Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 2
GERÐI LÍTIÐ ÚR FANGAFLUGI
Albert Jónsson,
fyrrverandi sendi-
herra í Bandaríkj-
unum, starfaði með
þarlendum stjórn-
arerindrekum við að
gera lítið úr umræðunni um
fangaflug bandarísku leyniþjón-
ustunnar CIA í íslenskri lofthelgi.
Þetta kemur fram í persónumati
bandaríska sendiráðsins á
Alberti sem Wikileak komst
yfir og DV birti í heild sinni á
mánudag. Í leyniskýrslunni eru persónueiginleikar Alberts raktir og kemur
þar meðal annars fram að hann sé mjög hliðhollur Bandaríkjamönnum og
hafi verið í nánu samneyti við starfsmenn bandaríska sendiráðsins. Þó geti
hann verið harður í horn að taka sérstaklega þegar honum finnist að Banda-
ríkjamenn komi ekki fram við Íslendinga á jafnréttisgrundvelli. Hann hafi
til dæmis mótmælt því í einkasamtölum þegar dráttur varð á skýringum frá
Bandaríkjamönnum á fangaflugi CIA í íslenskri lofthelgi og hafi hann einnig
talið skýringarnar ófullnægjandi. Þó hafi hann „unnið með bandarískum
stjórnarerindrekum við að gera lítið úr málinu á opinberum vettvangi”, eins
og segir í skýrslunni.
LEYNISKJÖL BANDARÍKJASTJÓRNAR
Bandarískir embættismenn hafa
tekið saman ítarlegar skýrslur um
persónuleika og skoðanir íslenskra
ráðamanna. Mikil leynd hvílir yfir
skýrslunum en Wikileaks kom yfir
þrjár þeirra og birtust þær í heild sinni í DV
á mánudag. Skýrslurnar eru um Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra og Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra auk
Alberts Jónssonar sendiherra. Skýrslurnar
eru unnar af starfsmönnum bandaríska
sendiráðsins á Íslandi. Samkvæmt upplýs-
ingum DV er efni skýrslnanna ætlað sem
undirbúningur bandarískra embættismanna
fyrir fundi með þeim sem þar er um fjallað.
Skýrslurnar eru merktar sem trúnaðarmál
og eru ekki ætlaðar til dreifingar utan bandaríska stjórnkerfisins. Þær á ekki
að gera opinberar fyrr en árið 2033 og 2034 eða eftir rúm 20 ár. Össur sagði í
viðtali við DV.is að það væri gersamlega óviðunandi að svona skýrslur væru
teknar saman og að þær lækju út.
HANDBOLTAHETJUR Í
VANDA
Þorbergur Aðalsteins-
son , fyrr verandi lands-
liðs kempa og þjálfari
karlalandsliðsins í handbolta, þarf
að verjast gegn Landsbankanum
fyrir dómi vegna tuttugu milljóna
króna kröfu bankans. Skuldin er
vegna persónulegra ábyrgða hans
fyrir fjárfestingum og bréfakaup-
um. Þar með bætist Þorbergur í
stækkandi hóp handboltahetja sem standa í stórræðum. „Þetta er smámál en
auðvitað óþægilegt því þarna eru ábyrgðir í mínum eignum. Líkt og margir
langaði mig að verða ríkur en mér finnst bankinn ganga óþarflega hart fram.
Ég óttast ekki að missa mínar eigur þar sem upphæðirnar eru ekki svo háar og
ég trúi ekki öðru en bankinn vilji semja. Ég er bjartsýnn og tel þetta ekki fara á
versta veg,“ segir Þorbergur. DV hefur þegar greint frá vandræðum landsliðs-
mannanna Kristjáns Arasonar, Markúsar Mána Michaelsonar og Þorgils Óttars
Mathiesen. Allir eiga þeir farsælan feril að baki með landsliðinu.
MC Isaksen er yngsti tónlistarmaðurinn sem kem-
ur fram á Aldrei fór ég suður. Hann er aðeins tíu ára gamall og
gengur dags daglega undir nafninu Trausti Már Ísaksen og er
nýfluttur til Akraness frá Ísafirði.ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI
2
3
1
2 FÖSTUDAGUR 31. mars 2010 FRÉTTIR
HITT MÁLIÐ
ÞETTA HELST
um stjórnmálamönnum á níunda
áratugnum, ekki verið andvíg veru
bandaríkjahers í Keflavík. Hún hafi
sem forsætisráðherra tjáð bandarísk-
um stjórnarerindrekum að áfram-
haldandi samstarf komi báðum þjóð-
um til góða. „Engu að síður kunna
yfirþyrmandi samfélagsleg vandamál
og fjárhagsvandræði Íslands að gera
Sigurðardóttur viljugri til að íhuga
uppástungur Vinstri hreyfingarinnar
- græns framboðs um að fórna örygg-
isfjárfestingum fyrir aðgerðir innan-
lands,“ segir í skýrslunni.
