Fréttablaðið - 22.12.2014, Síða 1

Fréttablaðið - 22.12.2014, Síða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Mánudagur Sími: 512 5000 22. desember 2014 300. tölublað 14. árgangur SKOÐUN Ásbjörn Björg vins- son vill láta náttúruperlurnar njóta vafans. 34 MENNING Jónas Sen gerir upp klassíska tónlistarárið 2014 og er harla glaður. 44 LÍFIÐ Tólf ára sópran- söngvari syngur á tvennum jólatónleikum. 70 SPORT Tíu íslenskir þjálf- arar koma til greina sem næsti þjálfari West Wien. 60 Í fyrra vorum við á Íslandi til 18. desember en eyddum jól-unum á Korsíku. Mér fannst þá eins og jólin væru búin þegar við komum út í hitann, eftir að hafa verið hér í snjó og jólaljós-um, með jólalögin í eyrunum,“ segir Guðrún Anna Matthíasdótt-ir, en hún býr á eyjunni Korsíku ásamt manni sínum, Raphael Leroux. Þetta á ið ÁTVEISLA FRAM UNDIR MORGUNHEIMILI Guðrún Anna Matthíasdóttir býr á eyjunni Korsíku ásamt manni sínum en þar stendur jólaborðhaldið fram á nótt. Í ár njóta þau hvítra jóla heima á Íslandi en Guðrún á barnabók í jólabókaflóðinu. MARGNOTA POKIRoll up bin kallast pokar eftir Michael Charlot. Pokarnir eru úr vatnsþéttu og sterku plasti og er ætlað að þjóna ýmsum hlutverkum. Pokann má nota sem blómapott, ruslafötu, ísfötu og dótakassa. Hægt er að ráða stærð pokans með því að rúlla niður efsta kantinum. SÉRBLAÐ Fólk 2 DAGAR TIL JÓLA OPIÐ TIL 22 Í KVÖLD Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gjöf sem lifnar við Sími 512 4900 landmark.is Eitt verð, allar stærðir! STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluút- tekt á samstarfssamningum mennta- og menningarmálaráðuneytisins við rannsóknarfyrirtækið Rannsóknir og greining ehf. Telur Ríkisendur- skoðun fullt erindi að kanna nánar hvernig málum er háttað með gerða samninga og hvort þeir standist lög og reglur. Forkönnun Ríkisendur- skoðunar er nú lokið með þeirri niður stöðu að kafa þurfi frekar ofan í samvinnu og samskipti ráðuneytis- ins við fyrirtækið. Sjónum verður meðal annars beint að því ferli sem viðhaft var hjá ráðuneytinu þegar ákvörðun var tekin árið 1999 um að útvista þeim æskulýðsrannsóknum sem Rann- sóknarstofnun uppeldis- og mennta- mála hafði sinnt fram að því. Þær rannsóknir runnu inn í einkahluta- félag án þess að aðrir gætu boðið í það verk eða keypt rannsóknarhlut- ann af menntamálaráðuneytinu. Fréttablaðið greindi frá því þann 30. september að Rannsóknir og greining ehf. hefði frá árinu 2006 fengið yfir fimmtíu milljónir króna frá hinu opinbera í gegnum samning við menntamálaráðuneytið. Síðasti samningur við fyrir tækið var undir- ritaður 12. janúar 2009. Hann var af þeirri stærð að lög um opinber inn- kaup heimiluðu ekki samningagerð án þess að útboð hefði farið fram. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoð- unar, taldi fullt tilefni til að skoða umrædda samninga. Við aðalúttekt- ina verður kannað hvort ákvarð- anataka um framhald rann- sóknanna var í samræmi við lög og reglur, þar á meðal lög um opinber innkaup. Þá verð- ur sjónum beint að því hvort gætt hafi verið jafn ræðis í styrkveitingum ráðuneyt- isins til málaflokksins og hvernig aðgengi að gögn- um sem aflað er fyrir opinbert fé er háttað. „Ríkisendurskoðun telur fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðun- ar. Samkvæmt 4. grein laga um opin- ber innkaup taka þau til samninga um fjárhagslegt endurgjald og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu,“ sagði Kristín þann 30. september síðastlið- inn. Stefnt er að því að Ríkisendurskoðun birti niðurstöður aðal- úttektar í opinberri skýrslu til Alþingis í lok febrúar 2015. - sa Stjórnsýsluúttekt hafin á samningum ráðuneytis Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á samningum ríkisins við Rannsóknir og greiningu ehf. Forkönnun sögð gefa fullt tilefni til að skoða málin betur og kanna hvort