Fréttablaðið - 22.12.2014, Síða 37

Fréttablaðið - 22.12.2014, Síða 37
Í fyrra vorum við á Íslandi til 18. desember en eyddum jól-unum á Korsíku. Mér fannst þá eins og jólin væru búin þegar við komum út í hitann, eftir að hafa verið hér í snjó og jólaljós- um, með jólalögin í eyrunum,“ segir Guðrún Anna Matthíasdótt- ir, en hún býr á eyjunni Korsíku ásamt manni sínum, Raphael Leroux. Þetta árið eyða þau jólunum hér á landi og fá svo sannarlega hvít jól. „Það togar alltaf að eiga jólin í snjó og kulda. Ég hafði reyndar ekki séð fyrir mér svona brjálað veður. En þetta er hress- andi. Ég hafði lengi beðið eftir tækifærinu til að nota Moon- Boots sem ég fékk í jólagjöf í fyrra.“ BORÐHALDIÐ STENDUR FRAM Á NÓTT Jólunum hafa Guðrún og Rapha- el eytt víða um heim, meðal annars í Sádi-Arabíu, á Spáni og á Martinique. Guðrún segir jóla- haldið á Korsíku talsvert ólíkt því íslenska. „Á Korsíku tíðkast ekki að setja ljósaseríur í gluggana eins og hér og ekki eins mikið skreytt. Jólamáltíðin hefst á fordrykk klukkan fimm og svo er setið, spjallað og borðað langt fram á nótt. Stundum eru gerð hlé til að dansa eða syngja og svo haldið áfram að borða. Þar er það heldur ekki bara fjölskyldan sem borðar saman á jólunum heldur vinir og kunningjar og ekkert endilega sama fólkið hver jól. Þetta er mjög skemmtilegt en maður getur orðið svolítið eftir ÁTVEISLA FRAM UNDIR MORGUN HEIMILI Guðrún Anna Matthíasdóttir býr á eyjunni Korsíku ásamt manni sínum en þar stendur jólaborðhaldið fram á nótt. Í ár njóta þau hvítra jóla heima á Íslandi en Guðrún á barnabók í jólabókaflóðinu. HVÍT JÓL Guðrún Anna Matthíasdóttir listakona gefur út sína fyrstu bók nú fyrir jólin. Hún býr á eyjunni Korsíku ásamt manni sínum þar sem jólaborðhaldið stendur fram á nótt. Í ár fær hún hvít jól á Íslandi. MYND/VILHELM MARGNOTA POKI Roll up bin kallast pokar eftir Michael Charlot. Pokarnir eru úr vatnsþéttu og sterku plasti og er ætlað að þjóna ýmsum hlutverkum. Pokann má nota sem blómapott, ruslafötu, ísfötu og dótakassa. Hægt er að ráða stærð pokans með því að rúlla niður efsta kantinum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.