Talar ensku reiprennandi
Talsvert var fjallað um það í ís-
lenskum fjölmiðlum þegar Jóhanna
ávarpaði ekki erlenda blaðamenn
á blaðamannafundum rétt fyrir al-
þingiskosningarnar í fyrra. Nokkrum
áhrifamiklum erlendum fjölmiðlum
hafi verið neitað um viðtöl og annríki
forsætirsáðherra borið við. Margir
héldu því fram að Jóhanna væri ekki
sleip í ensku, sérstaklega eftir að hún
notaðist við túlka á blaðamanna-
fundum með erlendum fjölmiðl-
um. Í skýrslunni um Jóhönnu kemur
hinsvegar fram að forsætisráðherra
tali ensku reiprennandi. „Sigurðar-
dóttir talar ensku reiprennandi, en á
fundum með bandarískum stjórnar-
erindrekum snemma árs 2009 kaus
hún að tala íslensku og nota túlk.“
Mikilvægur tengiliður við
sendiráðið
Össur Skarphéðinsson utanríkisráð-
herra er hliðhollur Bandaríkjunum
samkvæmt persónumatinu á hon-
um. Þar er sagt að hann hafi verið
mikilvægur tengiliður við sendiráð
Bandaríkjanna um margra ára skeið.
Hann sé oft dramatískur í ákvörðun-
um sínum sem sumar hverjar brjóti
í bága við stefnu Bandaríkjanna.
„Til dæmis mótmælti hann kröftug-
lega innrásinni í Írak árið 2003 og
gagnrýndi grófyrtur Washington fyr-
ir að koma Reykjavík ekki til hjálp-
ar með peningalánum í miðri al-
þjóðlegu efnahagskreppunni síðla
árs 2008. Skarphéðinsson neitaði,
í janúar 2009, að hitta Yael Tamir,
menntamálaráðherra Ísraels, sem
var á ferðalagi um Evrópu og útskýrði
stöðu Tel Aviv í átökunum á Gaza,“
segir í skýrslunni um Össur.
Lenti í stjórnmálum
Fróðlegu ljósi er varpað á utanrík-
isráðherra í skýrslunni þar sem sagt
er að hann sé óformlegur á fundum
og hendi oft hugmyndum fram til
að heyra skoðanir annarra – í kjöl-
farið taki hann ákvarðanir. „Banda-
rískir diplómatar sögðu árið 1993 að
hann tæki sig ekki mjög alvarlega og
að honum hugnaðist að kynna sjálf-
an sig sem fræðimann sem hefði lent
í stjórnmálum.“
10 MÁNUDAGUR 29. mars 2010
FRÉTTIR
FRÉTTIR
29. mars 2010 MÁNUDAGUR 11
FRAMHALD
Á NÆSTU
OPNU
Albert Jónsson, fyrrverandi sendi-
herra í Bandaríkjunum, starfaði
með þarlendum stjórnarerindrekum
við að gera lítið úr umræðunni um
fangaflug bandarísku leyniþjónust-
unnar CIA í íslenskri lofthelgi. Þetta
kemur fram í persónumati banda-
ríska sendiráðsins á Alberti, en DV
hefur undir höndum leynilegar
skýrslu um Albert, Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætirsáðherra og Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Leyniskýrslurnar verða gerð-
ar opinberar á vef Wikileaks síðar í
dag. Þær eru unnar af starfsmönn-
um bandaríska sendiráðsins á Ís-
landi. Samkvæmt upplýsingum DV
er efni skýrslnanna ætlað sem und-
irbúningur bandarískra embættis-
manna fyrir fundi með þeim sem þar
er um fjallað. Skýrslurnar eru merkt-
ar sem trúnaðarmál og eru ekki ætl-
aðar til dreifingar utan bandaríska
stjórnkerfisins. Þær á ekki að gera
opinberar fyrr en árið 2033 og 2034
eða eftir rúm 20 ár. Leyndin á skýrsl-
unum er á grundvelli þess að þar er
fjallað um erlendar ríkisstjórnir og
erlend samskipti eða starf á vegum
bandarískra yfirvalda erlendis - þar
með talin samskipti við leynilega
heimildarmenn. NOFORN merkir að
skýrslurnar eru ekki ætlaðar erlend-
um aðilum - þar með talið erlend-
um samstarfsaðilum. Þær á einung-
is á nota í bandaríska stjórnkerfinu.
Skýrslurnar sem verða birtar á vef
Wikileaks í dag eru í sama leyndar-
flokki og leyniskjalið úr bandaríska
sendiráðinu á Íslandi sem Wikileaks
birti í febrúar. Í því skjali voru upp-
lýsingar um fundi Sam Watson við
íslensk yfirvöld um Icesave-mál-
ið. Bandarísk stjórnvöld líta þennan
leka mjög alvarlegum augum og hafa
sagst ætla að rannsaka hann til hlítar.
Áhrifamesti
embættismaðurinn
Í persónumatinu um Albert er
honum lýst sem áhrifamesta emb-
ættismanninum á Íslandi í 15 ár í
mótun utanríkisstefnu landsins sem
þakka megi „nánu persónulegu og
faglegu sambandi hans við pólitíska
þungavigtarmanninn Davíð Odds-
son”, eins og segir í skýrslunni. Farið
er yfir hvernig Albert hefur fylgt Dav-
íð eftir allt frá því síðarnefndi varð
forsætisráðherra. Leyniskýrslan telur
að Albert hafi frá þessum tíma ver-
ið nánast eini utanríkismálaráðgjafi
Davíðs. Jafnframt segir í skýrslunni
að það sé til marks um hæfileika Al-
berts og völd Davíðs eftir að hann
hætti afskiptum af stjórnmálum
árið 2005 að Albert hafi áfram hald-
ið áhrifastöðum sínum í íslenska ut-
anríkisráðuneytinu. Þó segir í skýrsl-
unni, sem dagsett er fyrir tæpu ári,
að staða Alberts kunni að breytast
með valdatilfærslu til Samfylkingar-
innar. Þess má geta að Albert hef-
ur verið fluttur til í utanríkisþjón-
ustunni og færður frá Washington
til Þórshafnar í Færeyjum. Það þykir
fremur mikil tignarlækkun innan ut-
anríkisþjónustunnar.