gerðir samingar standist lög og reglur. Bolungarvík 0° NA 16 Akureyri -1° NA 8 Egilsstaðir 1° NA 10 Kirkjubæjarkl. -2° N 8 Reykjavík 0° NA 8 NA hvassviðri NV-lands og snjókoma, en bjartviðri S og SV-til. Hiti um eða yfir frostmark við sjávarsíðuna en annars frost 1-5 stig. 4 SKELKUÐ Fjöldi manns heimsótti Jólaþorpið í Hafnarfi rði um helgina og upplifði þar jólastemningu. Þeirra á meðal voru Ásdís Hulda og Þóra Arnórsdóttir, móðir hennar, en eitthvað virðist jólasveinninn hafa hrætt stúlkuna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVEITARSTJÓRNARMÁL Rétt rúm 2,9 prósent íbúa Reykjavíkur búa í göngufæri við næstu vínbúð. Þetta kemur fram í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um tillögu sjálfstæðismanna þar sem lagt er til að borgarstjórn skori á Alþingi að samþykkja frumvarp um að áfengi megi selja í almenn- um verslunum. Í borginni búa um 120 þús- und manns og af þeim um 3.500 í göngufæri við vínbúð. „Áfengi er hluti af neysluvöru borgarbúa og ljóst að fáar og illa staðsettar áfengisverslanir rík- isins vinna gegn markmiði aðal- skipulags, að umhverfi daglegrar verslunar borgarbúa verði hverfis- væddara,“ segir meðal annars í ályktunartillögunni sem borgar- stjórn vísaði til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði. Göngufæri er skilgreint sem fjögur hundruð metra fjarlægð frá áfangastað. - gar / sjá síðu 16 VÍNHILLA Líkast til fara fáir gangandi að sækja fljótandi veitingar í áramótafagnað- inn fram undan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fyrirkomulag vínbúða ÁTVR styður ekki markmið aðalskipulags Reykjavíkur: Tæp 3% í göngufæri við vínbúð STJÓRNSÝSLA Einkahlutafélagið Rannsóknir og greining ehf. hefur frá árinu 2006 fengið yfir 50 millj- ónir króna frá hinu opinbera, í gegn- um samning við menntamálaráðu- neytið, til að vinna að rannsóknum á högum ungs fólks. Ekki var leitað útboðs eða tilboða annarra aðila sem sinna æskulýðs- rannsóknum vegna þessara styrkja. Í fjárlögum ár hvert er liður undir æskulýðsmálum sem nefnist æsku- lýðsrannsóknir. Frá árinu 2006 hefur 57 milljónum króna verið varið í málaflokkinn og meginþorri þess fjármagns sem fer í málaflokk- inn rennur til Rannsóknar og grein- ingar. Kristín Halldórsdóttir, sviðs- stjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendur- skoðunar telur fullt tilefni til að skoða þennan samning nánar. „Ríkis endurskoðun hefur á undan- förnum árum haft samningamál ráðuneytanna til sérstakrar skoð- unar og birt samtals tíu skýrslur um þau mál. Með hliðsjón af athuga- semdum Ríkisendurskoðunar er varða samningamál ráðuneytanna telur stofnunin fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoð- unar,“ segir hún. Sögu einkahluta- félagsins má rekja aftur til ársins 1997 þegar Björn Bjarnason, þáver- andi menntamálaráðherra, ákvað að leggja niður Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (RUM). Upp úr því varð til Námsmatsstofn- un en rannsóknarhluti RUM var gef- inn eftir til nýstofnaðs fyrirtækis, Rannsókna og greiningar ehf., sam- kvæmt ákvörðun Björns. Á þessum tíma, frá 1997-1998, var Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsókna og greiningar ehf., í hálfu starfi fyrir menntamálaráðherra, Björn Bjarna- son, og í hálfu starfi hjá rannsókn- ardeild Rannsóknarstofnunar upp- eldis- og menntamála. Einnig var hún aðstoðarmaður bæði Davíðs Oddssonar og Ólafs G. Einarssonar á kjörtímabilinu 1991-1995. - sa / sjá síðu 8 50 milljónir króna fram hjá lögum um opinber innkaup Einkahlutafélag, sem stundar æskulýðsrannsóknir og er í eigu fyrrverandi aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar, hefur fengið samtals um 50 milljónir frá ríkinu frá árinu 2006. Samningur var undirritaður í byrjun árs 2009 fram hjá lögum um opinber innkaup. Ríkisendurskoðun vill taka samninginn til skoðunar. FRÉTTIR „Benecos-snyrtivörurnar hafa slegið í gegn hér á landi fyrir þær sakir að þær eru lífrænt vottaðar, náttúrulegar og á verði sem ekki hefur áður sést hér á landi á slíkum vörum. Það er því vel þess virði að skoða þessar vörur,“ segir Elísabet Guðmundsdóttir, viðskipta- stjóri snyrtivara hjá Gengur vel. „Einnig hefur mikil vitundarvakning orðið úti um allan heim um innihaldsefni snyrtivara. Rannsóknir sýna að sum innihaldsefni snyrtivara hafa fundist í krabbameinsæxlum og því er það mikil- vægt nú sem aldrei fyrr að vera vel upp- lýstur um þau,“ segir Elísabet. MÆLIR MEÐ BENECOS „Fyrir mörgum árum byrjaði ég að skipta yfir í eiturefnalausar og lífrænar snyrtivörur af því mig langaði ekki til að bera á mig efni sem ég þekkti ekki og vissi ekki hvaða áhrif myndu hafa á mig og mína. Á þessum tíma gekk ég með fyrsta barnið mitt. Þar sem húðin er stærsta líffærið og allt sem við berum á hana fer inn í líkamann og þaðan út í blóðrásina og hefur þannig áhrif á alla líkamsstarfsemina fannst é mjö FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR GENGUR VEL KYNNIR Benecos, þýsku snyrtivörurnar sem hlotið hafa fjölda viðurkenninga, eru lífrænt vottaðar og náttúrulegar snyrtivörur. HEILSUTORG HÁSKÓLANEMA Heilsutorg háskólanema hefur starfsemi 7. október. Á Heilsutorgi geta nemendur Háskóla Íslands sótt heild- ræna heilbrigðisþjónustu en þjónustuna veita nemendur í framhaldsnámi við Heilbrigðisvísindasvið undir hand- leiðslu leiðbeinenda. Nánar á heilsugaeslan.is. 10-70%afslátturaf völdum ö BarskáparGlerskáparSkenkarSpeglarSófaborðBókahillur SófasettTungusófarHornsófarStakir sófarBorðstof b SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR BARNAAFMÆLI ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Kynningarblað Kyn ingarblað ÞJÓNUSTA ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 VIÐ FATLAÐA OG LANGVEIKA M EST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Þriðjudagur 14 3 SÉRBLÖÐÞjónusta við fatlaða og langveika | Barnaafmæli | Fólk Sími: 512 5000 30. september 2014 229. tölublað 14. árgangur Með hliðsjón af athugasemdum Ríkisendur- skoðunar … telur stofnunin fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðunar.Kristín Halldórsdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun. MENNING Konan við 1000°er sigur fyrir lista- menn Þjóðleikhússins. 22 LÍFIÐ Verzlingar setja upp Rómeó og Júlíu með nýstár- legum hætti. 30 SPORT Atli Guðnason hélt upp á þrítugsafmælið sitt með glæsibrag. 26 Opið allan sólarhringinní Engihjalla, Vesturbergiog Arnarbakka THE MORE YOU USE ITTHE BETTER IT LOOKS Bolungarvík 7° S 8 Akureyri 9° S 6 Egilsstaðir 11° SA 13 Kirkjubæjarkl. 9° S 9 Reykjavík 8° SSV 11 HVASSVIÐRI Í dag verða sunnan 10-18 m/s, hvassast SV-til í fyrstu. Víða rigning en úrkomulítið NA-til Hiti 6-11 stig. 4 VEÐRIÐ VELDUR USLA Stormasamt veður lék íbúa á höfuðborgarsvæðinu og víðar grátt í gær. Samkvæmt Veðurstofu Ís- lands er ný lægð komin upp að landinu sem er þó minni um sig en krappari. Hvassviðri og væta munu fylgja henni um allt land nema á Norðausturlandi. Veðrið verður verst vestast á landinu í dag og verður vikan vætu- og vindasöm um nánast allt land. „Þetta er týpískt haustlægðatímabil eins og það er aktívast og markar það að haustið er sannarlega komið,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKOÐUN Þröstur Ólafsson skrifar um tangarhald bænda á íslensku þjóðinni. 16 LÖGREGLUMÁL Maður sem grun- aður er um að hafa orðið eigin- konu sinni að bana í Stelkshól- um á laugardag heldur því fram að konan hafi framið sjálfsvíg. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þrengt hafi verið að öndunar vegi konunnar svo hún hlaut bana af. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins var notast við einhvers konar band eða snæri við verknaðinn. Farið hefur verið fram á geð- mat yfir manninum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur maðurinn ekki átt við alvarleg geðræn vandamál að stríða.Barnaverndarnefnd hefur unnið að því að koma börnum hjónanna í vistun hjá vinafólki, þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Bróðir konunnar er hins vegar á leið til landsins frá Póllandi. - hó / sjá síðu 6 Heldur fram sakleysi sínu: Segir um sjálfs- víg að ræða NEYTENDUR Neytendastofa hefur bannað Íslandsbanka að beita ákvæði um endurskoðun vaxta vegna fasteignaláns sem tekið var á árinu 2005. Sigurður Freyr Magnússon tók sex milljóna króna verðtryggt lán með 4,15 prósenta vöxtum hjá Íslandsbanka. Í skilmálum lánsins, eins og mörgum fleir- um, var kveðið á um að bank- inn gæti breytt vöxtum að fimm árum liðnum. Ef Sigurður felldi sig ekki við slíka ákvörðun gæti hann greitt upp lánið. Í fyrra fékk Sigurður til- kynningu frá bankanum um að vextirnir myndu hækka í 4,85 prósent. „Ég gerði ráð fyrir því þegar ég tók lánið að vextir myndu lækka á markaði og þá fengi maður lægri vexti en því var ekki að heilsa,“ segir Sig- urður. Hann benti meðal annars á að ekki hefði verið skilgreint með hvaða hætti vextirnir væru breytilegir og við hvaða aðstæð- ur þeir breyttust. Neytendastofa segir að í skil- málum skuldabréfsins séu engar upplýsingar gefnar um það til hvaða þátta sé litið við vaxta- ákvörðun eða við hvaða aðstæður vextir breytist og það stangist á við lög. Var bankanum bannað að beita þessu ákvæði, engu skipti þótt borga mætti upp lánið án uppgreiðslugjalds. Samkvæmt Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafull- trúa Íslandsbanka, er nú verið að fara yfir úrskurð Neytendastofu í bankanum. - gar / sjá síðu 4 Neytendastofa segir ákvæði í lánaskilmálum frá Íslandsbanka ekki standast lög: Bannað að endurskoða vextina Ég tel að Neytenda- stofa sé þarna að taka ákvöðun af ákveðnu hugrekki ef þessir skilmálar hafa verið útfærðir með sambærilegum hætti víða. Sigurður Freyr Magnússon Kjósa um verkfall Allt stefnir í verkfallsaðgerðir hjá félagsmönnum Læknafélags Íslands eftir marga árangurslausa fundi. 2 Barist gegn fátækt Utanríkis- ráðherra ávarpaði allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna í gær. 4 Bændur óánægðir með MS Mik- illar óánægju gætir meðal kúabænda sem eru aðilar að Auðhumlu og þar með eigendur að Mjólkursamsölunni vegna starfshátta hennar. 10 Talið er að 36 hafi látist Fimm lík til viðbótar fundust við tind japanska eldfjallsins Ontake í gær. 12 TÓNLIST Syro með breska raftón- listarmanninum Aphex Twin er besta erlenda plata ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Platan hlaut jafnmörg stig og Lost in the Dream með The War on Drugs en reglurnar eru þannig að plat- an sem er með fleiri tilnefning- ar kemst hærra á heildarlistanum. Syro hlaut fimm tilnefningar en Lost in the Dream hlaut fjórar og því fellur sigurinn í skaut Aphex Twin í ár. Skammt undan er St. Vincent með sína fjórðu plötu. Athygli vekur að 59 plötur fengu atkvæði hjá álitsgjöfunum í ár og skiptust stigin því á ansi margar hendur. - fb / sjá síður 48 og 49 Erlenda plata ársins valin: Aphex Twin á bestu plötuna APHEX TWIN 30.09.2014 Fréttablaðið sagði frá samningunum 30. septem- ber síðastliðinn. Tífalt dýrara að bíða Þegar komið er að illa förnu landi vegna jarðvegs- og gróðureyðingar er endurheimt þess margfalt dýrari aðgerð en sú að koma í tíma í veg fyrir skaðann. 18 Erfitt að ná hræjunum Tólf hestar liggja drukknaðir í ísilagðri Bessa- staðatjörn. Um helgina uppgötvaðist að þeirra væri saknað. 2 Ferðafrelsi skert Fatlað fólk gagn- rýnir nýjar verklagsreglur Ferðaþjón- ustu fatlaðra. 4 Vilja auka neyslu ferðafólks Auglýsingaverkefnið Ísland allt árið verður framlengt út árið 2016 undir merkjum Inspired by Iceland. 10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.