Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 40
2 • LÍFIÐ 5. DESEMBER 2014 Leiðin til árangurs er ekki leynd- armál – heldur kerfi!“ Þessi orð frumspekingsins Florence Scovel Shinn urðu upphafið að því að ég fór að líta markmiða setningu og gerð framkvæmdaáætlana öðrum augum. Þegar þú byrj- ar að koma markmiðum þínum í framkvæmd með kerfis bundnum hætti, aukast líkurnar á að ná árangri á öllum sviðum lífsins. Hálfnað verk þá hafið er Sumir eiga það til að slá hlut- um á frest. Sér í lagi verkefn- um sem virðast flókin í fram- kvæmd. Góð leið til að koma sér af stað er að ákveða hver lokaút- koman á að vera. Þarna koma vel skilgreind markmið að góðum notum. Þegar þú getur séð loka- útkomuna skýrt fyrir þér, er komið að því að brjóta verkefnið niður í einingar. Spurðu þig hvað þarf að gera fyrst, hvað næst og svo koll af kolli. Ef þú notast við blað og penna til að skrá niður ferlið, próf- aðu þá að nota stórar arkir og sjálflímandi miða í mismunandi litum til að aðgreina ólíka þætti verkefnisins. Einnig geturðu notað mismunandi lita penna og myndir til að veita þér innblást- ur. Ef þú ert meiri tölvumann- eskja, geturðu kynnt þér for- rit sem eru ætluð til þess að hjálpa þér að skipuleggja verk- efnin þín og koma þeim í verk. Sum þessara forrita eru án end- urgjalds eins og til dæmis trello. com. Trello er bæði vefsíða og snjallforrit fyrir síma. Með hjálp Trello geturðu hlutað verkefnið niður í meðfærilegar eining- ar. Þú getur búið til tékklista og deilt út verkefnum meðal sam- starfsfólks. Það er tilvalið að nota myndir til hvatningar. Hagnýt ráð Eitt af því sem hefur reynst mér best þegar ég upplifi að eitthvað sé yfirþyrmandi og ég á erf- itt með að koma mér að verki, er að hreyfa mig meira. Líkam- leg hreyfing kemur hlutunum á hreyfingu. Prófaðu að standa upp frá tölv- unni, hlustaðu á uppáhaldslag- ið þitt og dansaðu um skrifstof- una. Eða farðu í kraftgöngu með teyminu þínu í stað þess að halda hefðbundinn fund. Þetta á sér- staklega vel við ef þið þurfið að finna lausnir eða fá nýjar hug- myndir. Sumir eiga það til að slá hlutum á frest. NORDIC PHOTOS/GETTY VISSIR ÞÚ... LÍFIÐ MÆLIR MEÐ ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 ● Umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is Ábyrgðarmaður Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is ● Hönnun Silja Ástþórs- dóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Saga Sig. Förðun Karin Kristjana Hindborg ● Fatnaður 17 ● Stílisering Hilrag Lífi ð www.visir.is/lifid ● að það er meiri ávaxtasykur í sítrónum en jarðarberjum ● að fólk hlær að meðaltali 10 sinnum á dag ● að munnurinn á þér framleiðir einn lítra af munnvatni á dag ● að hiksti endist oftast í 5 mínútur ● að tepokinn var fundinn upp árið 1908 LÁTTU HENDUR STANDA FRAM ÚR ERMUM Markmiðasetning þarf ekki að vera flókin en stundum vefst hún fyrir fólki. Hérna eru nokkur frábær ráð sem auka líkurnar á því að þú náir sem bestum árangri. Góð leið til að koma sér af stað er að ákveða hver lokaútkoman á að vera. Ásgeir Orri Ásgeirsson er hluti af hinu vinsæla StopWa- itGo-teymi en þeir eru að gera tónlistina fyrir Hrein- an Skjöld á Stöð 2 ásamt því að vera að vinna með ara- grúa af erlendu og íslensku hæfileikafólki. Ásgeir stundar crossfit af krafti og þessi laga- listi er tilvalinn í ræktina, út á lífið eða til að rífa mann í gegnum prófalesturinn! GET LOW DILLON FRANCIS, DJ SNAKE GDFR (FEAT. SAGE THE GEMINI AND LOOKAS) FLO RIDA LEAN BACK TERROR SQUAD OCEAN LCAW RADIO EDIT - ANDREAS MOE TEN FEET TALL AFROJACK, WRABEL MY WORLD IGGY AZALEA 0 TO 100/THE CATCH UP DRAKE I DON’T FUCK WITH YOU BIG SEAN, E-40 ALL THAT DILLON FRANCIS, TWISTA, THE REJECTZ POUR SOME SUGAR ON ME DEF LEPPARD KRAFTUR FYRIR CROSSFIT Lífið mælir með því að þú nýtir fal- legu listasöfnin og galleríin sem borgin hefur upp á að bjóða. Það er svo sannarlega af nægu að taka um þessar mundir. Hrafnhildur Arnardótt- ir er með áhugaverða sýningu sem nefnist TILFELLI OG NÝ LOÐVERK í Hverfisgalleríinu, allar jólavættir borgarinnar eru búnar að koma sér fyrir í Hafnarhúsinu og munu gleðja gesti safnsins allan mánuðinn og í Listasafni Íslands er sýning á völdum verkum úr safneign ásamt sýningu á vídeóverki eftir Sigrúnu Hrólfsdóttur. … LISTASÖFNUM BORGARINNAR Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi CPC og stofnandi EddaCoaching Heilsuvísir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.