Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 47
... The Lovely Bones Draumkennt yfirbragð í ágætri mynd. ... leikritinu Gauragangi Guðjón Davíð Karlsson á stjörnuleik í fínu verki. ... bókinni Það sem ég sá og hvernig ég laug Einlæg, hreinskilin, áhugaverð, spennandi og ... Kóngavegi Vesturport sem aldrei klikkar, klikkar. FÓKUS 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 47 MIÐVIKUDAGUR n Hvanndalsbræður á Græna hattinum Hinir einu sönnu Hvanndalsbræður starta páskahelginni með tónleikum á Græna hattinum á miðvikudagskvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er forsalan í Eymundsson. n Sálin á 800 Bar Páskafríið á Selfossi byrjar á 800 Bar en þá mætir vinsælasta ballhljómsveit okkar íslendinga, Sálin hans Jóns míns, og skemmtir mönnum. Húsið opnað klukkan 23. Þetta verður klárlega stærsta ball allra Sunnlendinga þessa páskana. n Klaas á NASA Einn af uppáhalds plötusnúðum Íslendinga, Klaas er á leiðinni til landsins á ný vegna fjölda áskorana. Klaas kemur fram á NASA í kvöld og er forsala aðgöngumiða í verslunum Jack and Jones Kringlunni laugardaginn 20. mars Fram koma Klaas, Sindri BM, DJ Óli geir og Haffi Haff, Joey D og Frigore. n Duplex #6 á Sódómu Sjötta Duplex-kvöld Sódómu verður haldið í kvöld og munu hljómsveitirnar Ensími, Stafrænn Hákon, Ourlives, Úlpa og Ojba Rasta koma fram. Það kostar 1þ000 krónur inn. Ekki ætti að láta þetta frábæra tækifæri fram hjá neinum fara. SKÍRDAGUR n Blúshátíð á Hilton Super Chikan and the Fighting Cocks koma beina leið frá Mississippi og eru líkleg til að gera allt vitlaust. Þeir sem hafa upplifað tónleika þeirra eiga ekki orð af hrifningu. Hann er einstakur og litríkur tónlistarmaður og tónleikar hans eru mögnuð upplifun. Miðasala við inngang og hefjast tónleikarnir klukkan 20. FÖSTUDAGURINN LANGI n Sálin á Spot Þá er loksins komið að því að Sálin ætlar að halda ball á Spot. Ein almerkasta poppsveit Íslandssögunnar fyrr og síðar gerir allt vitlaust um páskana. Húsið opnað klukkan 24 og kostar 2.500 krónur inn. PÁSKADAGUR n Ingó og Veðurguðirnir á Spot Eftir páskaeggjaát ætla Ingó og veðurguðirnir að láta fólk dansa af sér súkkulaðið með tónleikum á skemmti- staðnum Spot í Kópavogi. Húsið opnað klukkan 24 og kostar 1.800 krónur inn. Hvað er að GERAST? Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra hefur undirritað, fyr- ir hönd ríkisstjórnarinnar, samn- ing við rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Konrad Osterwalder, um stofnun um Landgræðsluskóla Há- skóla Sameinuðu þjóðanna á Ís- landi, en aðild að þeim samningi eiga einnig Landbúnaðarháskóli Ís- lands og Landgræðsla Íslands. Stefán Lárus Stefánsson, sendi- herra Íslands í Japan, afhenti nú í mars samninginn fyrir hönd utan- ríkisráðherra við hátíðlega athöfn sem fram fór í aðalstöðvum Há- skóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó. Þess má geta að innan Samein- uðu þjóðanna hefur rektor háskól- ans stöðu varaframkvæmdastjóra og heyrir því beint undir Ban-ki Moon, aðalframkvæmdastjóra SÞ. Við athöfnina sagði Osterwald- er rektor: „Hjá Háskóla Samein- uðu þjóðanna er mikil ánægja með að gert hafi verið samkomulag um stofnun Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi við ríkisstjórn Íslands, Landgræðslu Ís- lands og Landbúnaðarháskóla Ís- lands. Aðalmarkmið Landgræðslu- skólans á Íslandi eru sérstaklega mikilvæg fyrir þróunarríki víðs veg- ar um heim. Í skólanum verða tek- in fyrir knýjandi úrlausnarefni sem ríki í öllum heimsálfum þurfa að kljást við svo sem sjálfbæra nýtingu lands og landgræðslu. Stofnun Landgræðsluskólans er í raun þriðja stoðin í samstarfi Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Íslands og mun verða sérstaklega góð viðbót við   langt   og farsælt samstarf sem staðið hefur áratug- um saman um rekstur Jarðhita- skólans og Sjávarútvegsskólans á Íslandi. Stjórn Háskóla Sameinuðu þjóðanna er sérstaklega þakklát fyrir hinn sterka og einarða stuðn- ing af Íslands hálfu sem gert hefur kleift að reka þessa skóla sem í raun gefa helstu stefnumálum HSÞ auk- ið virði, en þau eru að nýta vísind- in til að leita lausna á vandamálum sem þjaka fjölmörg ríki heims og teljast til helstu viðfangsefna Sam- einuðu þjóðanna.