Fréttablaðið - 22.12.2014, Síða 68

Fréttablaðið - 22.12.2014, Síða 68
22. desember 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 60 HANDBOLTI Konrad Wilczynski hefur starfað með íslenskum þjálf- urum meira og minna undan farin tólf ár og því þarf það ekki að koma á óvart að hann ætli sér að ráða Íslending til að þjálfa austur- ríska liðið SG Handball West Wien þegar Erlingur Richardsson lætur af störfum í sumar. Wilczynski sagðist í samtali við Fréttablaðið vera gáttaður á því hversu marg- ir góðir þjálfarar hafa komið frá Íslandi. „Okkur í Austurríki hefur ekki tekist að búa til svo góða þjálfara,“ segir hann en Wilczynski er í dag framkvæmdastjóri West Wien, eftir að hafa lagt skóna á hilluna í sumar. „Ég hef sjálfur langa og góða reynslu af íslenskum þjálfurum og mér líkar við viðhorf þeirra. Þeir virðast geta starfað hvar sem er og með hverjum sem er. Við erum ekki komnir langt á veg í ráðn- ingar ferlinu en höfum þó feng- ið um 50 umsóknir inn á borð til okkar sem við munum skoða betur í janúar,“ segir hann. Spilandi þjálfari kemur til greina Wilczynski segir þó að hann hafi einsett sér að ráða íslenskan þjálf- ara. „Við munum líta fyrst til Íslands áður en við skoðum aðra þjálfara. Ég þekki marga íslenska leikmenn og þjálfara og hef rætt við þá um marga þjálfara. Ég tel að ég sé með um tíu nöfn íslenskra þjálfara sem koma mögulega til greina í starfið.“ Hann segir einnig að spilandi þjálfarar komi til greina, þó svo að honum hugnist það síður. „Ég útiloka ekki neitt en þeir eru afar fáir sem geta sinnt báðu. Dagur gerði það vel [hjá Bregenz] og ef við finnum einhvern sem kemur til greina munum við skoða það eins og allt annað.“ Erlingur hefur undanfarið eitt og hálft ár starfað hjá West Wien en það er hans fyrsta þjálfarastarf utan Íslands. Wilczynski telur að hann passi vel við þjálfarastarfið hjá Füchse Berlin. „Ég hef fulla trú á því. Ég studdi hann heilshugar í öllu ferlinu og ræddi margoft við Bob Hanning [framkvæmdastjóra Füchse Berl- in] um Erling. Félögin eru lík að því leyti að bæði vilja huga vel að ungum leikmönnum en vera í toppbaráttu í sínum deildum. Það er þó vitaskuld þannig að það er allt miklu stærra í Berlín og því verður þetta mikil áskorun fyrir hann. Ég hef þó engar áhyggjur af öðru en að Erlingi farist starfið vel úr hendi.“ Alls verða fjórir íslenskir þjálf- arar starfandi á HM í Katar í næsta mánuði en auk Arons Krist- jánssonar, þjálfara íslenska liðs- ins, verða Dagur Sigurðsson (Þýskaland), Guðmundur Guð- mundsson (Danmörk) og Patrekur Jóhannesson (Austurríki) í eldlín- unni með sín lið. Árangurinn engin tilviljun „Þetta er afar spennandi og athyglis vert að íslenskir þjálfarar hafi náð jafn langt á alþjóðlegum vettvangi. Það sýnir hversu mik- ils virt það er á Íslandi að vera handboltaþjálfari og hversu marg- ir hafa einsett sér að ná langt og tekið þjálfaraferilinn föstum tökum. Þeir hafa lagt virkilega mikið á sig til að ná svona langt og því er þetta engin tilviljun.“ eirikur@frettabladid.is Með tíu Íslendinga í sigtinu Konrad Wilczynski, framkvæmdastjóri austurríska félagsins West Wien, ætlar að leita fyrst til Íslands í leit sinni að eft irmanni þjálfarans Erlings Richardssonar. Hann dáist að viðhorfi og metnaði íslenskra þjálfara. ÞEKKIR VEL TIL ÍSLENDINGA Konrad Wilczynski lagði skóna á hilluna í vor en hér er hann í leik með austurríska landsliðinu gegn Íslandi á æfingamóti í Þýskalandi í byrjun ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Konrad Wilczynski er einn farsælasti handboltamaður sem Austurríki hefur alið en þessi vinstri hornamaður spilaði lengst af með Bregenz í föðurlandinu og svo Füchse Berlin í Þýskalandi. Hann hóf ferilinn með upp- eldisfélaginu West Wien, þar sem hann starfar nú sem framkvæmdastjóri eftir að hafa leikið síðustu ár leikmannaferils- ins í austurrísku höfuðborginni. Allt frá 2002 hefur Wilczynski starfað með þremur ís- lenskum þjálf- urum. Fyrstu fjögur árin hjá Bregenz þar sem Dagur Sigurðsson var spilandi þjálfari og svo áfram frá 2008 til 2010 eftir að Dagur tók við austurríska landsliðinu. Á þeim árum var Dagur einnig ráðinn þjálfari Füchse Berlin en þangað fór Wilczynski árið 2006 og spilaði í fimm ár við góðan orðstír. Meðal annars varð hann markakóngur þýsku deildarinnar 2007-8. Stuttu eftir að Wilczynski sneri aftur til Vínarborgar árið 2011 var Patrekur Jóhannesson ráðinn þjálfari austurríska landsliðsins og lék Wilczynski með því þar til að hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í janúar á þessu ári. Wilc- zynski átti stóran þátt í að ráða Erling Richards son til