Þagga niður fangaflug CIA
Í leyniskýrslunni eru persónueig-
inleikar Alberts raktir og kemur þar
meðal annars fram að hann sé mjög
hliðhollur Bandaríkjamönnum og
hafi verið í nánu samneyti við starfs-
menn bandaríska sendiráðsins. Þó
geti hann verið harður í horn að taka
sérstaklega þegar honum finnist að
Bandaríkjamenn komi ekki fram við
Íslendinga á jafnréttisgrundvelli.
Hann hafi til dæmis mótmælt því í
einkasamtölum þegar dráttur varð á
skýringum frá Bandaríkjamönnum á
fangaflugi CIA í íslenskri lofthelgi og
hafi hann einnig talið skýringarnar
ófullnægjandi. Þó hafi hann „unnið
með bandarískum stjórnarerindrek-
um við að gera lítið úr málinu á op-
inberum vettvangi”, eins og segir í
skýrslunni.
Albert og Keflavíkurstöðin
Í skýrslunni er sagt að hann hafi ver-
ið eindreginn stuðningsmaður hern-
aðarumsvifa Bandaríkjamanna á Ís-
landi áður fyrr og þakki bandarískir
diplómatar honum að hafa ýtt und-
ir stuðning Davíðs Oddssonar við þá
hernaðarsamvinnu, þrátt fyrir and-
stöðu innanlands. Hann hafi ávallt
haldið því fram að öryggi Íslands
yrði aðeins tryggt með veru banda-
ríska hersins á Íslandi. „Eftir lokun
herstöðvarinnar hefur Jónsson leitað
eftir tækifærum til að þróa samvinnu
um loftvarnir við bæði Bandaríkin og
NATO,“ segir í skýrslunni.
Hrifinn af ítölskum mat
Athyglisvert er að í skýrslunni er far-
ið nokkuð náið í að greina einkahagi
Alberts. Segir þar til dæmis að hann
sé hrifinn af ítölskum mat og kunni
sérstaklega vel að meta tónlist Ro-
berts Plant sem var í hljómsveitinni
Led Zeppelin. Hann og eiginkona
hans hafi ferðast til Kaliforníu í fríum
sínum og hafi jákvæð félagsleg og
menningarleg tengsl við Bandaríkin
er haft eftir bandarískum erindreka.
Einfari í vinnu
Jóhanna Sigurðurðardóttir forsæt-
isráðherra fær nokkuð jákvætt per-
sónumat í skýrslunni sem unnin
var um hana. Skýrslan hefst á hin-
um frægu orðum hennar; Minn
tími mun koma og er þar verið að
vísa í slaginn um formannssætið í
Alþýðuflokknum árið 1994. Skýrsl-
an segir að Jóhanna hafi komið að
starfi sínu sem forsætisráðherra með
styrk og alvöru í farteskinu og að ís-
lenskir stjórnmálamenn lýsi henni
sem „staðfastri og á stundum óþol-
inmóðri, og segja að hún eigi það til
að vera einfari í vinnu, en þeir minn-
ast einnig á samúð hennar og holl-
ustu í garð þeirra sem minna mega
sín í samfélaginu.Ímynd hennar sem
skynsamur, harðduglegur [stjórn-
málamaður] og höfnun hennar á
glysi valdsins – sem félagsmálaráð-
herra, til dæmis, afþakkaði hún bíl-
stjóra og bíl og ók sjálf sínum gamla
Mitsubishi, samkvæmt fjölmiðlum –
hafa aflað Sigurðardóttur hlýju frá al-
menningi og gert hana að einum vin-
sælasta stjórnmálamanni Íslands,“
segir í skýrslunni um Jóhönnu.
Fórna öryggisfjárfestingum
fyrir aðgerðir innanlands
Í skýrslunni er sérstaklega tekið fram
að Jóhanna hafi löngum stutt varn-
arsamstarf við Bandaríkin og hafi
hún, ólíkt mörgum vinstrisinnuð-
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Albert Jónsson, einn
helsti áhrifamaður um
utanríkisstefnu Íslend-
inga um langt árabil,
hjálpaði til við að gera
lítið úr umræðu um
hugsanlegt fangaflug
CIA um íslenska loft-
helgi. Þetta gerði hann
þrátt fyrir að skamma
Bandaríkjamenn fyrir
að svara íslenskum
stjórnvöldum seint
og illa um flugið.
Bandarísk stjórnvöld
tóku saman ítarlegar
skýrslur um íslenska
ráðamenn. Þrjár þeirra
birtast í DV í dag.
