Fréttablaðið - 05.12.2014, Side 50

Fréttablaðið - 05.12.2014, Side 50
12 • LÍFIÐ 5. DESEMBER 2014 E yþór Rúnarsson steig sín fyrstu skref í sjónvarpi sem einn af þremur dóm- urum í Master chef Ís- lands fyrir tveimur árum. Hann snýr nú aftur á skjáinn og nú með sinn eigin matreiðslu- þátt sem að hann kallar Eldhús- ið hans Eyþórs. Fyrsti þátturinn fór í loftið í gærkvöldi og er lögð áhersla á hátíðarmatinn núna í desember. „Í þessum þremur fyrstu þáttum elda ég jólamat eins og ég vil helst hafa hann, allt frá forréttum til eftirrétta. Ég fer einnig í eina góða heim- sókn í hverjum þætti þar sem ég kynni mér áhugaverða hluti sem tengjast mat og drykk,“ segir Eyþór. Sjálfur er Eyþór alinn upp í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem hefðin var að borða rjúpu í hátíðarmatinn á heimilinu. „Ég er alinn upp við að borða rjúpu en konan mín hamborgarhrygg. Við vorum búin að þrasa um þetta í nokkur ár hvað við ættum að borða en svo tók ég af skar- ið fyrir einhver jólin og ákvað að prufa að elda fyllta önd. Það er nú gaman að segja frá því að við höfum ekki haft annan jóla- mat síðan og allir sáttir. Sonur okkar, sem er fjögurra ára, er alsæll með þennan jólamat en nú reynir á hvað dóttirin segir en þetta eru fyrstu jólin sem hún fær jólamat,“ segir hann og bætir við að hann komi til með að elda öndina í næstu viku. Öllu vanur Eyþór er öllu vanur í eldhúsinu og var hluti af kokkalandsliði Íslands í sjö ár og fyrirliði þess síðustu þrjú árin sín í liðinu. „Ég fór í fjórar stórar keppn- ir með liðinu á þessum tíma. Það var gríðarlega skemmtileg- ur og krefjandi tími. Mig lang- ar að nota þetta tækifæri og óska landsliðinu til hamingju með frábæran árangur á nýaf- stöðnu heimsmeistaramóti en það náði 5. sæti, sem er besti árangur Íslands hingað til,“ segir Eyþór, stoltur af kolleg- um sínum. Nýlega tók okkar maður við stöðu yfirkokks á heilsuveit- ingastöðum Gló og njóta við- skiptavinir veitingastaðanna góðs af hæfileikum Eyþórs. „Það var kærkomin tilbreyting að byrja að vinna á Gló og mat- reiðslan öðru vísi en ég hafði áður unnið við. Í dag eru veit- ingastaðirnir fjórir en verða fimm á næstu vikum.“ Það er því nóg að gera hjá Eyþóri og spennandi tímar fram undan bæði í sjónvarpinu sem og á Gló. LAXATARTAR MEÐ ESTRAGON-DRESSINGU Á MELBA-BRAUÐI 6 msk. ólífuolía 4 greinar estragon 1 msk. rósapipar 200 g lax 1 stk. sellerístöngull (fínt skorinn) ½ stk. skalottlaukur (fínt skorinn) 1 stk. avókadó 2 msk. fínt rifin piparrót ½ appelsína, börkur Blandið ólífuolíu og estragoni saman í morteli og maukið vel. Takið um 3 msk. af olíunni frá og geymið til að setja á melba- brauðið. Bætið rósapiparn- um út í olíuna og brjótið hann niður. Skerið laxinn niður í litla bita og setjið hann í skál með skal ottlauknum og selleríinu. Skerið avókadóið langsum og takið steininn úr því og skaf- ið kjötið innan úr með skeið. Skerið avókadóið í jafn stóra bita og laxinn. Bætið piparrót- inni og appelsínuberkinum út í og smakkið til með salti. ESTRAGONDRESSING 2 msk. majónes ½ sítróna, safi 1 msk. piparrót 1 msk. fínt skorið estragon Sjávarsalt Blandið öllu hráefninu saman og smakkið til með salti. ESTRAGONMELBA-BRAUÐ 3 msk. estragonolía 1 stk. langskorið brauð Penslið brauðið með olíunni og kryddið með salti. Setjið inn í 180 gráða heitan ofninn í 10 mín. EPLA- OG APRÍKÓSUBAKA MEÐ VANILLU- MASCARPONE-KREMI Fylling í böku 2 stk. epli, græn 250 g brómber 1½ msk. maizenamjöl 50 g sykur Skrælið og skerið eplin í teninga og setjið í skál með brómberjun- um, hellið sykrinum og maizena- mjölinu yfir eplin og brómberin og blandið öllu vel saman. Mascarpone-krem 250 g mascarpone-ostur 100 g hrásykur 1 stk. vanillustöng 1 stk. börkur af sítrónu Þeytið allt saman þar til krem- ið er orðið mjúkt og setjið í sprautupoka. Bökudeig 200 g smjör 200 g hrásykur 225 g hveiti (sigtað) 1 tsk. lyftiduft (sigtað) Þeytið smjör og hrásykur saman þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið þurrefnunum saman við smjörið og sykurinn og bland- ið varlega saman. Hitið ofninn upp í 180 gráður. Setjið eplin og brómberin saman í eldfast mót. Sprautið mascarpone-kreminu yfir eplin og brómberin og endið svo á að hjúpa allt saman með böku- deiginu. Bakið í 40 mín. eða þar til skorpan er orðin gullinbrún. MEISTARAKOKKUR Á SKJÁNUM Eyþór Rúnarsson snýr aftur á Stöð 2 og kennir áhorfendum réttu tökin í hátíðareldhúsinu Laxatartar Jólagjöfin hennar Ullarkápa Stærð 10-20 Verð aðeins 24.900 kr. Kjóll Verð aðeins 9.900 kr. Peysa Verð aðeins 7.990 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.