Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 26
5. desember 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Í ævintýrum Harrý Potter er einn sem
ekki má nefna á nafn. Í Hogwarts-skóla
má ekki segja Lord Voldemort, þó svo að
allt snúist um hann þegar upp er staðið.
Það er ekki frá því að þessi samlíking
komi upp í hugann, þegar umræða um
matarskatt á sér stað á Alþingi Íslendinga
þessa dagana. Þar tala allir um mikil-
vægi þess að matvöruverð sé lágt og að
það verði að gera hvað sem er til þess að
koma í veg fyrir hækkun á matvöruverði,
en það talar enginn þingmaður um Lord
Voldemort. Af hverju? Má ekki nefna
hann á nafn?
Tveir meginþættir ráða því að mat-
vöruverð á Íslandi er eins og það er. Bein
skattlagning á vöruna, en sama varan
getur verið skattlögð í mörgum þrep-
um, með magntolli, verðtolli, vörugjaldi,
umbúðagjaldi og síðast en ekki síst virðis-
aukaskatti. Hins vegar eru dulin álög
á heimilin hluti af vöruverði, þar sem
verndartollar og viðskiptahöft valda því
að verð á ákveðnum vörum er mun hærra
en það annars gæti verið. Það hafta- og
tollakerfi sem Alþingi hefur ákveðið að
íslensk heimili búi við, kostar heimilin
skv. nýjustu tölum OECD yfir 15 milljarða
króna árlega.
Öll þessi skattlagning fer í sama sjóð-
inn, ríkissjóð. Því er með öllu óskiljanlegt
að það þurfi mörg þrep skattlagningar til
þess eins að koma hluta af verðmæti einn-
ar vöru í ríkissjóð. Innfluttur rjómaís er
t.a.m. skattlagður í öllum fimm framan-
greindum þrepum. Síðasta þrepið, virðis-
aukaskattur, er líklega einungis um 15%
af heildarskattlagningu þeirrar vöru.
Nú er rætt um breytingu á síðasta
skattþrepinu, virðisaukaskatti úr 7% í
11%. Vörugjöld falla niður og einfalda þar
með innheimtu skatta af sömu vörunni.
Því ber að fagna. En betur má ef duga
skal. Af hverju nefnir enginn þingmaður
lækkun tolla í umræðu um verðlag á mat-
vöru? Aukið viðskiptafrelsi er augljós leið
til þess að bæta hag íslenskra heimila og
auka kaupmátt þeirra. Hvað tefur?
Ævintýri Harrý Potter á Alþingi
FJÁRMÁL
Finnur Árnason
forstjóri Haga
➜ Það hafta- og tollakerfi sem
Alþingi hefur ákveðið að íslensk
heimili búi við, kostar heimilin skv.
nýjustu tölum OECD yfi r 15 millj-
arða króna árlega. Öll þessi skatt-
lagning fer í sama sjóðinn, ríkissjóð.
Því er með öllu óskiljanlegt að það
þurfi mörg þrep skattlagningar til
þess eins að koma hluta af verð-
mæti einnar vöru í ríkissjóð.
Fúlir þingmenn Sjálfstæðisflokks
Það er manndómur þegar fólk segir
hug sinn og því er gott hjá Ragnheiði
Ríkharðsdóttur og Pétri Blöndal að
segjast vera vonsvikin yfir ákvörðun
Bjarna Benediktssonar, formanns
flokksins, um að skipa Ólöfu Nordal
í embætti innanríkisráðherra. Þau
tvö, það er Ragnheiður og Pétur,
höfðu ásamt nokkrum þingmönnum
öðrum, sóst eftir embættinu og
fengu ekki eins og allir vita.
Hætt er við að vonbrigði
vonbiðlanna vari í einhvern
tíma. Ákvörðun Bjarna slær
vopnin úr höndum margra
og hún mun örugglega verða
til að þess að sætta svekkta
fyrr en ella. Bjarni gerði alla
vega ekki upp á milli þing-
manna.
Brynhildur fagnar Einari forseta
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður
Bjartrar framtíðar, fagnaði á Alþingi í
gær að Einar K. Guðfinnsson hafnaði
að verða innanríkisráðherra. „Hann
er maður sátta og nýtur trausts þvert
á flokka. Ég vil biðla til hæstvirts
forseta um að vinna að því að breyta
vinnuhefðinni hér til hins betra. Við
getum ekki verið föst í því að svona
hafi þetta alltaf verið. Það er ekki
ásættanlegt,“ sagði Brynhildur.
Einar, sem er kurteis maður þakk-
aði fyrir sig; „Forseti vill þakka
hlý o rð í sinn garð.“ Brynhildur
óskaði eftir að Einar beitti sér
fyrir að hafa þingfundi
frekar að degi til
en um
nætur.
