Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 34
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 34 Íslandsmetið í gífuryrðum og listinni að slíta úr sam- hengi var klárlega slegið í tengslum við frumvarp um náttúrupassa sem ferða- málaráðherra kynnti rík- isstjórn og þingflokkum í síðustu viku og á fjölmenn- um blaðamannafundi. Tilgangur frumvarpsins Meginmarkmið og tilgang- ur þess að innleiða nátt- úrupassann hefur að mínu mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að nýta átti passann til að skapa þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúru- perlur víðsvegar um land, dreifa álagi og byggja upp aðstöðu á nýjum stöðum. Okkur ber skylda til að gæta þess að náttúran bíði ekki skaða af þeim mikla vexti sem orðið hefur í ferðaþjónustu. Með það í huga var lagt af stað í vinnu við útfærslu nátt- úrupassans í samvinnu við hagsmunaaðila, til að finna þá leið sem talin væri sanngjörnust til að standa straum af þessari uppbygg- ingu. Þessi markmið hafa fallið í skuggann af umræðu um girðing- ar, gaddavír og gjaldhlið og öðrum útfærsluleiðum sem ekki þykir raunhæft að fara. Þessar rang- hugmyndir fá svo vængi í mál- efnalegri eyðimörk samfélags- miðlanna. Vandamálið við umræðuna hefur einnig verið að þeir sem mest hafa gagnrýnt náttúrupassann höfðu engar forsendur í höndunum um útfærslu passans áður en gagn- rýnin hófst. Þá hefur umræðan um mismunandi valmöguleika ekki innifalið endanlega útfærslu á passanum og naut hann því alls ekki sannmælis við þá skoðun. Þeir sem kynnt hafa sér frumvarpið vita að allt tal um girðingar, lögreglu- eftirlit og slíkt er þar ekki að finna. Ætlunin er að innheimta hóflegt gjald og hafa eftirlit með samskon- ar hætti og gert er í samgöngukerf- um nágrannalanda okkar. Landið verður því jafn opið og áður. Fyrir hvað er greitt? Ég hef fullan skilning á að fólki finnist það framandi hugsun að greiða fyrir það sem áður var frítt. Gjaldið er lágt, 1.500 krón- ur fyrir þrjú ár eða 500 krónur á ári fyrir hvern Íslending, 18 ára og eldri. Kannanir sem gerðar voru við undirbúning frumvarps- ins sýndu að ferðamenn voru ekki aðeins tilbúnir að greiða gjald til náttúruverndar, heldur mun hærra gjald en ætlunin er að innheimta nú. Til samanburðar mætti nefna að aðgöngumiði fyrir einn í Þjóð- minjasafnið kostar 1.500 krónur. Sú upphæð er ekki innheimt fyrir það að berja munina augum, held- ur til að standa straum af kostnaði við húsnæði og geymslu þessara ómetanlegu menningarverðmæta. Að sama skapi munu þess- ar 1.500 krónur sem innheimtar verða fyrir náttúrupassa verða nýttar til að standa straum af kostnaði við útsýnispalla, örygg- isgrindverk, göngustíga og sal- erni fyrir þann mikla fjölda ferða- manna sem sækir landið heim. Sameiginlegt verkefni Ég hef ítrekað heyrt ráðherra óska eftir því að málið verði rætt mál- efnalega á Alþingi og umsagna um frumvarpið verði leitað. Þá hefur hún heldur ekki útilokað að það taki breytingum í meðförum þingsins. Það er eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir um það hvernig best sé að tryggja fé til uppbyggingar á ferðamannastöð- um, en tvennt liggur fyrir; mikil- vægi uppbyggingarinnar og að hún hefjist sem fyrst. Þetta er sam- eiginlegt verkefni okkar allra og okkur ber að tryggja að náttúru- perlurnar njóti vafans. „Það sem VAR – ER EKKI, Það sem ER – VERÐUR EKKI“ sagði Rick Antonson, forstjóri og stjórn- arformaður Tourism Vancouver, á morgunfundi Landsbankans fyrir nokkrum mánuðum. Ég vil gera lokaorðin hans að mínum: Ykkar þyngsta byrði er mögu- leikarnir sem þið búið að, þ.e. auð- lindin, landið ykkar og þið sjálf eruð það dýrmætasta sem þið eigið og það verðið þið að passa. (Your heaviest burden is the potential that you have.) Látum náttúruperlurnar njóta vafans Stundum bregð- ur fyrir þeim misskilningi að jól séu ein- göngu fæðing- arhátíð Krists, eða Krists- messa. Jólahá- tíðin er ævaforn sólhvarfahátíð á norðurhveli jarðar og sem slík er hún hátíð allra, jafnt trúleysingja sem allra trúa fólks. Frá fornu fari hafa jólin verið birtu-, gleði- og gjafahátíð. Það þótti auðvitað til- efni samfagnaðar hér áður fyrr, og þykir enn, þegar sólin tók að hysja sig ofar á himininn í síðari hluta desember. Vetrarsólhvörf, þegar sólin fer að hækka á lofti eftir að hafa lækkað í hálft ár, eru 20. - 21. desember. Fljótlega upp úr því kemur í ljós hvernig þetta geng- ur hjá henni. Rómverjar héldu vetrarsólhvörfin hátíðleg og til- báðu þá hina ósigruðu sól, Sol Invictus. Síðan gerðist það smám saman á 4. og 5. öld að farið var að minnast fæðingar Jesú á þessum birtu- og gleðidögum, en um raunverulegan fæðingartíma Jesú veit enginn. Þetta var vel til fundið því fæðing Jesú er í huga kristinna manna mikill birtu- og gleðiatburður. Á norðurhveli eru vetrarsól- hvörfin enn greinilegri en suður við Miðjarðarhaf. Hugtakið jól er notað í norrænum málum, og stundum bregður því enn fyrir í ensku þótt einhver engilsax- neskur biskup hafi tekið upp á því að kalla þessa hátíð Krists- messu (Christmas). Englend- ingar tala stundum upp á gamla mátann um Yuletide, Jólatíð. Gleðilega jólatíð, með von og jafnvel vissu um að sólin muni bráðlega taka að fikra sig upp himinhvelið, nú eins og endra- nær. Jólatíð “Bylting á heilsunni og hundurinn fær líka Bio Kult ” Þórunn G. Þórarinsdóttir “Fann mikinn mun á meltingunni” Margrét Kaldalóns “Mæli með Bio Kult við mína skjólstæðinga” Sigríður Jónsdóttir HÁTÍÐ Ólafur Halldórsson líff ræðingur UMHVERFI Ásbjörn Björgvinsson formaður Ferða- málasamtaka Íslands ➜ Ætlunin er að innheimta hófl egt gjald og hafa eftir- lit með samskonar hætti og gert er í samgöngukerfum nágrannalanda okkar. Landið verður því jafn opið og áður. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.