Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 5. desember 2014 | SKOÐUN | 27 Sáuð þið síðasta Downton Abbey í sjónvarpinu? Oh, lafði Crawley var í svo flottum kjól. Og matur- inn! Af hverjum borðum við ekki svona fínan mat á hverjum degi í dag? Og hattarnir. Af hverju erum við ekki lengur með hatta? Flest vitum við að Downton Abbey er skáldskapur. Lífið í hinu stéttskipta enska samfé- lagi við upphaf 20. aldar var ekki svona glamorús í alvörunni. Ef Downton Abbey ætti eitthvað skylt við fortíðina væri hin geð- þekka vinnukona, Anna, skítug upp fyrir haus og Crawley lávarð- ur danglaði oftar í herra Bates en hundinn sinn. Það eru þó einstaka menn sem virðast ekki þekkja muninn á fortíð og skáldskap. Grimmúðlegir tímar Hann fæddist sjötíu árum áður en veraldarvefurinn var fund- inn upp en samt er hann virkur á Twitter. Ef hann væri ekki orðinn 91 árs væri hann framtíð breska Verkamannaflokksins. „Ég kom í heiminn á því herrans ári 1923,“ sagði Harry nokkur Smith í ræðu á flokksfundi nýverið. „Æska mín, rétt eins og æska flestra annarra á þessum tíma, var ekki að neinu leyti eins og þáttur í Downton Abbey. Þetta voru grimmúðlegir tímar, frumstæð- ir tímar.“ Og hvers vegna voru þessir tímar svona grimmúðlegir samkvæmt Harry? „Vegna þess að heilsugæsla fyrir almenning var ekki til.“ Í ræðu sinni rifjaði Harry upp þjáningarfull öskur nágranna- konu sem dó hægum, kvala- fullum dauðdaga sökum krabba- meins. Hún hafði ekki efni á að kaupa morfín til að stilla verk- ina. Hann rifjaði upp þegar hann missti systur sína úr berklum. Líki hennar var kastað í ómerkta fátækragröf. Ræða Harrys var magnþrung- in og mátti sjá tár á hvarmi víða um salinn. Eftir að Harry lauk máli sínu ætlaði fagnaðarlátun- um aldrei að linna. Afturvirkir átthagafjötrar En hingað heim. Starfsfólk Fiski- stofu afhenti sjávarútvegsráð- herra áskorun í upphafi vik- unnar þar sem þess var krafist að hætt yrði við að flytja höfuð- stöðvar Fiskistofu frá Hafnar- firði til Akureyrar. Næsta dag bárust fréttir af því að ríkis- stjórnin hefði samþykkt, sam- kvæmt tillögu forsætisráðherra, að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Meðal annars er lagt til að ráðherrar fái auknar heimildir til að færa stofnanir á milli sveitarfélaga. Ekki verður komist að annarri niðurstöðu en þeirri að Sigmund- ur Davíð sé búinn að horfa aðeins of mikið á Downton Abbey. For- tíðarblætið er slíkt að maður óttast að næst verði teknir upp afturvirkir átthagafjötrar: Allir þurfa að flytja til þess staðar sem langafi þeirra bjó á. Í torfkof- ana með ykkur! Niður með flat- skjáina, upp með Njálu, fokk Nike Free, allir í sauðskinnsskóna, kerti og spil í jólagjöf frá Fram- sóknarflokknum handa öllum, áfram Ísland! En ekki frekar en í hinu raun- verulega Downton Abbey var lífið í íslenskum torfkofum sá glamúr sem framsóknarmenn virðast telja. Húsfreyjur liðu ekki draumkennt um baðstofuna, lögu- legar í upphlutum sínum eins og Nigella Lawson, með nýsteiktar pönnsur í annarri og spenvolga mjólk í hinni á meðan húsbóndinn fór með húslestur og hugleiddi svo karlkyns steríótýpur í Íslend- ingasögunum er hann dundaði sér við að mjólka