Tjáir forseta ástúð og alúð
Össur Skarphéðinsson varð ekki orða
vant þegar hann steig í ræðustól
Alþingis í gær. „Ég vil sömuleiðis tjá
hæstvirtum forseta, Einari K. Guð-
finnssyni, ást mína og alúð alla og er
honum hjartanlega þakklátur fyrir
að hafa fundist hlíðin sín fögur og
farið hvergi.“ Birgitta Jónsdóttir var
líka sátt við að Einar K. Guðfinnsson
hafnaði embætti innanríkis-
ráðherra. „Ég vil byrja á því
að lýsa yfir ánægju minni
með að hæstvirtur forseti sé
enn þá forseti, ég hef mært
forseta þingsins fyrir að halda
vel á málum hér þegar við
erum að glíma við
flóknar aðstæður.“
sme@frettabladid.is
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN
AÐGANG AÐ
TÓNLISTINNI Í ÖLLUM
HERBERGJUM
Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar
stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú
getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er.
S
veitarfélög sem sent hafa inn umsögn við frumvarp
nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám
lágmarksútsvars hafa öll lýst sig því andsnúin.
Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að í
stjórnarskrá sé sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélga stað-
festur. „Haldgóð rök og verulegir hagsmunir þurfa því að koma
til ef skerða á þennan ákvörðunarrétt. Bein íhlutun um lágmarks-
útsvar getur tæpast talist uppfylla þau skilyrði,“ segir þar.
„Óeðlilegt er að bundið sé í lög
að innheimta skuli að lágmarki
tiltekinn skatt af íbúum, hvort
sem þörf sé á honum til að sinna
lögboðnu hlutverki eða ekki.“
Í umfjöllun Fréttablaðsins
síðustu daga (sem og í umsögn-
um sveitarfélaga við frumvarpið)
hafa hins vegar komið fram
haldgóð rök sem sýna hversu fljótfærnisleg og skammsýn tillaga
þingmannanna er. Þannig bendir bæjarráð Sandgerðisbæjar á í
umsögn sinni að með afnámi lágmarksútsvarsins væri ýtt undir
aðstöðumun á milli sveitarfélaga og samkeppni þeirra á milli.
„Jafnframt væri hætta á því að ójöfnuður í samfélaginu myndi
aukast þar sem einstaka sveitarfélög gætu boðið útsvarsprósentu
sem væri miklum meirihluta þeirra ómögulegt að bjóða. Þá er
líklegt að skekkja myndi myndast á milli þess hvar fólk býr og
hvar það þiggur sína þjónustu,“ segir þar.
Í blaði gærdagsins furðar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í
Reykjavík, sig líka á hugmyndum oddvita Skorradalshrepps, sem
lýsti því áður í blaðinu hvernig lægra útsvar þar laðaði efnameira
fólk til hreppsins, fólk sem síðan ætti líka „athvarf“ í þéttbýlinu.
„Honum finnst spennandi að laða að sér efnameira fólk sem
þarf ekkert frá sveitarfélaginu og veita því afslátt frá sköttum.
Væntanlega í trausti þess að það flytji svo lögheimilið aftur ef
þörf á þjónustu breytist,“ sagði Dagur.
Í sömu frétt varar Dagur Jóhannesson landfræðingur við því að
lítil sveitarfélög sem búi við góðar tekjur, svo sem vegna virkjana,
geti lækkað útsvar úr hófi. Niðurstaðan gæti orðið að fólk flytji
þangað lögheimili án þess að búa þar að staðaldri. Heppilegra
væri að stærri svæði nytu góðs af virkjunum og starfseminni í
þeim sveitarfélögum.
Og þar liggur kannski hundurinn grafinn. Auðvitað eru sveitar-
félög á Íslandi allt of lítil. Lítil og tekjuhá sveitarfélög geta grafið
með þessum hætti undan sameiginlegri velferð í nágrannasveitar-
félögunum og lítil og fátæk sveitarfélög standa ekki almennilega
undir lögbundnum hlutverkum og stuðla að láglaunastefnu þeirra
allra vegna eigin hallæris.
Umgjörð sveitarfélaga þarf að skoða með miklu heildrænni
hætti en fram kemur í grunnhyggnu frumvarpi þingmannahóps-
ins. Eigi að afnema lágmarksútsvar þyrfti alveg örugglega um
leið að toga upp ákvæði um lágmarksstærð sveitarfélaga þannig
að ekkert þeirra geti verið stikkfrí í að veita borgurum landsins
þjónustu. Rætt hefur verið um að draga línuna við þúsund íbúa án
þess að sátt næðist um það. Líklega væri samt nær lagi að draga
línuna við tíu eða fimmtán þúsund.
Afnám lágmarks á einum stað í lögum um sveitar-
félög kallar á nýja lágmarkssetningu á öðrum:
Smæðin gagnast
ekki fjöldanum
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is