Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 FRÉTTIR Ég er náttúrlega hin mesta dræsa. Það eru það allar konur sem hafa aðrar hugmyndir um samskipti kynj- anna en gengur og gerist. Þannig að ég er dræsa jafnvel þótt ég sé ekki tvítug í netsokkabuxum,“ segir Eva Hauksdóttir, oftar en ekki kölluð Eva norn. Hún var að senda frá sér bók- ina Ekki lita út fyrir – Sjálfshjálpar- bók handa sjálfri mér og öðrum ýl- andi dræsum. Ofvaxin blygðunarkennd „Ég skrifa það sem ég kalla sýndar- raunsæi,“ heldur Eva áfram um bók- ina. „Ég blanda saman dagbók, end- urminningum, ýmsum pistlum og skáldskap,“ en Eva segir bókina fjalla um einsemd mannsins í heimi sem er fullur af hræsni og ofvaxinni blygð- unarkennd. „Ég er í raun að gefa dræsunni rödd og útlit. Það er hóp- ur kvenna sem býr við mjög mikla þöggun í vestrænu samfélagi. Kon- ur sem ögra viðteknum hugmyndum um samkipti kynjanna, kynferði og siðferði. Þær konur sem eru kallað- ar dræsur. Ég er að leyfa hennar rödd að heyrast og útskýra hvað gengur á í hausnum á konu sem er í svona mik- illi andstöðu við samfélag sitt.“ Eva segir erfitt að útskýra í stuttu máli hver hugmyndafræðin í bókinni sé. „Fólk þarf í raun að lesa bókina til þess að fatta hvert ég er að fara. Því ég kem víða við. Ég kem inn á klám- og kynlífsiðnaðinn sem á eflaust eftir að sjokkera marga. Ég tala einnig um blygðunarkennd og nánd. Mér finnst til dæmis ekki vera neitt lögmál að skyndikynni þurfi að vera merki um slæma sjálfsvirðingu. Ég skrifa tölu- vert um hvað er að gerast í hausnum á fólki þegar það stundar skyndi- kynni eða á bólfélaga sem það ætlar ekki að giftast eða eignast börn með.“ Skíthælar með typpi eða píku Eva tekur einnig fyrir það sem hún kallar mótsagnir um mannslíkam- ann í nútímasamfélagi. „Í raunaf- stöðu samfélagsins til líkamans og tísku. Þessa kröfu sem við búum við um fullkomið útlit á sama tíma og okkur er bannað að vera ánægð með sjálf okkur. Við eigum að vera rosa- lega lítillát en á sama tíma að vera mjög upptekin af því hvað sé full- komið útlit.“ Eva hefur líka sitt hvað um fem- ínisma að segja sem henn finnst í dag fókusera of mikið á vissa hluti. „Mér finnst femínismi eins og hann er í dag snúast óhóflega mikið um að koma konum í valdastöður. Ég get ekki séð að við séum neitt betur sett að hafa skíthæla með píku frekar en skíthæla með typpi til að stjórna okk- ur. Mér finnst að femínismi ætti frek- ar að fara snúast meira um það sem konur eru að hugsa, hvað við viljum og hvernig við upplifum okkur til- finningalega en ekki að þetta snúist bara um stjórnunarstöður og völd.“ Gagnvirkar bókmenntir Í bók Evu er einnig að finna hin ýmsu skriflegu verkefni sem hún leggur fyrir lesendur sína. „Mér finnst gam- an ef bækur eru gagnvirkar, að les- andinn geti tekið þátt í textanum. Ég hvet fólk til að skrifa í bókina og bæta sínu við hana. Það á ekki að líta á bækur sem eitthvað ósnertanlegt þar sem lesandinn má ekki bæta við sínum hugsunum eða pælingum ef hann vill. Annars eru þessi verkefni bara hjálpartæki í því að fá fólk til þess að hugsa um þessa hluti sjálft og út frá sér. Það er bara mjög fínt ef fólk vill líka bara skrifa aðra bók. Þessi verk- efni eru ekkert heilög og það