Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 42
HROLLVEKJA Í KÓPAVOGI n Mikill hrollur er í stuðningsmönn- um Ármanns Kr. Ólafssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, eftir að ljóst varð að Gunnar Birgis- son, fyrrverandi leiðtogi, ætlar að sitja í þriðja sæti listans eftir að hafa verið gjör- sigraður í Kópa- vogi. Gunnar hafði látið kanna hug Kópavogsbúa til sérframboðs en niðurstaða þess var sú að hann ætti ekkert erindi í slíkt. Í prófkjörs- slagnum sagðist Gunnar ekki ætla að taka sæti á lista nema sem leiðtogi. Nú hefur honum snúist hugur og greinilegt að það verður stríðsástand í flokknum næsta kjörtímabilið. ÚTRÁS Í ÖFGAHÆGRI n Gamansami ritþjófurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er einn mikilvirkasti bloggari lands- ins. Hann er duglegur við að vekja athygli á þjóðþrifamálum á Pressu- bloggi sínu. Einnig er því haldið fram að hann skrifi stóran hluta þess sem birtist undir nafni smáfuglanna á amx.is og þá í umboði Friðbjarn- ar Ketilssonar, sem skráður er sem ritstjóri. Friðbjörn er að mestu laus við þá stílsnilld sem einkennir skrif Hannesar, Styrmis Gunnarssonar og Björns Bjarnasonar eftirlaunaþega sem gjarnan bloggar og vitnar síðan í sjálfan sig. Þessi söfnuður í öfga- hægrinu þykir fá sérstaklega góða út- rás í fuglagarginu. ÖRVÆNTING MOGGANS n Mikil örvænting ríkir í herbúð- um Morgunblaðsins eins og sjá má af augtlýsingum sem birtar eru í Fréttablaðinu. Þar er lögð á það örvæntingarfull áhersla að koma því til skila að blaðið standi frí- blaðinu Frétta- blaðinu framar. Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans, hefur hrist af blaðinu fjölda áskrif- enda með tilheyrandi tekjutapi. Nú auglýsir Mogginn að það borgi sig að kaupa blaðið vegna þess að íþrótta- umfjöllun þess sé svo ítarleg í sam- anburði við fríblaðið. Og þeir eyða hundruðum þúsunda í að auglýsa í fríblaðinu. STOFNANDI ELDGOSSINS n Svo er að skilja á auglýsingum Moggans í Fréttablaðinu að blaðið hafi stofnað til eldgossins á Fimm- vörðuhálsinum. Morgunblaðið stær- ir sig af því í auglýsingu í Fréttablað- inu að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hafi byrjað í Mogganum. Fréttablað- ið hefur væntanlega fengið krónur í kassann frá keppinautnum fyrir aug- lýsingarnar en stoltið er augljóslega sært og til sölu í Skaftahlíð. Átökin sem nú standa milli auðkonunnar Guðbjargar Matthíasdóttur, aðal- eiganda Moggans, og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiganda Frétta- blaðsins, þykja vísbending um að senn hefjist lokaorrusta risanna sem ekki geti endað nema með dauða annars. Jóhanna Sigurðardóttir líkir vinstri grænum við ketti, því henni þykir svo erfitt að smala þeim. Sjálf er hún eins og fíll í postulínsbúð. „Ein flokkssystir okkar orðaði þetta ágætlega þegar hún sagði að þetta væri „eins og að smala köttum“,“ sagði Jóhanna við hjörð sína. Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, kisulóra í VG, svaraði Jóhönnu um hæl með dramatískri lýsingu á ágæti katta. „Kettir eru mjög lífseigar skepnur, þeir geta jafnað sig óvenju hratt eftir slys eða alvarleg veikindi, svo ekki sé talað um hæfni þeirra til að lifa af fall úr mikilli hæð eins og dæmin sanna.“ Hver sá sem þekkir til katta veit að helsta einkenni þeirra er ekki að vera góðir í að hrapa. Það sem er mest áberandi í fari þeirra er að þeir sofa allan daginn og hlýða engu. Eins og vandræðaunglingar. Svo fara þeir út á nóttunni og draga jafnvel ein- hvern ófögnuð af götunni. Rétt eins og VG hefur dregið suma inn á þing. Flest dýr eru til einhvers nýtileg fyrir mannfólkið. En aldrei nokkurn tím- ann hefur orðið gagn að ketti, ef frá er skilinn hæfileiki hans til að éta mýs. Jóhanna sýnir sjaldgæfan húmor með líkingunni. En grínið snýr helst að þeim sem Jóhönnu tekst að smala, rollunum í Samfylk- gunni. Þær hafa sýnt einstaka getu til að láta smala sér. Til dæmis eru fáir sem hefðu farið eins og