Fréttablaðið - 22.12.2014, Side 20

Fréttablaðið - 22.12.2014, Side 20
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 20 Red Wing 49.990.- Libertine-Libertine 16.990.- Norse Projects 23.990.- Norse Projects 8.990.- NÁTTÚRA Hraunið sem renn- ur frá eldstöðinni í Holuhrauni þekur nú 80 ferkílómetra lands á svæðinu norðan við Dyngju- jökul. Aukin jarðskjálftavirkni hefur mælst norðan Tungnafells- jökuls síðustu daga, en svæðið hefur verið virkt síðan umbrotin í norðvestanverðum Vatnajökli hófust um miðjan ágúst. Ekki er útilokað að virknin gæti endað með litlu eldgosi. Ármann Höskuldsson, eld- fjallafræðingur hjá Jarðvísinda- stofnun, segir, spurður um þróun eldgossins þessar vikurnar, að hægt og bítandi dragi úr allri virkni á svæðinu eins og vís- bendingar í nær öllum gögnum frá Bárðarbungu sýni. „Þetta er allt að draga sig saman, allt sem er að gerast er í kringum gígana og engar lang- ar opnar hraunrásir lengur sem þýðir að eldgosið er allt að hægja á sér. Það þýðir líka að gosið getur verið í þessum gír í mörg ár. Þetta er ekkert að klárast á morgun eða næstu daga. Það góða er að gasút- streymið er miklu minna, sem eru bestu fréttirnar þó að logi þarna eitthvað fram á næsta ár,“ segir Ármann. Hraunrennsli er aðallega í norð- ur frá gígunum og stór hluti norð- urjaðarsins er virkur. Hrauná nær nú í 14 kílómetra fjarlægð frá gígunum, til norðausturs. Spurður um virknina í Tungna- fellsjökli, og hvort hún hafi ein- hverja sérstaka þýðingu, segir Ármann erfitt um það að segja. „Það virðist eins og hann sé að taka við einhverju frá Bárðar- bungu; eitthvert hliðarskot sem erfitt er að segja til um hvernig endar. Það gæti endað með Fimm- vörðuhálsgosi eða einhverju í lík- ingu við það. Þó að það sé sig í Bárðarbungu þá þarf hún greini- lega að koma meiru frá sér en hún losar út í Nornahraunið,“ segir Ármann. Nú eru rétt rúmlega fjórir mánuðir síðan jarðhræring arnar hófust við Bárðarbungu. Gögn sýna að mesta virkn- in í kvikuganginum, eða mesta orkulosunin, var vikuna áður en sprungugosið hófst eða á meðan gangurinn var að ryðjast fram. Orkulosunin í ganginum núna er 10.000 sinnum minni en þá var. svavar@frettabladid.is Nornahraun nær yfir 80 ferkílómetra lands Virknin á gosstöðvunum í Holuhrauni minnkar jafnt og þétt. Gæti þó haldið áfram næstu árin, segir eldfjallafræðingur. Smágos í Tungnafellsjökli er hugsan- legt en þar er aukin jarðskjálftavirkni. Nornahraun stækkar, en hægt núorðið. NORNAHRAUN Hraunið þenur sig aðallega út til norðurs þessa dagana. MYND/JÍ/GROPEDERSEN Vonarskarð heitir svæðið milli Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls (Bárðar- bungu). Á þessu svæði eru þrjár megineldstöðvar. Vestast er Tungnafells- jökull sem virðist nokkuð gömul eldstöð og allmikið rofin. Í toppi hennar er lítil askja en yfirborðsjarðhiti hefur ekki fundist. Í miðið er Vonarskarð, sem grípur inn í austurhlíðar Tungnafellsjökuls. Austast er Bárðarbunga og er hún yngst þessara þriggja megineldstöðva. Vonarskarðseldstöðin er yfir 10 kílómetrar í þvermál og má rekja öskju- rima í henni vestanverðri sem gengur upp í lághlíðar Tungnafellsjökuls. Ljóst er af þeim litlu rannsóknum sem fram hafa farið að askjan er nokkur hundruð þúsund ára gömul. Á suðurrimanum eru áberandi líparítmynd- anir sem hafa myndast við gos undir jökli. Heimild: Haukur Jóhannesson, ÍSOR. Tungnafellsjökull er gömul eldstöð Það virðist eins og hann sé að taka við einhverju frá Bárðarbungu; eitthvert hliðar- skot sem erfitt er að segja til um hvernig endar. Það gæti endað með Fimmvörðuháls- gosi eða einhverju í líkingu við það. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun. FANGELSISMÁL Fangelsin á Íslandi geta ekki mannað stöður í veikinda- forföllum. Þetta varð meðal annars til þess að enginn fangavörður var á Kvíabryggju á tímabili á þriðjudag í síðustu viku. Þetta staðfestir Garð- ar Svansson, trúnaðarmaður fanga- varða á Kvíabryggju. Í fangelsinu eru alla jafna varð- stjóri og fangavörður á dagvakt, auk forstöðumanns, og einn fanga vörður á næturvakt með 22 fanga. Þennan dag var aftur á móti bara einn á vakt ásamt forstöðumanni. „Og sá sem var á vaktinni þurfti að fara með mann til læknis. Á meðan var enginn, hvorki varðstjóri né fanga- vörður, á staðnum, bara forstöðu- maðurinn,“ segir Garðar. Stofnanir Fangelsismálastofnanir eigi, vegna niðurskurðar, erfitt með að kalla inn aukamannskap í forföllum. Þetta ógni öryggi fangavarða. „Virkilega, því fangelsi landsins eru klárlega undirmönnuð,“ segir hann. Birgir Guðmundsson, forstöðu- maður fangelsisins, segir ekkert meiri manneklu í fangelsinu þessa dagana en venjulega. Ekki vinni margir á Kvíabryggju þannig að það sé ekki alltaf hægt að kalla inn á aukavaktir. „En þá er það þannig að ég er bara á staðnum í staðinn,“ segir Birgir. Hann kannast við það að hafa verið einn í fangelsinu á þriðjudag í síðustu viku í fáeina klukkutíma. „Það er bara alvanalegt hér. Hér er ekki öryggisfangelsi.“ Birgir telur fangelsið nægilega mannað, nema helst á nóttunni. „Þar sem maður er hálfan sólarhringinn einn,“ segir Birgir. Margrét Frímannsdóttir er for- stöðumaður bæði á Litla-Hrauni og á fangelsinu að Sogni. Hún segir starfsmannamál þar í góðu horfi. „Við getum alltaf mannað allar vaktir hér. Aukavaktir eru alltaf mannaðar,“ segir hún. Litla-Hraun og Sogn sé í raun og veru einn og sami vinnustaðurinn, fangaverðir á Litla-Hrauni taki vaktir á Sogni og öfugt. Starfsmannahópurinn sé því mjög stór í heildina. „Ég er með mjög fínt og gott starfsfólk,“ segir Margrét. - jhh Vegna manneklu þarf forstöðumaður fangelsisins að Kvíabryggju reglulega að gæta fanganna sem þar eru einsamall: Mannfæð er á vöktum vegna manneklu í fangelsinu Í FANGAKLEFA Fangelsið á Kvíabryggju er ekki öryggisfangelsi og því eru herbergi fanganna ekki rammgerð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.