“ benni@dv.is ... The Blind Side Mynd sem lætur þér líða vel. ... Legion Satanískt vond mynd. Þátttaka Íslands mikils metin hjá Háskóla Sameinuðu þjóðanna: Sjálfbær nýting lands og landgræðslu Stuð við undirskrift Stefán sendiherra til vinstri og Oster- walder rektor við athöfnina. strákarnir semji lögin saman en komi ekki hver úr sínu horni með fullmót- að lag. „Við erum allir mjög skapandi í hugsun og það er ekki eins og það sé einn okkar sem komi alltaf með til- lögur. Það er allt prófað og við viljum sjá hvað við getum gert við hvert lag. Lag er því í raun aldrei tilbúið fyrr en við erum búnir að spila það í nokkurn tíma. Flest lögin okkar taka miklum stakkaskiptum á æfingunum.“ Skipulag er mikilvægt Eins og áður hefur komið fram er Dikta ekkert venjulegt band. All- ir hljómsveitarmeðlimirnir eru vel menntaðir eða í námi og þurfa að skipuleggja tímann sinn vel til að láta hlutina ganga upp. Haukur útskrif- aðist sem læknir árið 2008 og starf- ar á slysadeild Landspítalans. Hann segir að þrátt fyrir miklar annir gangi þetta vel. „Ég hef verið í hljómsveit- inni samhliða læknanáminu svo ég er vanur að vera að gera margt í einu. Álagið í hljómsveitinni núna er orðið talsvert meira en áður og það er svo- lítið erfitt að vera í fullri vinnu og rúm- lega það. Svo á maður fjölskyldu líka. Vandamálið hefur bara verið að redda vöktum. Ég átti til dæmis að vera á næturvakt síðustu helgi og að vera spila báða dagana. Ég náði að skipta vöktunum. Skipulag er nokkuð sem er mikilvægt núna,“ segir Haukur og bætir við að það sem sitji á hakanum sé svefn. „Og stórfjölskyldan.“ Hinir meðlimir Diktu eru einn- ig á kafi í öðru samliða hljómsveit- inni. Trommuleikarinn, Jón Þór Sig- urðsson, er flugmaður og er að sögn Hauks að klára atvinnuflugmann- inn þessa dagana. Gítarleikarinn Jón Bjarni Pétursson og bassaleikarinn Skúli Gestsson eru kennaranemar. Semur undir álagi „Það er ekkert óalgengt að maður sé beðinn um að spila í vinnugleðskap,“ segir Haukur þegar hann er spurð- ur hvort hann sé aldrei beðinn um að spila fyrir vinnufélaga sína. „Ég afþakka pent. Svo er oft gott svar við svona spurningum að spyrja viðkom- andi á móti hvort hann geti ekki gert eitthvað fyrir mig í staðinn. Til dæmis ef hann vinnur í bókhaldi, spurt hann þá á móti hvort hann geti ekki komið og gert bókhaldið mitt. Þetta var gott ráð frá ónefndum tónlistarmanni,“ segir Haukur léttur. Tónlistin tengist þó vinnu Hauks á öðrum forsendum. Á krefjandi tímum þykir honum gott að geta notað hana til að losna undan daglegu amstrinu. „Þegar það er mikið að gera nota ég hana ennþá meira. Sem dæmi samdi ég aldrei jafnmikið af lögum eins og þegar ég var í prófum í læknanám- inu.“ Tóm gleði fram undan Fram undan hjá hljómsveitarmeð- limum er áframhaldandi spila- mennska og gleði. Um páskana ætla þeir að vera á Aldrei fór ég suður og helgina eftir það á Græna hattinum á Akureyri svo það geta fleiri en borgar- búar notið tónlistar þeirra. Til gamans má svo einnig nefna að Myspace-síða þeirra státar af 37 þúsund aðdáend- um víðs vegar úr heiminum sem sýnir hversu þekktir þeir eru. asdisbjorg@dv.is SYNGJANDI LÆKNIR FJÖLHÆFUR FORSPRAKKI DIKTUHaukur Heiðar Hauksson, söngvari, gítarleik-ari, píanóleikari og læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.