Einfari Farið er nokkuð hlýjum orðum um fors
ætisráðherra í skýrslum sendiráðsins. Hún
sé skynsamur og harðduglegur
stjórnmálamaður, en geti verið einfari í pó
litíkinni.
MYND RÓBERT REYNISSON
Hliðhollur Bandaríkjunum Utanríkisráðher
ra er sagður hafa verið mikilvægur
tengiliður við sendiráð Bandaríkjanna um
margra ára skeið. Hann sé oft dramatískur
í
ákvörðunum sínum sem sumar hverjar brj
óti í bága við stefnu Bandaríkjanna.
MYND GUNNAR GUNNARSSON
Valdamikill Alberti er lýst í skýrslunni sem áh
rifamesta embættismanni á Íslandi í 15
ár. Hann hafi verið í nánu persónulegu og
faglegu sambandi við Davíð Oddsson. Í
skýrslunni kemur fram að hann hafi unnið
með bandarískum stjórnarerindrekum við
að þagga niður umræðu um fangaflug CIA
um íslenska lofthelgi á Íslandi.
ALBERT HJÁLPAÐI KÖNUM
Ritstjóri Wikileaks segir það áhyggju
efni að íslenskum sendi-
herra sé hælt fyrir aðstoð við að þagg
a niður gagnrýnisraddir
um fangaflug CIA. Wikileaks undirb
ýr birtingu upptöku sem
sýnir dráp saklausra óbreyttra borga
ra í Írak.
NJÓSNAÐ UM
WIKILEAKS
Forsvarsmenn Wikileaks hafa dval-
ið talsvert hér á landi undanfar-
ið meðal annars vegna stuðnings
þeirra við IMMI-verkefnið sem
felur í sér að gera Ísland að skjóli
upplýsingamiðlunar með breyttu
lagaumhverfi. Meiningin er að vef-
útgáfur fjölmiðla og samtaka sem
sæta takmörkuðu tjáningarfrelsi á
sínum heimaslóðum geti hýst vef-
þjóna sína hérlendis.
Síðustu daga hafa talsmenn
Wikileaks fullyrt að starfsmenn
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins eða leyniþjónustu landsins hafi
veitt þeim eftirför. Jafnvel að lög-
reglan hérlendis hafi tekið þátt í
því. Julian Assange, ritstjóri Wiki-
leaks, segist fullviss um að sér hafi
verið veitt eftirför, meðal annars
þegar hann fór á dögunum frá Ís-
landi til Noregs á ráðstefnu rann-
sóknarblaðamanna þar í landi.
,,Við höfum lengi vitað að fylgst
er með okkur og sá grunur var
staðfestur þegar Wikileaks komst
yfir skjöl um okkur frá leyniþjón-
ustu hersins”, segir Julian í sam-
tali við DV og vísar til skýrslu sem
hann birti nýverið en þar er meðal
annars velt upp leiðum til að skaða
Wikileaks og draga úr trúverðug-
leika netsíðunnar. Í því leyniskjali
er tilgreint að Wikileaks kunni að
vera ógn við Bandaríska hernaðar-
hagsmuni enda hefur vefsíðan birt
fjölda leyniskjala sem koma her-
num illa.
Með eldfimt efni
„Við höfum síðustu vikur verið að
vinna með myndbandsupptöku
sem lekið var til okkar og sýn-
ir dráp saklausra óbreyttra borg-
ara í aðgerðum Bandaríkjahers,“
segir Julian. „Okkur tókst að leysa
dulkóða myndbandsins og höfum
undirbúið birtingu þess í samstarfi
við íslenska blaðamenn. Við ger-
um þetta hér á Íslandi þar sem okk-
ur þótti öryggið meira,“ bætir hann
við en segir það áhyggjuefni að
sjá í leyniskýrslum frá bandaríska
sendiráðinu að íslenska sendi-
herranum í Bandaríkjunum sé
hælt fyrir samstarf við bandaríska
embættismenn við að þagga nið-
ur gagnrýnisraddir á Íslandi vegna
fangaflugs CIA.
„Við vitum að okkur hefur ver-
ið veitt eftirför á Íslandi en teljum
óvíst, miðað við nýjustu upplýs-
ingar, að íslenska lögreglan hafi
komið þar nærri,“ segir ritstjóri
Wikileaks.
Sýnt á mánudag
Hann vill ekki tilgreina frekar hvað
sé á því myndbandi sem eigi að
birta næstkomandi mánudag. Wik-
ileaks hefur boðað til blaðamanna-
fundar í Washington klukkan níu
næstkomandi mánudag í Nation-
al Press Center. Þar verður mynd-
bandsupptakan opinberuð og sett
á vefinn í kjölfrið. Þrátt fyrir fá orð
um innihaldið virðist ljóst að þetta
er eldfimt efni sem getur skaðað
ímynd og orðspor Bandaríkjahers.
Julian vill af öryggisástæðum ekki
upplýsa hvaða innlendu blaða-
menn eru í samstafi við Wikileaks.
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Við vitum að okkur hefur
verið veitt eftirför á
Íslandi en teljum óvíst,
miðað við nýjustu upp-
lýsingar, að íslenska
lögreglan hafi komið
þar nærri.