lömb til slátr- unar rakleitt fram af bjargbrúninni eins og kibburnar í Samfylk- ingunni gerðu í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kettir hefðu klárlega ekki látið smala sér út í slíkt. Og ef þeir hefðu hrapað hefðu þeir væntanlega lifað fallið af. Það væri ósanngjarnt gagnvart kindastofnin-um að líkja meðlimum í ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks við rollur. Kindur hafa þrátt fyrir allt saman sjálfstæðan vilja. Þeir líktust meira örmum kolkrabba, sem dönsuðu eftir höfðinu. Kol- krabbinn spýtti bleki ef honum var ógnað. Það þótti gera hann hæfan til að skrifa Morgunblaðið. Líkingarmál Jóhönnu snýst um að koma því á framfæri að vinstri græn-ir séu ekki hæfir í hjörð. Því „of mikil orka og tími fer í að smala þeim saman og ná málum í gegn“ kvartar hún. Þess ber að geta að árið 1994 ákvað Jóhanna sjálf að segja sig úr Alþýðu- flokknum, vegna þess að hún vildi ekki láta smala sér. Það er fágætur heiðarleiki af Jóhönnu að nota líkingar úr smalamennsku til að lýsa þingræðinu. En það er eig- inlega sama hvernig á það er litið. Þú smalar ekki fólki. Það tíðkast bara í JÓHANNA HÚMORISTI „Líkt og margir langaði mig að verða ríkur.“ n Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðskempa og þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, sem þarf að verjast gegn Landsbankanum fyrir dómi vegna tuttugu milljóna króna kröfu bankans. - DV „Bjór- og pítsudeildin.“ n Annað nafn Jóns Gnarrs yfir ungliðahreyf- ingu Besta flokksins, UngBest, en ekki er ólíklegt að hann sé þar með að skjóta á ungliðahreyfingar annarra flokka og hlutverk þeirra. - DV „Ég er að austan, sunnan, norðan og vestan.“ n Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, sem hefur farið hamförum við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi undanfarna daga, aðspurður hver hann sé. - DV „Margslunginn.“ n Það orð sem bjórsmakkarar DV notuðu til að lýsa besta páskabjórnum í bragðkönnun DV. Sá sem varð fyrir valinu var páskabjór Kalda sem er íslensk framleiðsla að norðan. - DV „Prinsinn að vestan hoppaði bara í viðtal og talaði um íslenska menn- ingu og matarlyst við tvær naktar konur.“ n Örn Elías Guðmundsson, best þekktur sem Mugison, sem var í viðtali við vefsjónvarpsstöð- ina NakedNews. - Fréttablaðið Vonleysið og Jón Gnarr Eitthvað er bogið í borginni. Sterkasti nýliðinn í stjórnmálastéttinni er Jón Gnarr og Besti flokkurinn. Jón virðist vera afleitt efni í góðan stjórnmála- mann. Hann hefur enga reynslu á því sviði, talar ekki eins og stjórnmálamaður og hefur þá yfirlýstu stefnu að komast í þægilegt starf á háum launum. Samt fær hann 12 prósenta fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mörg dæmi eru um að frambjóðendur bjóði gull og græna skóga í kosningabarátt- unni í hálft ár eða svo, en taki síðan þrjú og hálft ár í að ná sér eftir erfiðið. Mesti anna- tími stjórnmálamanna er þegar þeir eru að sannfæra kjósendur um að kjósa sig. Á kosninganótt eru þeir spurðir hvað fyrsta verk þeirra verður, ef þeir ná kjöri. Svar- ið er oft að þeir ætli að sofa út og hvíla sig, einmitt þegar vinna þeirra á að byrja. Eftir hrunið var meira álag á þeim, en það er ekki stefnu- breyting, heldur afleiðing starfa þeirra. Jón mun í það minnsta ekki koma aftan að fólki þegar hann hefur það náðugt á kostnað borgarbúa. Stefnuyfirlýsing Besta flokksins er skrifuð á venjulegri íslensku, en ekki fyrirvara-tungu- máli stjórnmálanna, þar sem ekki er lofað, heldur heitið því að skoða. Hún hefur yfir sér heiðarlegan og nánast barnalegan blæ. En til að útskýra stuðning við flokkinn þarf að horfa út fyrir flokkinn sjálfan. Hrunið er merkur minnisvarði um sofandi og aðgerðarlausa stjórnmálamenn, sem og auðmenn sem ólu þá sér við brjóst. Borg- arstjórnartíð Ólafs F. Magnússonar og Jakobs Frímanns Magnússonar mið- borgarstjóra og taumlaus valdagræðgi borgarfulltrúanna sem nýttu sér Ólaf er líka minnisstætt