Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 20
Flokkaskipti Bjarna Harðarsonar úr
Framsóknarflokknum yfir í Vinstri-
græn og fyrirhugað framboð Ólafs
F. Magnússonar undir þriðja gunn-
fánanum á borgarstjórnarferli hans
eru aðeins tvö af mörgum dæmum
þess að fólk skipti úr einum flokk í
annan, hvort sem er vegna óánægju
með gengi sitt innanflokks eða af öðr-
um ástæðum.
Sagan geymir dæmi um fjölda
fólks sem hefur skipt um flokka og
ýmist fengið framgang sem því hef-
ur þótt hæfa eða jafnvel beðið afhroð
í prófkjörum. Flestir hafa látið sér
nægja að skipta einu sinni um flokk
en aðrir oftar og jafnvel snúið til baka
á sínar upphaflegu slóðir.
Margir á nýjum slóðum
Nýtt pólitískt heimilisfang bóksal-
ans Bjarna Harðarsonar hefur vakið
nokkra athygli. Bjarni gerði sér lítið
fyrir í prófkjöri Framsóknarflokksins
fyrir þingkosningar 2007 og felldi
sitjandi þingflokksformann Hjálm-
ar W. Árnason. Sú gleði entist þó
skamma stund því Bjarni sagði af sér
þingmennsku eftir að hafa óvart sent
á fjölmiðla tölvupóst um Valgerði
Sverrisdóttur. Nú er Bjarni hins veg-
ar kominn á nýjan vettvang og reyn-
ir fyrir sér í bæjarmálum sem annar
maður á lista Vinstri-grænna.
Ólafur F. Magnússon varð fyrst
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en
hætti þar eftir að hafa orðið fyrir mik-
illi gagnrýni innanflokks vegna um-
hverfisáherslna sinna. Þá fór hann í
framboð á vegum F-lista frjálslyndra
og óháðra og náði inn í borgarstjórn.
Því sambandi lauk hins vegar á
þessu kjörtímabili með miklum deil-
um milli Ólafs og forystu Frjálslynda
flokksins, ekki síst um fjárveitingar úr
borgarsjóði. Nú hefur Ólafur boðað
nýtt framboð sem yrði þá þriðji vett-
vangur hans í borgarmálunum á inn-
an við áratug.
Fyrrverandi samherji Ólafs á
F-lista er Margrét Sverrisdóttir. Þeim
lenti saman út af meirihlutamyndun-
um á fyrri hluta kjörtímabilsins, fyrst
vegna mismunandi afstöðu þeirra til
flugvallarins í tíð vinstrimeirihlutans í
borginni og síðar þegar Ólafur mynd-
aði meirihluta með sjálfstæðismönn-
um. Eftir það komst Margrét ekki að
í borgarstjórn og fór að vinna með
Samfylkingunni. Þar fór hún í prófkjör
fyrr í vetur og hreppti áttunda sætið á
lista flokksins.
Guðný Kristjánsdóttir varð bæjar-
fulltrúi A-listans í Reykjanesbæ sem
bauð fram fyrir síðustu kosningar og
var þá fulltrúi Framsóknarflokksins
á listanum. Í vetur kvaddi hún hins
vegar Framsóknarflokkinn og haslaði
sér völl hjá Samfylkingunni og skipar
annað sæti á lista flokksins fyrir kom-
andi bæjarstjórnarkosningar.
Misjöfn örlög á Skaganum
Það vakti mikla athygli þegar Gísli
S. Einarsson, varaþingmaður Sam-
fylkingarinnar og fyrrverandi þing-
maður Alþýðuflokksins, gekk til liðs
við Sjálfstæðisflokkinn og varð bæj-
arstjóraefni hans fyrir bæjarstjórn-
arkosningar á Akranesi fyrir fjórum
árum. Gísli hafði mikla reynslu af
bæjarmálum enda bæjarfulltrúi Al-
þýðuflokksins áður en hann fór á
þing. Fáir höfðu hins vegar séð fyrir
sér að hann og Sjálfstæðisflokkurinn
ættu svo mikla samleið. Þó varð úr
að hann varð bæjarstjóri þegar sjálf-
stæðismenn mynduðu meirihluta í
bæjarstjórn með F-lista frjálslyndra
og óháðra. Í vor reyndi Gísli svo fyrir
sér í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir
komandi bæjarstjórnarkosningar en
beið afhroð.