kýrnar. Nei, það voru lýs og mýs, það var kal og einangrun í afdal, það var hungur og dumbungur. Ríkisstjórninni virðist hins vegar ekki nægja að snúa við þróun mannsins þegar kemur að búferlaflutningum úr sveitum í borgir. Hún virðist staðráðin í að bakka alfarið með framfarir vestrænnar siðmenningar eins og þær leggja sig. Hinn raunverulegi forsendubrestur Við Íslendingar erum rík þjóð í flestum skilningi þess orðs. Við eigum auðæfi, auðlindir og mann- auð. Við búum við frið á landi sem er óumdeilanlega okkar. Fram- sóknarflokkurinn vann kosn- ingasigur vegna loforðs um að leiðrétta meintan forsendubrest. Tíndir hafa verið til 80 milljarð- ar úr ríkiskassanum sem ríkis- stjórnin dreifir nú eins og jóla- sveinar til húsnæðiseigenda sem setja skóinn sinn út í glugga. Hinn raunverulegi íslenski forsendu- brestur er hins vegar allt annar. „Við megum aldrei hætta að passa upp á heilbrigðiskerfið okkar,“ sagði Harry Smith í ræðu sinni á flokksþingi Verkamanna- flokksins. „Ef við gerum það verður framtíð ykkar fortíð mín.“ Hinn raunverulegi íslenski for- sendubrestur er sá að ein ríkasta þjóð í heimi er að glopra niður heilbrigðiskerfinu sínu. Á hverj- um degi berast okkur sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin á Landspítalanum því þau eru biluð. Ég veit ekki með framsóknarfólk sem virðist óska okkur öllum hins fábreytta sveitalífs forfeðra okkar, en sjálf kæri ég mig ekki um að fortíð Harry Smith verði framtíð mín. Skítt með heilbrigðiskerfið Í DAG Sif Sigmarsdóttir rithöfundur Ekki verður komist að annarri niðurstöðu en þeirri að Sigmundur Dav- íð sé búinn að horfa aðeins of mikið á Downton Abbey. Fortíðarblætið er slíkt að maður óttast að næst verði teknir upp afturvirkir átt- hagafjötrar: Allir þurfa að flytja til þess staðar sem langafi þeirra bjó á. AF NETINU Því miður Íslenskir læknar hafa menntað sig á bestu háskólasjúkrahús- um í Evrópu og Ameríku án nokkurs kostnaðar fyrir íslenska ríkið. Sá kostnaður sem til hefur fallið hafa læknar staðið fyrir. Fá lönd hafa notið viðlíka vildarkjara þegar kemur að sérnámi lækna. Hvað þá að meirihluti sérfræðinga sæki menntun sína hjá stórum heimsþekktum háskólasjúkrahúsum, slíkt gerist ekki einu sinni í þeim löndum sem þeir sérmennta sig í. Það er þess vegna sem ég óttast að ef læknastéttin upplifir höfnun núna af hálfu ríkisvaldsins að læknar muni sækja til þeirra landa sem þeir menntuðu sig í eða þeir yngri koma ekki heim úr sérnámi. http://blog.pressan.is Gunnar Skúli Ármannsson Á dögunum birtust ritdómar Björns Þórs Vilhjálmssonar um bækurnar Englaryk eftir Guð- rúnu Evu Mínervudóttur og KOK eftir Kristínu Eiríksdóttur. Ollu dómarnir miklu fjaðrafoki. Fyrir þá sem ekki eru kunnir íslenskri umræðuhefð kann að vera erfitt að skilja hin hörðu viðbrögð sem þeir framkölluðu, enda var um að ræða yfirvegaða, rökstudda skoðun rýnanda á verkunum þar sem rætt var um stíl og frásagn- armáta bókanna. Hvort sem fólk kann að vera sammála niðurstöðu dómanna eður ei er í sjálfu sér auka atriði, enda er sjaldan hægt að ræða gæði bókmennta nema á huglægan hátt og oft er það jafn- vel bundið tíðaranda. Viðbrögð sumra vel þekktra radda í