Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 20
Flokkaskipti Bjarna Harðarsonar úr Framsóknarflokknum yfir í Vinstri- græn og fyrirhugað framboð Ólafs F. Magnússonar undir þriðja gunn- fánanum á borgarstjórnarferli hans eru aðeins tvö af mörgum dæmum þess að fólk skipti úr einum flokk í annan, hvort sem er vegna óánægju með gengi sitt innanflokks eða af öðr- um ástæðum. Sagan geymir dæmi um fjölda fólks sem hefur skipt um flokka og ýmist fengið framgang sem því hef- ur þótt hæfa eða jafnvel beðið afhroð í prófkjörum. Flestir hafa látið sér nægja að skipta einu sinni um flokk en aðrir oftar og jafnvel snúið til baka á sínar upphaflegu slóðir. Margir á nýjum slóðum Nýtt pólitískt heimilisfang bóksal- ans Bjarna Harðarsonar hefur vakið nokkra athygli. Bjarni gerði sér lítið fyrir í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir þingkosningar 2007 og felldi sitjandi þingflokksformann Hjálm- ar W. Árnason. Sú gleði entist þó skamma stund því Bjarni sagði af sér þingmennsku eftir að hafa óvart sent á fjölmiðla tölvupóst um Valgerði Sverrisdóttur. Nú er Bjarni hins veg- ar kominn á nýjan vettvang og reyn- ir fyrir sér í bæjarmálum sem annar maður á lista Vinstri-grænna. Ólafur F. Magnússon varð fyrst borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en hætti þar eftir að hafa orðið fyrir mik- illi gagnrýni innanflokks vegna um- hverfisáherslna sinna. Þá fór hann í framboð á vegum F-lista frjálslyndra og óháðra og náði inn í borgarstjórn. Því sambandi lauk hins vegar á þessu kjörtímabili með miklum deil- um milli Ólafs og forystu Frjálslynda flokksins, ekki síst um fjárveitingar úr borgarsjóði. Nú hefur Ólafur boðað nýtt framboð sem yrði þá þriðji vett- vangur hans í borgarmálunum á inn- an við áratug. Fyrrverandi samherji Ólafs á F-lista er Margrét Sverrisdóttir. Þeim lenti saman út af meirihlutamyndun- um á fyrri hluta kjörtímabilsins, fyrst vegna mismunandi afstöðu þeirra til flugvallarins í tíð vinstrimeirihlutans í borginni og síðar þegar Ólafur mynd- aði meirihluta með sjálfstæðismönn- um. Eftir það komst Margrét ekki að í borgarstjórn og fór að vinna með Samfylkingunni. Þar fór hún í prófkjör fyrr í vetur og hreppti áttunda sætið á lista flokksins. Guðný Kristjánsdóttir varð bæjar- fulltrúi A-listans í Reykjanesbæ sem bauð fram fyrir síðustu kosningar og var þá fulltrúi Framsóknarflokksins á listanum. Í vetur kvaddi hún hins vegar Framsóknarflokkinn og haslaði sér völl hjá Samfylkingunni og skipar annað sæti á lista flokksins fyrir kom- andi bæjarstjórnarkosningar. Misjöfn örlög á Skaganum Það vakti mikla athygli þegar Gísli S. Einarsson, varaþingmaður Sam- fylkingarinnar og fyrrverandi þing- maður Alþýðuflokksins, gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og varð bæj- arstjóraefni hans fyrir bæjarstjórn- arkosningar á Akranesi fyrir fjórum árum. Gísli hafði mikla reynslu af bæjarmálum enda bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins áður en hann fór á þing. Fáir höfðu hins vegar séð fyrir sér að hann og Sjálfstæðisflokkurinn ættu svo mikla samleið. Þó varð úr að hann varð bæjarstjóri þegar sjálf- stæðismenn mynduðu meirihluta í bæjarstjórn með F-lista frjálslyndra og óháðra. Í vor reyndi Gísli svo fyrir sér í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar en beið afhroð. Sjálfstæðismenn á Akranesi tóku ekki öllum nýjum samherjum jafn illa. Karen Jónsdóttir var oddviti F-lista fyrir fjórum árum og myndaði meirihluta í bæjarstjórn með Sjálf- stæðisflokki. Karen taldist til óháðra á F-listanum en gekk í Frjálslynda flokkinn um það leyti sem Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður henn- ar í bæjarstjórn og þingmaður, tókst á við Margréti Sverrisdóttur um vara- formennskuna í Frjálslynda flokkn- um. Magnús hafði sigur en skömmu seinna sagði Karen skilið við flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hún hreppti þriðja sætið í prófkjöri flokksins undir lok febrúar. Aðkomumenn í Alþýðuflokki Mikil tíðindi urðu þegar kosið var um hverjir skyldu skipa sæti á framboðs- lista Reykjavíkurlistans fyrir kosning- arnar 1994. Reglurnar voru á þá leið að hver flokkanna fjögurra sem stóðu að R-lista átti að fá tvö af efstu níu sætunum en það áttunda var frátek- ið fyrir borgarstjóraefnið Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Þegar upp var staðið fór hins vegar svo að bæði sæti Alþýðuflokksins fóru til manna sem voru nýliðar á þeim slóðum. Helgi Pétursson hafði, auk þess að vera frægur tónlistarmaður í Ríó Tríói, starfað lengi í Framsóknar- flokknum. Nú brá hins vegar svo við að hann gaf kost á sér í hólfi Alþýðu- flokksins og náði öðru sæta Alþýðu- flokksins ofarlega á lista. Hitt sætið féll í skaut Hrannari B. Arnarssyni. Hrannar hafði áður starfað í Alþýðu- bandalaginu en gekk til liðs við Þjóð- PÓLITÍSKU VISTASKIPTIN 20 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 FRÉTTIR Flokkaflakk er ef eitthvað er eldra en sjálft flokkakerfið. Frægustu dæmin eru úr landsmálunum en svipt- ingar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sýna að þar er líka mikið líf. Mörg dæmi eru um að stjórnmála- menn leiti sér að nýjum vettvangi ef þeir telja sig ekki ná þeim frama sem þeim finnst þeir eiga skilið. BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Krati úr Framsókn Helgi Pétursson var Framsóknarmaður sem fékk brautargengi hjá Alþýðuflokknum í R-listaprófkjöri. Á nýjum slóðum Margrét Sverrisdóttir var úti í kuldanum eftir ósætti við Ólaf F. Magnússon en öðlaðist framhaldslíf í Samfylkingunni. Hafnað í prófkjöri Sjálfstæðismenn höfnuðu bæjarstjóranum Gísla S. Einarssyni, fyrrverandi þingmanni Samfylkingar. Hampað í prófkjöri Karen Jónsdóttir byrjaði kjörtímabilið með frjálslyndum en lauk því með góðum árangri í prófkjöri Sjálfstæðisflokks. Á tveimur stöðum Árni Þór Sigurðsson var varaþingmaður Samfylkingarinnar og vinstri-grænn borgarfulltrúi á sama tíma. Nú hefur Ólafur boðað nýtt fram- boð sem yrði þá þriðji vettvangur hans í borg- armálunum á innan við áratug. FRAMHALD Á NÆSTU OPNU Tvær tegundir af grænum Bjarni Harðarson fer frá því að bjóða fram sem framsóknargrænn í þingkosningum í að verða vinstri-grænn í sveitarstjórn- arkosningum. MYND SIGTRYGGUR ARI ÞAU SKIPTU UM VETTVANG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.