Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 42
4 • LÍFIÐ 5. DESEMBER 2014 Desember heiðrar okkur með nærveru sinni einu sinni á ári. Hans er beðið með mikilli eftir- væntingu en stundum er eins og hann dulbúist sem boðberi vel- líðunar og gleði, en undir niðri veldur hann oft álagi og sam- viskubiti. Margir fyllast kappsemi við að ljúka verkefnum sem ekki náðust á árinu eins og að huga betur að heilsunni og komast í kjólinn fyrir jólin. Aðrir fara í metnaðarfullan jólaundirbún- ing og líta á það sem skyldu að skreyta heimilið, vera með fimm smákökusortir að ógleymdu heimagerðu piparkökuhúsi. Til viðbótar er desember orðinn mánuður samverustunda þar sem hvert jólahlaðborðið á fætur öðru býður betri og fjölbreytt- ari málsverði. Eins rómantísk og ofangreind lýsing hljómar, þá virðist það vera svo að dásam- legi desember sé með allt of margar óskrifaðar reglur. Kveddu samviskubitið Þar sem ekki er hægt að treysta á nútímatækni og lifa í þeirri von að klónun hefjist innan tíðar, þarf kannski að endurskrifa óskrifuðu reglurnar í desemb- er. Mig langar að koma með til- lögur. Þar sem markmiðið er að kveðja samviskubit og álag sem ferðafélaga á aðventunni er mik- ilvægt í upphafi mánaðar að skipuleggja sig vel. Búa þarf til raunhæfar væntingar með fjöl- skyldunni um hvað á að gera og gefa öllum meðlimum, bæði stórum og smáum, tækifæri til að velja eitt ákjósanlegt verkefni eða atburð. Með þessum undir- búningi fara allir samstilltir inn í vikurnar og fjölskyldan getur látið sig hlakka til sameiginlegra verkefna. Velja þarf úr skipulögðum at- burðum með vinnufélögum og vinum sérstaklega í ljósi þess að enn hefur það ekki verið sannað að samverustund í desember sé meira gefandi en í janúar. Ákjós- anlegt er því að fresta sumu fram yfir hátíðirnar. Gleðjum og njótum Að lokum er mikilvægasta til- laga þessa pistils: Njótum fjöl- skyldunnar og fólksins í kring- um okkur frekar en veraldlegra hluta. Vöndum okkur við að dvelja í og njóta þeirra stunda sem við erum að upplifa hverju sinni. Það er segin saga að hamingja fjölskyldunnar veit- ir meiri gleði en allir pakkarn- ir undir jólatrénu samanlagt. Ef við skipuleggjum og veljum vel, vöndum okkur við það að gleðja og njóta, verða óskrifuðu regl- urnar í dásamlegum desemb- er tilhlökkunarefni allt árið í kring. DÁSAMLEGI DESEMBER Jólamánuðurinn getur verið mikill álagstími fyrir fjölskyldur og stundum fullmikið kapp lagt á herlegheitin. Metnaðurinn nær hámarki og það þarf helst allt að gerast í þessum eina mánuði Hamingja fjölskyldunnar veitir meiri gleði en allir pakkarnir undir jólatrénu samanlagt. „Þar sem ekki er hægt að treysta á nútímatækni og lifa í þeirri von að klónun hefjist innan tíðar, þarf kannski að endurskrifa óskrifuðu reglurnar í desember.