má líka alveg skrifa ný verkefni. Margir textar sem er að finna í bók Evu eru hugleiðingar hennar und- anfarin ár sem höfðu meðal ann- ars birst á bloggsíðu hennar en hug- myndin að því að skrifa bókina og að gefa dræsunni rödd og útlit eins og hún hafði nefnt kviknaði fyrir ári þegar hún var að vinna með Ingólfi Júlíussyni ljósmyndara. „Þá datt okk- ur í hug að gefa dræsunni útlit líka,“ en Ingólfur tekur þær ljósmyndir af Evu sem er að finna í bókinni. Undirstrikar nekt textans Það er töluvert af nektarmyndum að finna af Evu í bókinni þar sem hún sýnir líkama sinn óhrædd eins og hann er í raun og veru. „Ég vildi með myndunum undirstrika þessa brengluðu sýn sem er á líkamann. Nú er ég á fimmtugsaldri og við vorum alveg sammála um það ég og Ingólfur að fara ekki að fegra mig. Photoshoppa ekki lærapoka eða annað í burtu heldur bara að leyfa þessum hlutum að vera það sem þeir eru.“ Eva segir nektarmyndirnar líka undirstrika nekt textans í bók- inni. „Ég er mjög óvægin í textan- um. í minn garð og samfélagsins. Hún undirstrikar þetta líka eins og ég segi líka að við þurfum ekki að skammast okkar fyrir líkamann þótt við séum ekki tuttugu og fimm ára lengur.“ Ekki hrædd við fátækt Eva var áberandi í heimildarmynd- inni Guð blessi Ísland. Þar var fylgst með lífi hennar á meðan á bús- áhaldabyltingunni stóð en í mynd- inni var Eva að undirbúa brott- fluttning frá Íslandi. Hún býr núna í Danmörku þar sem hún hefur verið frá því að hún flutti út. „Mér líður alveg ágætlega úti. Ég bý í litlu þorpi þar sem er nú ekki mikið að gerast en það hent- ar mér ágætlega. Ég þrífst hvar sem er.“ Eva undirstrikar þó að hún hafi ekki flutt frá Íslandi út af efnahags- aðstæðum. „Ég flúði ekki Ísland út af kreppunni eins og er altalað. Ég vil bara ekki eiga viðskipti við þau stórfyrirtæki og þá banka sem hér eru. Ég vil ekki eiga viðskipti við þessa skíthæla og það er ekki hægt að komast hjá því ef maður býr hér. Ég lít á þetta sem pólitíska yfirlýs- ingu af minni hálfu en ekki það að ég sé eitthvað hrædd við fátækt.“ Aðspurð hvort hún muni snúa aftur heim þegar skíthælarnir séu farnir segir hún: „Ég sé ekki fyr- ir mér að það sé að fara gerast í bráð. Til þess þarf alvörubyltingu. Ekki bara nýja stjórn heldur al- vörubreytingar á stjórnkerfinu. Ég er með ákveðnar hugmyndir um hvernig sé hægt að framkvæma það og ég ætla að tala um það á Aust- urvelli klukkan þrjú á laugardag- inn þegar Alþingi götunnar kemur saman.“ Eva Hauksdóttir sendi nýlega frá sér bókina Ekki lita út fyrir þar sem hún gefur dræsunni í nútímasamfélagi rödd og andlit. Hún fer djúpt í þær ranghugmyndir sem hún segir plaga samfélagið en í bókinni er að finna endurminningar, skáldskap, pistla og pælingar svo eitthvað sé nefnt. GEFUR DRÆSUNNI RÖDD OG ÚTLIT Ég get ekki séð að við séum neitt betur sett að hafa skíthæla með píku frekar en skíthæla með typpi til að stjórna okkur. Eva Hauksdóttir Bókin fjallar um einsemd mannsins í heimi sem er fullur af hræsni og ofvaxinni blygðunarkennd. MYND INGÓ Eins og hún er klædd Eva kemur til dyranna eins og hún er klædd, eða þá ekki klædd. MYND INGÓ ÁSGEIR JÓNSSON blaðamaður skrifar: asgeir@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.