Ritstjórinn í Noregi Julian
sótti fund rannsóknarblaða-
manna í Noregi fyrir stuttu
og segir að njósnað hafi verið
um sig. Hugsanlega sé þar um
að ræða starfsemi bandaríska
utanríkisráðuneytisins eða
leyniþjónustunnar.
MYND MARTIN LERBERG FOSSUM
Leyniskjöl BandaríkjastjórnarSkýrslurnar sem verða birtar á vef Wikileaks í dag eru í sama leyndarflokki og leyniskjalið úr bandaríska sendiráðinu á Íslandi sem Wikileaks birti í febrúar.
NOFORN merkir að skýrslurnar eru ekki ætlaðar erlendum aðilum - þar með talið erlendum samstarfsaðil-um. Þær á einungis á nota í bandaríska stjórnkerfinu.
Sendiherra á hlaupum Albert Jónsson
sendiherra er í leyniskýrslunni sagður hafa
unnið með bandarískum stjórnarerindreku
m
við að gera lítið úr fangaflugi CIA á Íslandi.
„VAR HEPPIN
AÐ MISSA
EKKI AUGA“
MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 29. – 30. mars 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 37. TBL.
100. ÁRG. – VERÐ KR. 395
„Ég er búin
að tapa húsinu
,
bílunum og
manninum“
ÚR LEYNISKJÖLUM FRÁ WIKILEAKS:
n „STAÐFÖST OG STUNDUM ÓÞOLINMÓГ
n „SKARPHÉÐINSSON MUN ÞÓ EKKI GETA
ÝTT INNGÖNGUNNI Í ESB Í FRAMKVÆMD...“
n „TEKUR OFT DRAMATÍSKAR STJÓRNMÁLA ÁKVARÐANIR, SEM SUMAR BRJÓTA Í BÁGA VIÐ STEFNU BANDARÍKJANNA“
SENDIRÁÐIÐ KORTLEGGUR JÓHÖNNU OG ÖSSUR:
BANDARÍSK
LEYNISKJÖL
UM ÍSLENSKA
RÁÐAMENN
ALBERT HJÁLPAÐIBANDARÍKJUNUMn „ÁHRIFAMESTI ÓKJÖRNI STEFNU MÓTANDI ÍSLANDS Í UTANRÍKISMÁLUM“ n GERÐI LÍTIÐ ÚR FANGAFLUGI CIA
n DYRAVÖRÐUR SEGIR SÍNA HLIÐ
FRÉTTIR
25 undurástarinnar
ÚTTEKT
STRÁKARNIR
OKKAR Í
SKULDUM
FRÉTTIR
n ÞORBERGUR
FYRIR DÓM
2 MÁNUDAGUR 29. mars 2010 FRÉTTIR
FRÉTTIR 29. mars 2010 MÁNUDAGUR 3
Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is
Fermingargjöfin
e íslensk hönnun
OXYTARM
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
DETOX
30days&
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is.
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því að
nota náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman -120 töflu skammtur -
2 dálkar = 9,9 *10
nýjar vörur
vorbæklingurinn
kominn
Opið: má-fö. 12-18
Dalvegi 16a,
Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727
www.nora.is
í bústaðinn - á heimilið
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
www.birkiaska.is
Birkilauf- Betulic
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi
líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og
þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn
úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar
líkamann (detox).
Landsbankinn hefur stefnt Þorbergi
Aðalsteinssyni, einum af „strákun-
um okkar“ úr íslenska karlalands-
liðinu í handbolta á árum áður og
fyrrverandi landsliðsþjálfara, vegna
tutttugu milljóna króna skulda við
bankann. Skuldirnar eru tilkomn-
ar vegna fjárfestinga og hlutabréfa-
kaupa landsliðsmannsins en sjálfur
hefur hann ekki áhyggjur.
„Þetta er smámál en auðvitað
óþægilegt því þarna eru ábyrgðir í
mínum eignum. Líkt og margir lang-
aði mig að verða ríkur en mér finnst
bankinn ganga óþarflega hart fram.
Ég óttast ekki að missa mínar eigur
þar sem upphæðirnar eru ekki svo
háar og ég trúi ekki öðru en bank-
inn vilji semja. Ég er bjartsýnn og
tel þetta ekki fara á versta veg,“ segir
Þorbergur.
Mál Landsbankans gegn Þor-
bergi var tekið fyrir í héraðsdómi
fyrir helgi en ágreiningur er um
upphæðir og ábyrgðir skuldanna.
Hann er ekki fyrsti, og hugsanlega
ekki síðasti, landsliðsmaður Íslands
í handbolta sem stendur í stórræð-
um vegna skulda en DV hefur þeg-
ar greint frá vandræðum lands-
liðsmannanna Kristjáns Arasonar,
Markúsar Mána Michaelssonar og
Þorgils Óttars Mathiesen. Allir eiga
þeir farsælan feril að baki með
landsliðinu.
