Fréttablaðið - 22.12.2014, Side 26

Fréttablaðið - 22.12.2014, Side 26
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 26 ÁSTAND HEIMSINS 6 MÁ BJÓÐA ÞÉR KÖKU? Rúmenar minntust þess í gær að aldarfjórðungur er liðinn frá því að íbúar landsins risu upp gegn einræðisherranum Nicolae Ceausescu og bundu enda á ógnarstjórn hans. Athafnir fóru fram víða um land, meðal annars í höfuðborginni Búkarest þar sem eldri kona bauð hermönnum smá snarl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐ KJÖRBORÐIÐ Síðari umferð fyrstu lýðræðislegu forsetakosninga Túnis fór fram um helgina. Kosið var á milli Moncef Marzouki, sem var kosinn forseti af stjórnlagaþingi landsins fyrir þremur árum, og Beji Caid Essebsi. Sá síðarnefndi hlaut fleiri atkvæði í fyrri umferðinni. Á undan Marzouki sat einræðisherrann Zine El Abidine Ben Ali sem forseti í 23 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP MÓTMÆLA FJÖLDAMORÐUM Mannfjöldi kom saman víða í Pakistan til að mót- mæla voðaverkum talibana en hópur þeirra myrti ríflega hundrað börn í Peshawar fyrir tæpri viku. Hryðjuverkasamtökin al-Kaída hafa fordæmt árásina og kallað hana óíslamska. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VINSÆLL Pablo Iglesias er formaður spænska vinstri flokksins Podemos. Flokkurinn var stofnaður í upphafi árs og náði átta prósenta fylgi í Evrópu- kosningum þessa árs. Í skoðanakönnun- um nú mælist flokkurinn stærsti flokkur landsins. Flokksmenn vilja berjast gegn spillingu og sækja þá til saka sem komu landinu á hliðina. Podemos þykir líklegur til afreka í þingkosningunum sem eiga að fara fram í desember 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP GJAFAÚTDEILING Alassane Ouattara, forseti Fílabeinsstrandarinnar, og Dominique Ouattara, eiginkona hans, gefa börnum jólagjafir í garði forsetahallarinnar í Abidjan. Um 3.000 börnum af fósturheimilum víðs vegar um landið var boðið í heimsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP MÚGUR OG MARGMENNI Þessi mynd sýnir Kim Jong-Un, forseta Norður-Kóreu, heimsækja vefnaðarverksmiðju í Pjongjang kennda við Kim Jong-Suk, fyrstu eiginkonu Kim Il-Sung og móður Kim Jong-Il. Ekki er vitað hvenær myndin er tekin en hún er fengin frá norðurkóreska ríkisfjölmiðlinum KNCA. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 1 4 2 53 1 2 3 4 5 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.