West Wien í fyrra og ætlar að hefja samstarf við enn einn íslenska þjálfarann í sumar, þegar Erlingur heldur til Füchse Berlin í Þýskalandi. Hefur starfað í tólf ár með íslenskum þjálfurum FÓTBOLTI Þó svo að Borussia Dort- mund hafi unnið sinn riðil í Meist- aradeild Evrópu og sé komið í sextán liða úrslit keppninnar gengur nákvæmlega ekkert upp hjá félaginu heima við. Um helgina tapaði liðið 2-1 gegn Werder Bremen og Dortmund verður því í 17. og næstneðsta sæti deildarinnar yfir jólin sem er ótrú- leg staðreynd. Hið eina jákvæða sem þjálfari liðsins, Jürgen Klopp, gat tekið úr leiknum var sú staðreynd að nú er komið frí í deildinni til 31. janú- ar. Sá tími verður væntanlega vel nýttur til þess að rífa liðið upp á nýjan leik. „Ekki meiri fótbolti árið 2014. Það eru bestu fréttir dagsins. Öll gagnrýni sem við höfum fengið er fullkomlega réttmæt. Við lítum út eins og hálfvitar á vellinum og það er engum nema okkur sjálfum að kenna,“ sagði Klopp bugaður eftir leikinn. „Við getum núna undirbúið okkur í þrjár vikur og svo verð- ur farið í að laga það sem þarf að laga. Það er svo sannarlega mikið sem við þurfum að vinna í.“ Dortmund spilar gegn Bayer Leverkusen 31. janúar. - hbg Við lítum út eins og hálfvitar Stórlið Dortmund fer í jólafríið í næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. BUGAÐUR Klopp var ekki upplitsdjarfur eftir leik. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fer ekki auðveldu leiðina á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Danmörku að ári. Dregið var í umspilinu um laust sæti í gær. Ísland var í neðri styrkleikaflokki og því mátti búast við erfiðum andstæðingi. Hann fékk íslenska liðið líka en stelpurnar spila gegn Svartfjallalandi sem var ríkjandi Evrópumeistari þar til í gær. Ísland á þó seinni leikinn heima 13. eða 14. júní en liðið verður að ná hagstæðum úrslitum í Svartfjallandi – sá leikur fer fram vikuna á undan. - hbg Stelpurnar mæta Svartfj allalandi KAREN KNÚTSDÓTTIR HANDBOLTI Kiel og Rhein-Neckar Löwen eru jöfn í efstu sætum þýska handboltans eftir tap Kiel, 26-22, gegn Flensburg um helgina. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Kiel í leiknum. Kiel og Löwen eru með 32 stig og Flensburg er með 29. Geir Sveinsson er heldur betur að gera fína hluti með Magdeburg en hans lið er í fjórða sæti deildarinnar eftir 28-19 sigur gegn Erlangen. Það gengur ekki eins vel hjá liði Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, en liðið er í frjálsu falli niður töfluna og er komið í tíunda sæti eftir tap, 30- 25, gegn Bergischer. Arnór Þór Gunn- arsson er í stuði í liði Bergischer en hann skoraði átta mörk í leiknum. Hans lið er í þrettánda sæti. Rúnar Kárason og félagar í Hann- over-Burgdorf eru í ellefta sæti þýsku deildarinnar eftir tap, 36-30, gegn Hamburg um helgina. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum. - hbg Aron skoraði fi mm mörk í tapleik Í STUÐI Aron er kominn aftur af stað eftir meiðsli og er að spila vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Noregur tryggði sér í gær Evrópumeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur, 28-25, á Spáni í frábærum úrslitaleik í Búdapest. Það gekk brösuglega hjá norsku stúlkunum framan af en þær náðu að berjast inn í leikinn og voru aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik, 12-10. Hálfleiksræða hins íslenska þjálfara norska liðsins, Þóris Hergeirssonar, hefur verið af dýrari gerðinni því allt annað var að sjá til norska liðsins í síðari hálfleik. Norsku stelpurnar voru miklu grimmari í öllum sínum aðgerð- um og voru fljótlega komnar með frumkvæðið í leiknum. Spenna var undir lokin en taugar norsku stelpnanna brustu ekki. Linn- Kristin Riegelhuth Koren átti stórkostlegan leik í liði Noregs en hún skoraði tíu mörk. Nora Mörk skoraði sjö mörk en hún spilaði frábærlega á þessu móti. Nerea Pena var sterkust í liði Spánverja með tíu mörk. Þetta er í sjötta sinn sem Nor- egur hampar Evrópumeistaratitl- inum en EM hefur verið haldið ellefu sinnum. Þetta er í annað sinn sem Nor- egur vinnur Evrópumótið undir stjórn Þóris en liðið gerði það einnig árið 2010. Fyrir tveimur árum tapaði norska liðið síðan í úrslitum fyrir Svartfjallalandi. Fráfarandi meistarar Svart- fjallalands unnu ekki til verð- launa á mótinu að þessu sinni, töpuðu bronsleiknum, 25-23, fyrir Svíum. Isabella Gullden átti enn einn stórleikinn fyrir Svía í gær er hún skoraði sjö mörk. - hbg Þórir Evrópu- meistari GLEÐI Þórir fagnar gullverðlaununum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SPORT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.