Fyrirliðinn og stórskyttan
Kristján, sem er eiginmaður Þor-
gerðar Katrínar Gunnarsdóttur,
þingmanns og varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins, var framkvæmda-
stjóri hjá Kaupþingi á árunum fyrir
hrunið. Hann fékk kúlulán frá Kaup-
þingi upp á rúman milljarð sem not-
að var til að fjárfesta í hlutabréfum í
Kaupþingi. Eignarhaldsfélag hans,
7hægri, var talið skulda um 2 millj-
arða króna í gegnum erlent skamm-
tímalán. Kristján hætti hjá Kaupþingi
í árslok 2008 og varð þar með einn sá
síðasti af helstu stjórnendum Kaup-
þings til að yfirgefa bankann. Hann
starfar í dag hjá ráðgjafafyrirtækinu
Capacent Glacier.
Þorgils Óttar, fjárfestir og fyrrver-
andi handboltastjarna, skilur eftir
sig milljarðaskuldir í nokkrum eign-
arhaldsfélögum. Þorgils Óttar leit-
aði til lánveitanda síns og bað um
að skuldir eins félagsins yrðu afskrif-
aðar. Handboltamaðurinn fjárfesti í
hlutabréfum í Glitni og í fasteignafé-
laginu Klasa.
Skuldugur og grunaður
Þorgils Óttar var meðal annars for-
stjóri Sjóvár á árunum 2004-2005.
Hann byrjaði með fasteignafélag-
ið Klasa árið 2004 og fjárfesti það
meðal annars í fasteignum á Kefla-
víkurflugvelli. Þorgils Óttar keypti
líka hlutabréf í Glitni sem verðmetin
voru á um milljarð króna árið 2007.
Hann flaug í einkaþotu Milestone
og Glitnis á árunum fyrir hrun, líkt
og DV greindi frá. Þorgils Óttar tap-
aði miklu á hruninu. Bréfin hans í
Glitni urðu verðlaus og ársreikning-
ar eignarhaldsfélaga sýna bágborna
stöðu. Af þeim að dæma þarf að af-
skrifa hluta skulda hans. Þorgils Ótt-
ar vinnur nú hjá endurskoðendafyr-
irtækinu KPMG.
Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra hefur kyrrsett eign-
ir Markúsar Mána Michaelssonar,
fyrrverandi landsliðsmanns í hand-
bolta, vegna grunsemda um stófelld
brot gegn gjaldeyrishafta lögum.
Með brotunum á hann mögulega
að hafa hagnast talsvert á viðskipt-
STRÁKARNIR OKKAR Í SKULDUM
Þorbergur Aðalsteinsson,
fyrrverandi landsliðskempa
og þjálfari karlalandsliðsins
í handbolta, þarf að verjast
gegn Landsbankanum fyrir
dómi vegna tuttugu milljóna
króna kröfu bankans. Skuld-
in er vegna persónulegra
ábyrgða hans fyrir fjárfesting-
um og bréfakaupum. Þar með
bætist Þorbergur í stækkandi
hóp handboltahetja sem
standa í stórræðum.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Líkt og margir ætlaði ég að verða ríkur en
mér finnst bankinn ganga
óþarflega hart fram.
unum en rannsókn málsins er sögð
í fullum gangi samkvæmt upplýs-
ingum frá efnahagsbrotadeildinni.
Sjálfur hefur Markús Máni verið
undanfarið á nokkurra vikna ferða-
lagi um Asíu en hefur látið hafa það
eftir sér að hið sanna í málinu eigi
eftir að koma í ljós.
HANDBOLTAKEMPUR
SKRÁÐI ÍBÚÐINA
Á FRÚNA
Julíus Jónasson
Handboltakappinn
og starfsmaður Arion,
færði eignarhluta
sinn í íbúð á Flókagötu
yfir til konu sinnar 20.
september árið 2008.
Í VANDA
Þorgils Óttar Mathiesen
Fór út í fjárfestingar eftir
að handboltaferlinum lauk.
Fjárfesti mikið á varnarsvæðinu
gamla og eru félög hans mjög
skuldug.
FÉKK AFSKRIFAÐ
Kristján Arason
Fékk kúlulán í Kaupþingi þar sem
hann var meðal lykilstjórnenda.
Færði skuldir af eigin nafni í
einkahlutafélag fyrir hrun.
GRUNAÐUR
Markús Máni Michaelson
Landsliðsmaðurinn
fyrrverandi er einn þeirra
sem liggja undir grun um
gjaldeyrisbrask.
Í VIÐSKIPTUM
Fleiri landsliðskempur hafa laðast út í viðskipti, meðal annarra
línumaðurinn Geir Sveinsson, hornamennirnir Jakob Sigurðsson
og Valdimar Grímsson.
Illt að horfa til
hjarðmennsku
„Jóhanna Sigurðardóttir verður að
eiga það við sig hvernig hún orðar
hlutina og hvaða augum hún lítur
sitt samstarfsfólk,“ segir Ögmund-
ur Jónasson, þingmaður vinstri
grænna, um ummæli Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra á
flokksstjórnarfundi Samfylkingar-
innar. Hún sagði jafn erfitt að smala
saman meirihluta og að smala sam-
an köttum.
„Ég ætla ekki að fella neina
þunga dóma um hennar ummæli en
mér hefur hugnast það illa að horfa
til einhvers konar hjarðmennsku
þegar stjórnmálin eru annars vegar.
Það hefur komið okkur illa í seinni
tíð að haga stjórnmálum á þann veg
að fólk sé sett í dilka eins og kindur í
rétt og hvort talað er um sauðfé eða
ketti gildur nú litlu. Ég tel hugsun af
þessu tagi ekki við hæfi,“ segir Ög-
mundur í samtali við DV.is.
