Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 22.12.2014, Qupperneq 6
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 M e ð í s l e n s k um r jóma G A M A L D A G S MENNING Um helmingur lands- manna ætlar að borða hamborgar- hrygg í aðalrétt á aðfangadag sam- kvæmt nýrri könnun MMR. Aðrir algengir aðalréttir eru lambakjöt, rjúpur og kalkúnn. Alls 50,4 prósent aðspurðra sögð- ust ætla að borða hamborgarhrygg, 8,7 prósent rjúpur og 8,5 prósent kalkún. Svínakjöt, annað en ham- borgarhryggur, verður á borðum 4,5 prósenta aðspurðra en 17,2 pró- sent sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti. MMR kannaði einnig hvað fólk ætlar að borða eftir aldri, búsetu og stuðningi við stjórnmála- flokka. „Þeir sem tilheyrðu aldurs- hópnum 50-67 ára borða síður hamborgarhrygg á aðfangadags- kvöld en aðrir hópar. Þeir sem til- heyrðu aldurshópnum 50-67 ára voru hins vegar líklegri til að borða lambakjöt en aðrir,“ segir í tilkynningu MMR. Samkvæmt könnuninni borða íbúar á landsbyggðinni frekar lambakjöt á aðfangadag en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Ham- borgar hryggur er þó vinsælast- ur hjá báðum hópum. „Lambakjöt nýtur meiri vin- sælda sem aðalréttur á aðfanga- dag á meðal stuðningsfólks Fram sóknarflokksins en stuðn- ingsfólks annarra flokka. Stuðn- ingsfólk Vinstri-grænna sagðist frekar ætla að borða rjúpur sem aðalrétt á aðfangadag en stuðn- ingsfólk annarra flokka.“ - hg Lambakjöt nýtur meiri vinsælda á aðfangadag hjá stuðningsmönnum Framsóknarflokksins en öðrum: Hamborgarhryggurinn enn langvinsælastur BANDARÍKIN Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana við skyldu- störf í New York á laugardagskvöld. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, fordæmdi í gær morðið á lög- reglumönnunum. Obama sagði að lögreglumenn- irnir myndu ekki eiga afturkvæmt til ástvina sinna „og það er með engu móti hægt að réttlæta það,“ sagði hann. Talið er að mennirnir hafi verið skotnir einungis vegna þess að þeir voru einkennisklæddir í lögreglu- búningum. Byssumaðurinn hafði nokkru áður birt hatursummæli um lögregluna á netinu. Í yfirlýsingu sinni sagði Obama: „Ég fordæmi morðin á lögreglu- mönnunum í New York-borg. Lög- reglumenn sem þjóna og vernda samfélag okkar stefna sér í hættu fyrir okkur á hverjum einasta degi og verðskulda virðingu okkar og þakklæti,“ sagði Obama, en forset- inn er nú í fríi á Havaí. Byssumaðurinn heitir Ismaaiyl Brinsley og er 28 ára gamall. Hann hafði birt skilaboð á samfélags- miðlum um að hann hygðist myrða lögreglumenn í hefndarskyni fyrir Eric Garner, svartan mann sem féll þegar lögreglumenn reyndu að handtaka hann fyrir að selja sígar- ettur í New York. Fyrr í mánuðinum ákvað dóm- stóll að ekki yrðu gefnar út ákær- ur vegna mannsins. Í nóvember ákvað dómstóll einnig að ekki yrðu gefnar út ákærur á hendur hvítum lögreglumanni sem skaut Michael Brown, óvopnaðan 18 ára ungling, til bana í Ferguson í Missouri. Bill Bratton, lögreglustjóri í New York, sagði í yfirlýsingu vegna atviksins að mennirnir hefðu verið skotnir fyrirvaralaust. „Þeir voru einfaldlega teknir af lífi. Þeir voru valdir vegna einkennisbúninganna þeirra og vegna þess að þeir kusu að gegna því hlutverki að halda borginni öruggri,“ sagði Bratton. Eftir að hafa myrt lögreglumenn- ina hljóp byssumaðurinn að neðan- jarðarlestarstöð þar sem hann svipti sig lífi. Lögreglustjórinn segir að áður en Brinsely myrti lög- reglumennina hafi hann ráðist að fyrrverandi unnustu sinni í Balti- more og sært hana. Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, hvatti alla þá sem sjá ein- hvers konar hótanir á samfélags- miðlunum til þess að tilkynna slík- ar hótanir til lögreglu. Lögreglumenn voru síðast myrtir í New York árið 2011. jonhakon@frettabladid.is Barack Obama fordæmdi morð á lögreglumönnum Tveir lögreglumenn í New York voru myrtir á laugardagskvöld. Málið vekur óhug vestra. Obama forseti segir að lögreglumenn, sem hætti lífinu fyrir öryggi borgaranna, eigi að njóta virðingar hjá almenningi í hvívetna. WILLIAM J. BRATTON Lögreglustjórinn í New York segir að lögreglumennirnir hafi verið teknir af lífi. Hér sést Bratton með Bill de Blasio borgarstjóra á blaðamannafundi. NORDICPHOTOS/AFP JÓLABORÐ Samkvæmt könnuninni er hamborgarhryggur vinsælastur hjá þeim sem eru með 400-599 þúsund krónur í heimilistekjur á mánuði. Lög reglu- menn sem þjóna og vernda samfé- lag okkar, stefna sér í hættu fyrir okkur á hverjum einasta degi og verðskulda virð- ingu okkar og þakklæti. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Fjölskylda Browns hafnar öllu ofbeldi Fjölskylda Michaels Brown, sem féll fyrir hendi lögreglumanna, fordæmdi árásina á lögreglumennina tvo um helgina. „Við höfnum öllu ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Slíkt er ekki hægt að líða. Við verðum að vinna saman að því að stilla til friðar í samfélaginu,“ sagði í yfirlýsingu frá fjöl- skyldunni. „Við hugsum til fjölskyldna lögreglumannanna og biðjum fyrir þeim á þessum erfiðu tímum,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. 1. Íslensk kona var handtekin í Hol- landi fyrir smygl. Hvaða eiturlyfi smyglaði hún? 2. Gísli Rafn Óskarsson starfar fyrir alþjóðleg hjálparsamtök. Hvað heita þau? 3. Við hvaða erlenda plötufyrirtæki gerði hljómsveitin Kaleo útgáfusamn- ing? SVÖR SKATTAR Persónuafsláttur ein- staklinga hækkar um 0,8 prósent fyrir árið 2015 eða um 404 krónur á mánuði. Skattleysismörk verða 142.153 krónur að teknu tilliti til fjögurra prósenta lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu launþega. Fram kemur hjá fjármálaráðu- neytinu að tekjuskattur verður áfram lagður á í þremur þrepum. Á fyrsta þrepinu, launum upp að 309 þúsund krónum á mánuði, er lagður á 22,86 prósenta skattur. Af næstu 527 þúsund krónum eru reiknuð 25,3 prósent og 31,8 af efsta þrepinu. Við bætist svo útsvarsprósenta sveitarfélaga. - sa Persónuafsláttur óbreyttur: Tekjuskattþrep eru áfram þrjú VIÐSKIPTI Bandaríska prentara- fyrirtækið Xerox hefur valið Advania sem Samstarfsfélaga ársins 2014 (Partner of the year). Aðeins eru þrjú ár síðan Advania og Xerox hófu samstarf. Nokkrar ástæður eru gefnar fyrir því að Advania hlaut þenn- an titil. Frammistaða fyrirtæk- isins fór langt fram úr því sem vonast hafði verið eftir auk þess að hafa fundið eigin lausnir á þeim verkefnum sem fyrirtæk- ið stendur frammi fyrir. Adv- ania hefur einnig stefnt að því að verða leiðandi í hérlendum prent- lausnum. - jóe Valið Samstarfsfélagi ársins: Viðurkenning fyrir Advania VERÐLAUNAÐIR Hluti starfsmanna prentsviðs Advania. MYND/ADVANIA VEISTU SVARIÐ? 1. MDMA 2. NetHope 3. Atlantic Records
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.