tilfelli. Íslensk stjórnmál hafa verið afhjúp- uð sem farsi eiginhagsmuna- seggja. Það hefur gripið um sig níhilismi meðal stórs hluta kjósenda. Þeim virðist sem það skipti engu máli hverja þeir kjósa. Best sé að kjósa þann sem segir í það minnsta satt um að hann láti stýrast af eiginhagsmunum. Í tómhyggj- unni endurspeglast misheppnuð endurnýjun flokkakerfisins. Vonarneistinn Jóhanna Sigurðardóttir veldur fólki stöðugum vonbrigðum, að því er virðist helst af þeirri undarlegu ástæðu að hún kann illa að leika stjórnmálamann og „tala kjark í þjóðina“. Líkt og hægt sé að tala sig út úr vandanum. Nýi sproti stjórnmálanna, Borg- arahreyfingin, breyttist á mettíma í Hreyf- ingu þriggja alþingismanna án borgaranna. Nýr leiðtogi Framsóknarflokksins slær út forvera sína í upphlaupum og skyndilegum kröfum um afsögn ríkisstjórnarinnar. Ice- save gleypti Steingrím J. Sigfússon með húð og hári. Og Bjarni Benediktsson náði í rauninni aldrei nýju upphafi. Davíð Oddsson gekk aft- ur á landsfundinum þar sem Bjarni var kjör- inn formaður. Stuðningurinn við Besta flokk Jóns Gnarrs segir meira um okkur sjálf og gömlu flokkana en um hann. Hann ætti að heita Skásti flokk- urinn. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Framboð Jóns Gnarrs og stuðningurinn við það segir okkur meira um okkur sjálf og gömlu flokkana en um hann. 42 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA Kattafár á krepputímum Við lifum á svo skemmtilegum tímum að leiðin getur einung- is legið upp á við. Daprara getur ástandið ekki orðið. Ríkisstjórn Jó- hönnu og Steingríms J. hefur ekki ennþá tekist að andskotast uppúr hjólförum þeim sem helminga- skiptaveldið skildi eftir. Sárin eft- ir utanvegaaksturinn og ofbeit- ina bíða þess enn að átak hefjist. Blásnir melar og dauðvona auðn bíða þess að dugmikil þjóð fái op- inbert leyfi til athafna. Í allri stjórnsýslunni, í öllum sölum Alþingis og í öllum ráðu- neytum dottar fólk og lætur sig dreyma. Á silkipúðunum, sem svefndrukkið trúfélag góðær- is skildi eftir, liggja rjómaspikaðir kettir og mala sig í gegnum djúp- an svefn en martröð læðist um gáttir almennings. Doðinn minn- ir stöðugt á þá smán sem þjóð- in mátti þola með andlegri aftöku og efnahagslegri kviksetningu á meðan niðurgangur græðginnar fór um stólpípur sinnulausra hag- spekinga stjórnsýslunnar. Þeirri hjörð sem þingsali gistir hefur fyrst og fremst tekist að svæfa alla athafnagleði þjóðarinnar. Að vísu hefur þeim tekist að vekja af værum blundi marga þá menn sem helst ættu að vera í fangaklef- um. Jú, svo mega þau litlu skinn- in eiga það, að þeim hefur tekist að virkja náhirð helmingaskipta, þjappa saman LÍÚ-mafíunni og fresta birtingu þeirrar skýrslu sem átti eiginlega að verða plástur á sálarsár okkar allra. Ástandið getur ekki versnað. Rofabörðin þola ekki bið. Landið er að sameinast skýjum og fýkur á haf út. Núna er krafan ekki lengur sú að gera þurfi eitthvað markvert. Í dag er uppi hin hógværa krafa til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur: – Gerið bara eitthvað! Víst er verkþekking ríkisvalds- ins einstök. Og auðvitað er óþarfi að smala köttum með hrossa- bresti. Réttast er að sækja ylvolga og fituríka mjólk í ríkisspena og fylla skálar hefðarkattanna. En samtímis er gott að strjúka létt yfir pelsinn svo ekki komi styggð að þeim kisum sem rorra í ró og næði. Sjálfstæðan vilja katta má ábyggilega brjóta á bak aftur. Ef- laust má með mikilli hörku gera að hjarðdýrum þá ketti sem helst vilja vera í eigin heimi og fara í einu og öllu að þeirri sannfæringu sem ljúft og innilegt mal blæs þeim í brjóst. En líklega er algjör óþarfi að ofdekra útblásna ketti á meðan alþýðan sveltur. Hér valdaklíkur virka enn það varla teljast fréttir því inni á þingi eru menn einsog villtir kettir. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Ástandið getur ekki versnað.“ SKÁLDIÐ SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.