Loðnan étur
marfló
Ný aðferð til að kanna fæðusögu
uppsjávartegunda hefur leitt í
ljós að marfló er ein uppáhalds-
fæðutegund loðnunnar. Þetta
kom fram í rannsókn sem sagt
var frá í fréttum Ríkisútvarpsins á
sunnudag.
Sjávarlíffræðingarnir Hildur
Pétursdóttir og Ástþór Gíslason
rannsökuðu fæðu uppsjávarteg-
unda og beittu aðferð sem sjald-
an hefur verið beitt hérlendis,
þau skoðuðu fitusýrusamsetn-
ingu lífveranna, köfnunarefni og
kolefni. Haft var eftir Hildi að að-
ferðin gefi upplýsingar um hvað
fiskarnir éti og hvar þeir séu í
fæðukeðjunni.
Óttast um börnin
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, sagðist í viðtali
við fréttastofu Stöðvar 2 á sunnu-
dagskvöld óttast um afdrif barna
sem hafa hlotið lífshættulega áverka
á heimili sínu. Þetta sagði hann að-
spurður um dóm sem féll í Hæsta-
rétti fyrir helgi og varð til þess að
par fékk dreng á fyrsta ári aftur inn á
heimili sitt þrátt fyrir að vera grunuð
um að hafa beitt hann lífshættulegu
ofbeldi.
Kveikt í sinu
Slökkvilið þurfti í þrígang að
slökkva eld í sinu sem brann við
Hvaleyrarvatn við Hafnarfjörð á
laugardagskvöld og sunnudags-
morgun. Fram kom í fréttum Rík-
isútvarpsins á sunnudagskvöld
að lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu telji að kveikt hafi verið í sin-
unni, það að eldurinn virðist hafa
kviknað á mörgum stöðum í einu
er talið renna stoðum undir þá
kenningu.
Fram kom í frétt Ríkisútvarps-
ins að eldurinn kviknaði fyrst á
ellefta tímanum á laugardags-
kvöld og síðan tvisvar næsta
morgun. Talið er að fjórir til fimm
hektarar hafi brunnið.
Ríkisstjórnin fékk viðeigandi aðalrétt í tilefni af eins árs stjórnarafmæli
:
Gæddu sér á skötusel
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, neitar því að það
hafi verið óbeint skot á andstæðinga
skötuselslaganna þegar ríkisstjórnin
gæddi sér á skötusel í Ráðherrabú-
staðnum síðastliðið laugardagskvöld
í tilefni af eins ár stjórnarafmæli nú-
verandi stjórnar.
„Nei, nei, þetta var ekkert skot. Í
fyrsta lagi er skötuselur hátíðarmat-
ur. Ég er að sama skapi afar ánægð-
ur með að hafa náð þessu frumvarpi
í gegn því það tók mikið á,“ segir Jón
Bjarnason. Hann segir skötuselinn
hafa runnið ljúflega niður í ráðherra
og maka þeirra. Jón segir tilefnið
hafa greinilega verið sérstakt fyrir
Jóhönnu Sigurðardóttur til að gleðj-
ast yfir árangri hans í þessum efnum.
„Það er mjög ánægjulegt fyr-
ir mig og okkur, sem höfum staðið í
þessu, að þetta ágæta skötuselsfrum-
varp hafi orðið að lögum,“ segir Jón.
Stjórnin fékk þó ekki einungis skötu-
selinn góða því einnig var boðið upp
á carpaggio í forrétt og ávaxtaköku í
eftirrétt. Greint var frá kvöldverðin-
um og matseðlinum á vefnum Press-
an.is á sunnudag.
Má með sanni segja að skötusels-
lögin hafi valdið miklu fjaðrafoki í
síðustu viku. Samdægurs og lögin
voru samþykkt á Alþingi sagði Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, að með lög-
unum væri verið að vísa samtökun-
um frá stöðugleikasáttmálanum.
Lögin heimila sjávarútvegsráðherra
að auka skötuselskvóta um nokkur
hundruð tonn á næstu tveim r fisk-
veiðiárum. Verður viðbótarkvótan-
um úthlutað til útgerða gegn gjaldi
en aflaheimildirnar verða ekki fram-
seljanlegar. birgir@dv.is
Ekki skot Jón Bjarnason segir
skötuselsmáltíð ríkisstjórnar
ekki hafa verið skot á andstæð-
inga skötuselslaga.
Talið er að hraunrennslið úr gos-
sprungunni á Fimmvörðuhálsi nái
niður á Krossáraura innan fárra
daga. Hraunrennslið var nokkuð
stöðugt á sunnudag og rann bæði
niður í Hvannárgil og Hrunagil. Nú
er svo komið að nýtt hraun rennur
yfir eldra hraun og rennur því mun
hraðar. Mikil hætta er talin á að
eiturgufur setjist í lægðir og dæld-
ir nálægt eldstöðinni og ber sér-
staklega að varast að vera á ferð í
Hrunagili og Hvannárgili. Er einn-
ig talin hætta af gufusprengingum
við hraunrennslið þar sem glóandi
hraun mætir vatni eða ís.