“ Ragnhildur Bjarkadóttir Hrefna Hugosdóttir fjölskylduráðgjafar Ekki vanmeta mátt svefnsins en hann er einn mikilvægasti þátt- ur þess að halda góðri heilsu. Nýttu helgina í að hlaða batterí- in og endurnærast á líkama og sál. Svefn er bestur til þess, passaðu að fá 7-8 tíma svefn á hverri nóttu og njóttu þess að slaka á og kúra. HOLLRÁÐ HELGARINNAR Fáðu nægan svefn STREITURÁÐ VIKUNNAR Ef þú átt við vandamál að stríða skaltu leita lausna. Ef þú ræður ekki við það, leitaðu þá stuðnings og fáðu ráð. Ekki fresta þessu því það veldur þér bara innri streitu. Ekki fresta því að leita lausna N ýlega sá ég myndband sem sýndi hvað konur gera þegar þær eru einar heima hjá sér. Þetta eru hlutir eins og að skoða á sér brjóstin, bæði kreista þau saman, toga, lyfta og at- huga hvort þeirra er stærra en hitt. Auðvitað var einnig sungið um alla íbúð, horft á sjónvarpið nakin með rauðvínsglas og stað- ið fyrir framan spegilinn í mjög langan tíma að grandskoða hvern krók og kima andlitsins. Og gagn- rýna, það má ekki gleyma því. Ekki hrósa, bara gagnrýna. Ég man eftir svipuðu atriði hjá stelp- unum í Beðmál í borginni. Þær sögðu að þetta væru leynihlutirn- ir sem makinn mætti alls ekki sjá því þá myndi hann ekki ná honum upp aftur, eða eitthvað svoleiðis. Mér finnst þetta áhugaverð pæl- ing því í mínum huga er það ein- mitt lýsandi fyrir hjarta sam- bandsins að geta gert þessa hluti með þeim eða þeirri sem maður elskar. Það að opinbera sig alger- lega og vera gjörsamlega með ekkert að fela og þá vonandi fær það makann til að verða enn ást- fangnari af manni því þarna er þitt raunverulega sjálf. Þetta frá- bæra sjálf sem vinkonur og vinir sjá og dýrka mann og dá út af. Ég held að þegar maður er alltaf að passa sig og sýna ákveðið and- lit þá haldi maður aftur af sér og jafnvel setji stoppara á hversu djúpt ástin getur þróast. Drama- tískt, ég veit, en pældu aðeins í þessu. Niðurstöður tveggja nýlegra rannsókna bentu til þess að pör sem hafa verið í fjarsambandi eru líklegri en önnur pör til að hætta saman þegar þau loks eru saman á sama stað. Stundum höldum við að við þurfum að sýna makanum okkur í ákveðnu ljósi og að sumt þoli ekki dagsljósið. Ég púa á slíkt. Varla er hægt að halda uppi ein- hverjum leik þegar annað fólk býr með nefið ofan í koppnum okkar. Kveðjusetning fyrrverandi elskhuga minna hefur gjarn- an verið: „Þú ert frábær, en bara ekki fyrir mig, en lofaðu mér að þú munir ekki breytast.“ Það er nefnilega aðlaðandi að vera þú sjálf/-ur þótt það henti ekki öllum. Mín heimahegðun er að vakna syngjandi og greina heimilis- mönnum frá draumförum nætur- innar, hanga í náttfötunum fram- eftir, horfa á draugaþætti í baði, binda hárið í fáránlegan hnút, fá mér nammi og snakk ofan á ristað brauð og skola því niður með lítra af mjólk. Hver á sína eigin heima- hegðun. Þetta má vera skrítið en það er einmitt málið. Þetta ert þú og ekkert sem þú þarft að skamm- ast þín fyrir eða fela. Fólki finnst þú frábær en þú verður líka að hleypa að þér og leyfa því að sjá hversu innilega frábær þú ert. LEYNIHEGÐUN FÓLKS Í SAMBÖNDUM „Þetta eru hlutir eins og að skoða á sér brjóstin, bæði kreista þau saman, toga, lyfta og athuga hvort þeirra er stærra. Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? 100% hreinar Eggjahvítur Fjölvítamín frá náttúrunnar hendi Án allra aukaefna! Gerilsneyddu eggjahvíturnar eru frábær valkostur í jólabaksturinn. Hugsaðu um hollustuna, veldu eggjahvítur frá Nesbúeggjum. Ís le ns k framleiðsla Heilsuvísir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.