Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 92
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 68 S p or t k a fa ra fél a g Í s l a nd s stend ur fyrir óvenjulegu jóla- balli fyrir félagsmenn í Silfru á Þingvöllum 20. desember. Jólaballið, sem er árlegur viðburð- ur, er að mörgu leyti með hefð- bundnu sniði en þykir óvenjulegt fyrir þær sakir að það er haldið á bólakafi. „Við höldum í rauninni svona hefðbundið jólaball, nema ofan í vatni,“ segir Þór Ásgeirsson, for- maður Sportkafarafélags Íslands. „Við sökkvum jólatré með ljósum og hátölurum ofan í gjána.“ Jólatréð er skreytt seríu og jóla- skrauti. „Svo er kveikt á trénu og tónlistinni og kafararnir koma og leika sér í takt við tónlistina,“ segir Þór en jólaballið er fjölmennasta köfunin á vegum félagsins. „Þetta er svolítið sérstakt, ég veit ekki til þess að þetta sé gert annars staðar í heiminum. Jólasveinninn kemur á svæðið og svona.“ Að sögn Þórs eru Helga Möller, Svanhildur Jakobs og Ólafur Gauk- ur vinsæl á ballinu. „Það heyrist mjög vel í tónlistinni. Sumir tak- ast í hendur og reyna að dansa eða synda í kringum jólatréð,“ segir Þór og bætir við að það megi því segja að dansað sé í kringum jóla- tréð á þessu óvenjulega jólaballi. Þór segir að alltaf sé jafn gaman á ballinu. „Þarna hittast gamlir og nýir félagar. Við vonum að veðrið verði gott, þá er hægt að fá smá- kökur og kakó á bakkanum.“ - gló ➜ Helga Möller, Svanhildur Jakobs og Ólafur Gaukur eru vinsæl á ballinu. FÖSTUDAGSLAGIÐ „Ég komst að því að það er bara bölvað púl að sitja svona fyrir,“ segir Gunnlaugur Jónasson, Gulli, fyrrverandi bóksali á Ísafirði, sem á dögunum landaði sínu fyrsta fyrir sætuverkefni 85 ára gamall og sat óvænt fyrir í nýja Geysis- tímaritinu. „Þetta var nú í gegnum klíku- skap. Barnabarnið mitt þekkti ein- hvern þarna í hópnum og vissi að það vantaði kall svo hún bað mig um að koma,“ segir Gulli. „Þetta var heilmikið umstang. Ég er nú svo sem enginn fagmaður, ég var bara settur í úlpu og svo var smellt af, ætli þetta hafi ekki verið um fimmtíu myndir,“ segir hann. Myndatökur fyrir Geysisbækl- inginn áttu að fara fram fimmtudag einn í nóvember og voru allir mætt- ir vestur nema sminkan og fyrir- sæturnar, sem áttu að koma með flugi. Vegna veðurs komust þau ekki og voru þá góð ráð dýr. Gulli, sem áður starfaði sem bóksali á Ísafirði, hafði gaman af þessu óvænta og nýja verkefni svo það liggur beint við að spyrja hvort hann ætlaði að taka að sér fleiri fyrirsætuverkefni. „Ja, ég hef nógan tíma núna svo það er aldrei að vita nema maður nái einhverjum frama sem fyrir- sæta. Ég hef nú bara landað þess- um eina samningi, en ef menn hafa áhuga þá bara hafa þeir samband við mig,“ segir hann. Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti sá um stíliseringu í mynda- tökunni og endaði hún sjálf á for- síðu tímaritsins. „Það var smá panikk, engar fyrirsætur og góð ráð dýr. Sænski ljósmyndarinn Elisabeth Toll kom til landsins til að sjá um myndaþáttinn þrátt fyrir annríki svo það var ekkert svigrúm fyrir aukadaga,“ segir Hulda Halldóra, en hún ásamt hár- greiðslukonunni og aðstoðarljós- myndaranum tók að sér nýtt hlut- verk fyrir framan myndavélina. Að auki fengu þau nokkra vel- viljaða Vestfirðinga til þess að vera fyrirsætur í einn dag. „Það er ótrúlegt hvað allir voru hjálp- legir. Ísfirðingar og Flateyringar eiga þakkir skilið fyrir einstaka gestrisni,“ segir hún. adda@frettabladid.is Hóf fyrirsætuferilinn óvænt 85 ára gamall Gunnlaugur Jónasson, gamall bóksali á Ísafi rði, sat fyrir á myndum fyrir Geysi. Ég hef nú bara landað þessum eina samningi, en ef menn hafa áhuga þá bara hafa þeir samband við mig. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir mörgum árum, þegar ég fékk ljós- myndabókina The Earth from The Air eftir Yann Arthus-Bertr- and. Ég heillaðist af myndunum og hefur síðan þá alltaf langað að prenta svona loftmyndir á efni,“ segir Ágústa Hera Harðardóttir fatahönnuður. Hún, ásamt vini sínum Sigurjóni Sigurgeirssyni, hannar leggings- buxurnar Föðurland. „Pabbi Sigurjóns, Sigurgeir Sig- urjónsson ljósmyndari, var að taka svona myndir og úr því varð þetta samstarf til,“ segir Hera, en mynd- irnar eru allar teknar yfir Land- eyjasandi. „Við erum með fjórar mismunandi týpur núna og það eru margir litir í buxunum, sand- litaður, blár, fjólublár og myntu- grænn. Það var smá mál að finna nógu gott efni og við fórum út um allan heim að leita,“ segir Hera, en hún endaði í Kína þar sem efnið er prentað. Nafnið á buxunum, Föðurland, segir Hera hafa tvíþætta merk- ingu. „Þetta eru myndir af land- inu okkar, föðurlandinu, og svo eru buxurnar bómullarföðurland eða nokkurs konar innanbæjarföður- land,“ segir hún. - asi Myndir af föðurland- inu á leggingsbuxum Fatahönnuðurinn Ágústa Hera Harðardóttir hannar leggingsbuxur með loft myndum af Íslandi. FÖÐURLAND Ágústa Hera Harðardóttir fatahönnuður ásamt Sigurjóni Sigurgeirssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Halda óvenjulegt jólaball á bólakafi í Silfru Árlegt jólaball Sportkafarafélags Íslands verður haldið í Silfru á Þingvöllum 20. desember næstkomandi. SPORTKAFARI Þór Ásgeirsson segir að það sé alltaf jafn gaman á ballinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég fékk þessa hugmynd fyrir mörgum árum, þegar ég fékk ljósmynda bókina The Earth from The Air. PIPA R \ TBW A • SÍA • 14 4136 „Smash Into You með Beyoncé Knowles, ég er bara í rólegheitunum með kertaljós á leið í jólasaumó.“ Karen Lind Tómasdóttir, bloggari á Trendnet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.