Talið er að um 250 manns hafi
farið á Eyjafjallajökul í gær til að
skoða eldgosið á Fimmvörðuhálsi.
Var ferðamannastraumur mun
minni í gær heldur en undanfarn-
ar daga en það er rakið til þess að
veðurskilyrði voru ekki með besta
móti og lögðu menn því ekki á sig
ferðalagið í slíkum kulda. Kuldinn
stöðvaði þó ekki karlmann sem
lagði á Fimmvörðuháls klæddur
í gallabuxur og leðurjakka. Sá var
kominn með einkenni ofkælingar
en björgunarsveitarmenn aðstoð-
uðu hann við að komast niður til
byggða. birgir@dv.is
Stöðugt hraunrennsli á Fimmvörðuhálsi:
Mikil hætta
á eiturgufum
MC Isaksen er tíu ára gamall rapp-
ari sem kemur fram á ísfirsku tón-
listarhátíðinni Aldrei fór ég suður
um helgina. Hann heitir réttu nafni
Trausti Már Ísaksen og er búinn að
rappa í tvö ár.
Aðspurður hvort hann sé ekki
stressaður fyrir að koma fram á jafn-
stórri tónlistarhátíð og Aldrei fór ég
suður kveðst Trausti ekki finna fyrir
stressi.
„Nei, ég hef komið fram á minni
tónleikum áður og er því orðinn ansi
vanur að koma fram,“ segir Trausti
Már sem býr nú á Akranesi en þang-
að flutti hann frá Ísafirði nýverið
ása t fjölskyldu sinni.
Dyggilega studdur
Trausti hefur samið sex lög hingað til
og er fimm þeirra að finna á Myspac-
e-síðu hans. Aðspurður hvernig
hann semji lögin segist hann vera
dyggilega studdur af mági sínum Ás-
geiri Þór Kristinssyni sem er sjálfur
í hip-hop-sveitinni Stjörnuryki og
verður honum til halds og trausts
þegar Trausti stígur á svið á hátíð-
inni. „Ég fæ samt hjálp frá mági mín-
um honum Ásgeiri Þór Kristinssyni.
Við gerum textana saman og hann
gerir taktana eiginlega,“ segir rapp-
arinn ungi.
Textarnir fjalla um daglegt amst-
ur Trausta Más en þeir eru ýmist um
það hversu erfitt það sé að safna fyrir
nýju hjóli, bekkjarfélaga hans í skól-
anum og einnig má finna lag þar sem
hann rappar um ástina.
Erpur í uppáhaldi
Aðspurður segir Trausti Már Erp Ey-
vindarson vera uppáhaldsrapparann
sinn og á sér þann draum að koma
fram með honum á sviði einhvern
daginn en Erpur kemur einmitt fram
á Aldrei fór ég suður í ár. Aðspurður
hver framtíðaráformin séu í rappinu
segir hann plötu vera í burðarliðnum
hjá sér. „Ef mér gengur vel í rappinu
mun ég gefa út plötu í sumar,“ seg-
ir Trausti og er öryggið uppmálað
og segist að sjálfsögðu ætla að gera
rappið að framtíðarstarfi.
Hann hefur þó lagt fyrir sig breik-
dans og komið þrisvar sinnum fram
á hátíðarhöldum 17. júní á Ísafirði
þar sem hann breikaði fyrir áhorf-
endur. Hann segist hafa lagt breik-
dansinn á hilluna í dag því rappið
eigi hug hans allan.
Mamma stolt
Móðir hans, Ásthildur Geststdótt-
ir, segist vera mjög stolt af af þessu
framtaki sonar síns og segir hann
fara langt á þeirri hjálp sem tengda-
sonur hennar, Ásgeir Þór, veiti syni
hennar við að semja tónlistina. „Það
snýst allt um rappið hjá honum
núna,“ segir Ásthildur og segir hann
vera mikið fyrir að stíga á svið.
Hún segir Trausta Má hafa brennt
lögin fimm á diska og sé duglegur að
selja vinum og ættingjum diskinn.
Hún segir að í fyrstu hafi hugmyndin
hjá Trausta Má verið að koma fram
með Stjörnuryki á Aldrei fór ég suður
en úr varð að Ásgeir Helgi sendi inn
umsókn fyrir Trausta Má einan og
flaug hún í gegn enda ekki á hverj-
um degi sem tíu ára rappari sækir
um. Hægt er að heyra lögin hans á
Myspace en slóðin er myspace.com/
mcisaksen.
Ef mér gengur vel í rappinu mun ég
gefa út plötu í sumar
EINN EFNILEGASTI
RAPPARI LANDSINS
BIRGIR OLGEIRSSON
blaðamaður skrifar: birgir@dv.is
Draumur að rappa með Erpi
Erpur Eyvindarson er uppáhaldsrappari
Trausta Más sem á sér þann draum að
rappa með honum einn daginn.
Aldrei fór ég suður Trausti Már segist
ekkert stressaður fyrir því að koma fram á
jafnstórri hátíð og Aldrei fór ég suður, enda
vanur því að troða upp.
MC Isaksen Trausti Már Ísak-
sen er tíu ára gamall rappari og
kemur fram á tónlistarhátíðinni
Aldrei fór ég suður.
MYND ÁSGEIR ÞÓR KRISTINSSON.