Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 FRÉTTIR Talið er að sjálfsvígsárásirnar tvær í Lubjanka-lestarstöðinni í Moskvu á mánudaginn hafi verið fram- kvæmdar af „Svörtu ekkjunum“ svonefndu. Á þriðjudaginn höfðu engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. Einnig óttast menn að árásirnar kunni að vera upphaf nýs heilags stríðs sem runnið sé undan rifjum herskárra múslíma í Norð- ur-Kákasushéruðunum. Árásirnar kostuðu um fjöru- tíu mannslíf og um sjötíu manns særðust. Árásirnar voru gerð- ar á háannatíma, önnur nánast beint undir höfuðstöðvum leyni- þjónustu Rússlands, FSB, og hin nærri aðsetri innanríkisráðuneytis landsins. Dmitry Medvedev, forseti Rúss- lands, hefur heitið að „finna og uppræta“ skipuleggjendur árás- anna og sagði að þeir væru „ein- faldlega skepnur“. Medvedev gagnrýndi óbeint öryggissveitir landsins og sagði ljóst að það sem búið væri að gera í öryggismálum hrykki skammt. Vladimír Pútín forsætisráð- herra stytti heimsókn sína til Síb- eríu og lofaði, líkt og Medvedev, að „hryðjuverkamönnunum yrði eytt“. Svörtu ekkjurnar Talið er að Svörtu ekkjurnar sam- anstandi af tsjetsjenskum konum sem misstu eiginmenn sína í stríði tsjetsjenskra uppreisnarmanna við rússneska herinn og var þeim kennt um fjölda sjálfsvígsárása sem gerðar voru í Moskvu 2003 og 2004. Rússneskir fjölmiðlar gáfu kon- unum nafnið Svörtu ekkjurnar og sagt er að þær séu viljugar, og jafn- vel mjög umhugað, að verða píslar- vottar. Oftar en ekki er það hefnd- arþorsti í garð Rússa sem drífur þær áfram, eftir að þær horfðu upp á dauða barna, eiginmanna og annarra ættingja í tveimur Tsjet- sjeníustyrjöldum á tíunda áratugn- um. Alla jafna tóku konur ekki þátt í bardögum rússneskra hermanna og tsjetsjenskra uppreisnarmanna og sjálfsvígsárásir heyrðu nánast til undantekninga í stríðinu í Tsjetsje- níu. Nýtt af nálinni Í júní árið 2002 brutu tvær tsje- tsjenskar konur blað í þeim efnum þegar þær óku flutningabíl hlöðn- um sprengiefni inn í lögreglustöð. Önnur kvennanna hét Khava Barayeva og var ættingi Movs- ars Barayev, skæruliðaleiðtogans sem skipulagði gíslatökuna í Du- brovka-leikhúsinu í Moskvu árið 2002. Þegar upp var staðið lágu 129 manns í valnum. Árás Khövu Barayeva á lög- reglustöðina þótti svo sérstök að einn vinsælasti listamaður Tsje- tsjeníu samdi um hana lag. En þrátt fyrir árás Khövu var það ekki fyrr en í umsátrinu um Du- brovka-leikhúsið sem Rússar gerðu sér grein fyrir því að konur gætu tekið þátt í baráttu Tsjetsjena. Eftir að sérsveitir höfðu náð leikhúsinu á sitt vald gat að líta nokkrar kon- ur úr hópi hryðjuverkamannanna dauðar í sætum leikhússins. Þvingaðar til árása Eftir árásir á lestarstöð í Moskvu árið 2004 sögðu rússneskir ráða- menn að sjálfsvígsárásir kvenna væru einöngruð tilvik og að þær væru fjármagnaðar af málalið- um. En einnig kom upp nýr flötur á starfsemi þeirra þegar kona ein sem klúðrað hafði árás á veitinga- stað í Moskvu árið áður upplýsti rússneska dagblaðið Izvestia um að hún hefði gengið til liðs við upp- reisnarhóp eftir að hún stal skart- gripum að andvirði um eitt hundr- að þúsund króna frá fjölskyldu látins eiginmanns síns. Sagði kon- an að hún hefði viljað endurgreiða fjölskyldunni og ef hún hefði fram- kvæmt sjálfsvígsárásina hefði fjöl- skyldan fengið 1.000 Bandaríkja- dali, eða um 130 þúsund krónur. Hvað sem frásögn konunnar líð- ur hafa leiðtogar tsjetsjenskra upp- reisnarmanna fullyrt