, FLÓRA SIGRÍÐUR EBENEZERSDÓTTIR lést þriðjudaginn 2. desember á Fjórðungs- sjúkrahúsi Ísafjarðar. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 13. desember klukkan 14.00. Halldór Sigurgeirsson Guðbjörg Halldórsdóttir Þórbergur Egilsson Hugrún Þórbergsdóttir Ólafur Jóhann Þórbergsson Ásdís Helga Þórbergsdóttir Finnland varð sjálfstætt ríki þennan dag árið 1917 en hafði verið undir stjórn Rússa frá 1808. Rússneska byltingin var í fullum gangi og Finnar notuðu tækifærið og lýstu yfir sjálfstæði. Bolsévikastjórnin viðurkenndi það en árið 1918 hófst blóðug borgarastyrjöld í kjölfar átaka milli hvítliða og rauðliða bæði í Finn- landi og Rússlandi. Henni lauk með sigri hvítliða í Finnlandi en rauðliða í Rússlandi. Saga Finna og Svía var samofin í yfir 700 ár. Sænska var ráðandi í stórum hluta Finn- lands og tungumál menningar og stjórn- sýslu. Rússar hertóku Finnland 1800 og heimtuðu að þeir slitu sem mest tengslin við Svía. Finnsk ritmenning varð til á fyrri hluta 19. aldar og 1892 var finnska gerð jafn rétthá sænskunni. ÞETTA GERÐIST 6. DESEMBER 1917 Finnar öðluðust sjálfstæði MERKISATBURÐIR 1796 Leikritið Slaður og trúgirni eftir Sigurð Pétursson er frum- sýnt í Reykjavíkurskóla. 1848 Gullæðið hefst í Kaliforníu er mikið magn gulls uppgötvast þar. 1926 Kvikmyndin Beitiskipið Pótemkín eftir Sergei Eisenstein er frumsýnd. 1932 Þýskættaði eðlisfræðingurinn Albert Einstein fær banda- ríska vegabréfsáritun. 1933 Áfengisbanni í Bandaríkjunum lýkur. 1936 Sovétríkin taka upp nýja stjórnarskrá og Kirgistan verður Sovétlýðveldi. 1945 Sveit fimm sprengjuflugvéla á vegum bandaríska flotans týnist í Bermúda-þríhyrningnum. 1968 Jarðskjálfti af stærðinni 6 stig finnst í Reykjavík. Hann á upptök sín í Brennisteinsfjöllum austan Kleifarvatns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.