Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 49
LÍFIÐ 5. DESEMBER 2014 • 11
MYNDAALBÚMIÐ
Með frumritin að Frozen og Disney-princess. Ég og Óliver Jack sonur minn. Teikningarnar mínar Fagur fiskur í sjó.
skoðað markaðinn vel þá sá ég að
það var glufa því það var ekki til
hárbók á skandinavískum markaði
með einföldum og fallegum hvers-
dagsgreiðslum. Flest allt sem ég
skoðaði var flókið og of „gert“ –
það er eitthvað sem þú sérð meira
gert á hárgreiðslustofum en heima
hjá þér. Ég vildi gefa öllum konum
tækifæri á að læra á hárið sitt og
læra að greiða sér sjálfar á einfald-
an og skemmtilegan máta.“
Ári síðar kom út önnur bók Theo-
dóru sem nefndist Lokkar og nú í ár
komu út bækurnar Disney Frozen
Hairstyles sem og Disney Princess
Hairstyles í samvinnu við Eddu út-
gáfu en þær hafa svo sannarlega
slegið í gegn hérna heima sem og
í Bandaríkjunum. „Bókin Disney
Princess Hairstyles kemur ein-
ungis út í Ameríku, hún er nýkom-
in út og er nú þegar búin að seljast
í mörgum tugum þúsunda eintaka
í forsölu!! Ég var einnig að frétta í
gær að hún er bók nr. 1 á lista Ama-
zon yfir „Amazon Hot New Re-
leases“ sem er fáránlega magnað,“
segir hún og bætir við að fimmta
bókin, Frozen 2, sé í burðarliðun-
um en þá bók gerir hún með hinni
hæfileikaríku Sögu Sig ljósmynd-
ara. „Ég er auðvitað brjálæðislega
þakklát öllum þeim sem komu að
gerð bókanna, en ég gerði þetta sko
ekki ein! Edda USA er 100% á bak
við bækurnar, þau taka alla áhætt-
una og hafa óbilandi trú á mér og
því sem mér dettur í hug, sem er
ómetanlegt. Bestu hlutirnir gerast í
góðu þverfaglegu umhverfi.“
Þannig kýs ég að lifa
Theodóra er yfirleitt með þús-
und og einn hlut í ofninum eins
og hún segir sjálf frá en er samt
alveg ótrúlega jarðbundin við nán-
ari kynni þrátt fyrir að vera hug-
myndaríkur sveimhugi. „Ég er
mjög slök á plönum og vil helst
ekki plana mig langt fram í tím-
ann, ég ræðst mjög mikið af til-
finningum og ef tilfinning mín er
ekki rétt gagnvart einhverju sleppi
ég því eða fer aðra braut. Þannig
kýs ég að lifa.“
Allt þetta skýrir það kannski
hvers vegna Theodóra getur sinnt
því að vera fjölskyldumanneskja,
skrifað bækur, sinnt hárgreiðslu-
störfum, „freelancað“ í myndatök-
um ýmiskonar, skrifað frábærar
færslur á Trendnet og núna, nýj-
asta nýtt, teiknað ótrúlega fallegar
fiskamyndir sem hún kallar Fagur
fiskur í sjó. „Ég pæli mikið í ferða-
mannabransanum og hvaða tákn-
mynd við Íslendingar notum til
að kynna land okkar og þjóð. Ís-
lenska sauðkindin hefur verið vin-
sæl táknmynd ásamt lundanum
og eldgosinu, en íslenski fiskur-
inn sem er jafnframt ein helsta út-
flutningsvara okkar, hefur lítið
verið notaður í fagurfræðilegum
tilgangi. Afurðir fisksins, roðið og
beinin, hafa verið notuð en fiskur-
inn sem slíkur hefur lítið verið not-
aður. Síðustu mánuði hef ég sökkt
mér ofan í fiskibækur og lesið mér
mikið til um alls kyns fiska á net-
inu og komist að því að fiskar eru
ótrúlega falleg dýr. Litadýrðin og
symmetrían í þeim er áberandi
og skemmtileg og heillast ég mjög
mikið af því. Mér fannst því tilval-
ið að teikna upp nokkra af uppá-
haldsfiskunum mínum við Íslands-
strendur með þessum hætti,“ segir
hún og bætir við að hún hafi allt-
af verið mikill teiknari sem aðal-
lega vann með penna eða blýant en
núna sé hún búin að færa sig yfir
í tölvuteikningu sem hafi blundað
lengi í henni. „Ég er svo rosalega
geómetrísk og hef ekki þolinmæði
fyrir því að nota reglustiku í teikn-
ingunum mínum. Tölvuteikning-
arnar verða miklu hreinni og skýr-
ari og svo er svo auðvelt að skipta
um liti og form án þess að þurfa að
teikna allt upp á nýtt.“ Vegir Theo-
dóru eru litríkir og fallegir og
virðist allt verða að ævintýri sem
hún kemur nálægt. Það verður því
fróðlegt að sjá hvað liggur fyrir
henni í nánustu framtíð en eitt er
víst að okkar manneskja leggur
ávallt hug og hjarta í þau verkefni
sem hún tekur sér fyrir hendur.
GRÍPTU GÆSINA
CHATEAU
SPORTÍS
MIKIÐ ÚRVAL AF CANADA GOOSE DÚNÚLPUM
DOWSON
CITADEL KENSINGTONSHELBURN
VICTORIA TRILLIUM
OPIÐ: MÁN. - FÖS. KL. 12 - 18 - LAU. KL. 12-16
MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS
MONTEBELLO