Sjálfstæðismenn á Akranesi tóku
ekki öllum nýjum samherjum jafn
illa. Karen Jónsdóttir var oddviti
F-lista fyrir fjórum árum og myndaði
meirihluta í bæjarstjórn með Sjálf-
stæðisflokki. Karen taldist til óháðra
á F-listanum en gekk í Frjálslynda
flokkinn um það leyti sem Magnús
Þór Hafsteinsson, varamaður henn-
ar í bæjarstjórn og þingmaður, tókst
á við Margréti Sverrisdóttur um vara-
formennskuna í Frjálslynda flokkn-
um. Magnús hafði sigur en skömmu
seinna sagði Karen skilið við flokkinn
og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.
Hún hreppti þriðja sætið í prófkjöri
flokksins undir lok febrúar.
Aðkomumenn í Alþýðuflokki
Mikil tíðindi urðu þegar kosið var um
hverjir skyldu skipa sæti á framboðs-
lista Reykjavíkurlistans fyrir kosning-
arnar 1994. Reglurnar voru á þá leið
að hver flokkanna fjögurra sem stóðu
að R-lista átti að fá tvö af efstu níu
sætunum en það áttunda var frátek-
ið fyrir borgarstjóraefnið Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur. Þegar upp var
staðið fór hins vegar svo að bæði sæti
Alþýðuflokksins fóru til manna sem
voru nýliðar á þeim slóðum.
Helgi Pétursson hafði, auk þess
að vera frægur tónlistarmaður í Ríó
Tríói, starfað lengi í Framsóknar-
flokknum. Nú brá hins vegar svo við
að hann gaf kost á sér í hólfi Alþýðu-
flokksins og náði öðru sæta Alþýðu-
flokksins ofarlega á lista. Hitt sætið
féll í skaut Hrannari B. Arnarssyni.
Hrannar hafði áður starfað í Alþýðu-
bandalaginu en gekk til liðs við Þjóð-
PÓLITÍSKU
VISTASKIPTIN
20 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 FRÉTTIR
Flokkaflakk er ef eitthvað er eldra en sjálft flokkakerfið. Frægustu dæmin eru úr landsmálunum en svipt-
ingar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sýna að þar er líka mikið líf. Mörg dæmi eru um að stjórnmála-
menn leiti sér að nýjum vettvangi ef þeir telja sig ekki ná þeim frama sem þeim finnst þeir eiga skilið.
BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON
fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is
Krati úr Framsókn Helgi Pétursson
var Framsóknarmaður sem fékk
brautargengi hjá Alþýðuflokknum í
R-listaprófkjöri.
Á nýjum slóðum Margrét Sverrisdóttir
var úti í kuldanum eftir ósætti við Ólaf
F. Magnússon en öðlaðist framhaldslíf í
Samfylkingunni.
Hafnað í prófkjöri Sjálfstæðismenn
höfnuðu bæjarstjóranum Gísla S.
Einarssyni, fyrrverandi þingmanni
Samfylkingar.
Hampað í prófkjöri Karen Jónsdóttir
byrjaði kjörtímabilið með frjálslyndum
en lauk því með góðum árangri í
prófkjöri Sjálfstæðisflokks.
Á tveimur stöðum Árni Þór Sigurðsson
var varaþingmaður Samfylkingarinnar
og vinstri-grænn borgarfulltrúi á sama
tíma.
Nú hefur Ólafur boðað nýtt fram-
boð sem yrði þá þriðji
vettvangur hans í borg-
armálunum á innan við
áratug.
FRAMHALD
Á NÆSTU
OPNU
Tvær tegundir af grænum Bjarni
Harðarson fer frá því að bjóða fram sem
framsóknargrænn í þingkosningum í
að verða vinstri-grænn í sveitarstjórn-
arkosningum. MYND SIGTRYGGUR ARI
ÞAU SKIPTU UM VETTVANG