bókmenntageiranum voru því miður af öðrum meiði. Einn verðlaunahöfundur uppnefndi rýn- andann „pungrottu“ og annar gaf í skyn að hann hataði aðra skáldkon- una á sama tíma og hann dreymdi um að sofa hjá henni. Okkur fannst afar leitt að sjá þessa höfunda tjá skoðun sína með þessum hætti, enda berum við ómælda virðingu fyrir þeim og skrifum þeirra. Áður höfum við gagnrýnt yfir- borðskennda bókmenntaumræðu Íslands og þá leiðu staðreynd að meirihluti bókaútgáfu sé ávallt sömu tvo mánuðina rétt fyrir jól. Það að bókadómar birtist einna helst á sama tíma fyllir umræðuna af upphrópunum og innihaldsrýr- um stjörnudómum, en tímapressan verður of mikil fyrir bæði rithöf- unda og gagnrýnendur til að virki- legt samtal geti átt sér stað. Í þessu samhengi geta rithöf- undar og bókaforlög verið eins og hver annar hagsmunahópur sem ekki þolir gagnrýna umræðu um sig sjálfan, sama á hvaða forsend- um hún byggir. Það er aldrei auð- velt að heyra að einhverjum mis- líki það sem maður hefur skrifað, en þann fyrsta í aðventu er meira í húfi. Í hita leiksins virðist jafn- vel allt í húfi. Landlægt mein? Hörð viðbrögð við gagnrýni ein- kenna ekki bara umræðu um bók- menntir. Eftirminnilegt er þegar Jón Viðar Jónsson var bannfærður úr Borgarleikhúsinu fyrir að gagn- rýna listræna stefnu þess. Alvar- legri dæmi er þó að finna í Íslands- sögunni. Fram til ársins 1994 var gagnrýni á embættismenn bönnuð með lögum ef hún þótti ókurteis- leg, og gat varðað þriggja ára fang- elsisdómi fyrir að benda á, meðal annars, lögregluofbeldi. Það þurfti dóm frá Mannréttindadómstóli Evrópu til að hnekkja þessum ólög- um, líkt og hann hnekkir nú ítrek- að meiðyrðamálum sem höfðuð eru gegn fjölmiðlafólki. Er þetta óþol við gagnrýninni umræðu mögulega landlægt mein? Að minnsta kosti virðist erfitt hér á landi að nálgast umræðuna á faglegum forsendum án þess að blanda persónum inn í hana. Ef það er eitthvað sem við þurf- um að læra hér á landi þegar að umræðu kemur er það að við þurf- um ekki að skipa okkur í lið. Gagn- rýni er nefnilega ekki persónuleg árás rýnanda á höfund og hún er ekki hlægilegt hjal í leiðindapúk- um. Þetta er ekki við á móti þeim. Munum að þeim sem fjalla um bókmenntir er jafn annt um þær og þeim sem þær skrifa. Eins og Roland Barthes var tíð- rætt um er höfundurinn dauður. Er ekki tími til kominn að við sýnum gagnrýnandanum sömu virðingu? Að við leyfum honum líka að hvíla í friði. Í kjölfar þessara margumræddu dóma glutraðist niður gott tæki- færi til að hefja góða og haldbæra umræðu um viðkomandi bækur. Látum það ekki gerast aftur. Ræðum saman og tökumst á um bókmenntirnar, um innihald text- ans, rökin og fagurfræðina, ekki um ímyndaðar fýsnir eða slúður- sögur. Ræðum saman af ástríðu, kjarki og rökfestu. Af bókmenntaumræðu MENNING Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson rithöfundar ➜ Ef það er eitthvað sem við þurfum að læra hér á landi þegar að umræðu kemur er það að við þurfum ekki að skipa okkur í lið. Gagnrýni er nefnilega ekki persónuleg árás rýnanda á höfund og hún er ekki hlægilegt hjal í leiðinda- púkum. Þetta er ekki við á móti þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.