að konurnar gangi sjálfviljugar til sjálfsvígsárása og fjöldinn allur sé þess reiðubú- inn að fylgja í fótspor þeirra. Blóðhefnd Á meðal þeirra kynþátta sem búa í Norður-Kákasushéruðunum er krafan um blóðhefnd rík og oft og tíðum er það talin skylda að þeir sem lifa hefni fyrir dráp á ættingj- um. En sjálfsvígsárásir kvennanna má ekki undantekningalaust rekja til tryggðar þeirra gagnvart heilögu íslömsku stríði gegn rússneskum „heiðingjum“ eða þrár eftir per- sónulegri hefnd. Þess eru þekkt dæmi að konur hafi verið heilaþvegnar eða kúg- aðar til að taka þátt í árásum vegna þess að þær hafa safnað upp skuld- um sem þær geta ekki borgað, eða þeim verið nauðgað og talið trú um að þær væru smánarblettur á sam- félaginu. Svörtu ekkjurnar draga nafn sitt af skósíðum svörtum kuflum sem margar þeirra hafa íklæðst við árásir, og um sig miðja hafa þær belti hlaðið sprengiefni og málm- brotum. Þar sem þær gera ekki ráð fyr- ir því að þurfa að kemba hærurnar hafa þær ekki fyrir því að hylja andlit sitt og Rússum stendur sérstaklega mikil ógn af þeim. Rússar eiga erf- itt með að skilja hið djúpstæða hat- ur sem konurnar bera í garð Rússa og telja sumir að um sé að kenna ritskoðaðri umfjöllum fjölmiðla af hernaði Rússa í Tsjetsjeníu. SVÖRTU EKKJURNAR Þeir eru „einfald-lega skepnur“, sagði Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, og hét að „finna og upp- ræta“ skipuleggjendur árásanna. Hryðjuverkaárásirnar í Lubjanka- lestarstöðinni í Moskvu hafa vakið upp vangaveltur um að nýtt heil- agt stríð sé í uppsiglingu. Hryðju- verkin voru framin af tveimur Svörtum ekkjum, svonefndum, en þær voru ötular við sjálfsvígsárás- ir í upphafi aldarinnar. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is DUBROVKA-LEIKHÚSIÐ Í MOSKVU Þann 23. október árið 2002 voru rúmlega átta hundruð manns tekin í gíslingu af fjörutíu til fimmtíu herskáum íslömskum aðskilnaðarsinnum frá Tsjetsjeníu í Dubrovka-leikhúsinu í Moskvu. Á meðal hryðjuverkamannanna voru nítján konur, meðlimir Svörtu ekknanna. Eftir nokkurra daga umsátur brugðu rússneskar sérsveitir á það ráð að dæla einhvers konar gasi inn í leikhúsið og réðust síðan til inngöngu. Sagt er að Svörtu ekkjurnar hafi ekki náð að ræsa sprengibúnaðinn sem þær báru um sig miðja og hafa sumir sérfræðingar velt upp þeirri skýringu að þær hafi beðið fyrirmæla um slíkt frá karlkyns stjórnanda. Ef sú hefur verið raunin má telja að Svörtu ekkjurnar hafi verið óvirkir þátttakendur frekar en virkir bardagamenn. Samkvæmt opinberum upplýsingum voru 39 hryðjuverkamenn drepnir af rússneskum sérsveitum og að minnsta kosti 139 gíslar létu lífið, flestir af völdum gassins sem dælt var inn í leikhúsið. BARNASKÓLI Í BESLAN Í septemberbyrjun árið 2004 tóku hryðjuverkamenn frá Ingúsetíu og Tsjet- sjeníu yfir 1.100 manns í gíslingu í skóla númer eitt í Beslan í Norður-Ossetíu. Á meðal gíslanna voru hátt í átta hundruð börn. Tvær Svartar ekkjur voru á meðal hryðjuverkamannanna og í fréttum af atvikinu var ýjað að því að í það minnsta ein kvennanna hefði lýst efasemdum um réttmæti gíslatökunnar og verið sprengd í loft upp af karlkyns hryðjuverka- manni fyrir vikið. Þegar upp var staðið lágu tæplega þrjú hundruð og fimmtíu manns í valnum, þar af 186 börn. Ein og yfirgefin Gíslatakan í leikhúsinu endaði með hörmungum. Fórnarlamba minnst Fjöldi barna var á meðal þeirra sem myrtir voru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.