Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 68
68 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 VERÖLD 91 AQUARII AB Þegar við ímyndum okkur plánetur sjáum við fyrir okkur plánetur sem snúast í kringum eina stóra sól. En staðreyndin er hins vegar sú að fjölmargar stjörnur sem við sjáum á himninum eru sólkerfi fleiri en einnar sólar. Í sólkerfinu 91 Aquarii eru fimm stjörnur og í nóvember 2003 var stór gaspláneta í sólkerfinu uppgötvuð. Hún snýst í kringum aðalsólina 91 Aqu- arii A og var plánetan því nefnd 91 Aquarii Ab til að forðast rugling við aðrar stjörnur sólkerfisins. Það er mjög erfitt fyrir vísindamenn að koma auga á plán- etur í sólkerfum margra stjarna, því bjarmi þeirra felur pláneturnar gjarnan. Því er 91 Aquarii Ab ein fárra pláneta sem uppgötvuð hefur verið í slíku sólkerfi. UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is TÚLÍPANAÆÐIÐ n Verðbólan sem myndaðist á verði túlípana í Hollandi um miðja sautjándu öldina er oft nefnd sem fyrsta efnahags- bóla sögunnar. Túlípanar komu fyrst til sögunnar í Evrópu á sextándu öld þegar blómin voru flutt frá sólríkum lendum Tyrklands. Túlípanar slógu í gegn hjá Hol- lendingum og kepptist yfirstéttarfólk um að eignast þessi litskrúðugu blóm, sem urðu með tímanum að stöðutákni. Túl- ípanalaukar voru fluttir inn frá Tyrklandi og síðar hófu hollenskir garðyrkjumenn að rækta túlípana. Samhliða þessu óx eftirspurn eftir túlipönum gífurlega og á hátindi túlípanaæðisins voru knippi af túlípanalaukum verðlögð á ríflega tíföld árslaun iðnverkamanns. Í febrúar 1637 hrundi hins vegar túlípanamarkaðurinn til grunna og í mörg ár á eftir fékkst lágt verð fyrir laukana. Nú til dags er hugtakið „túlípanaæði“ notað um ýmsar efnahagsbólur í víðu tilliti. MINNIR Á MUNK n Saki-apar eru af ættkvísl nýja- heimsapakatta. Gvæönusaki sem hér sést á mynd er nokkuð spaugi- legur í framan. Hann dvelur nær eingöngu í trjám í hinum víðfeðma Amasón-frum- skógi og þar á meðal í Brasilíu, Venesúela, Súrí nam og Frönsku-Gvæ- önu. Gvæönusaki er stundum nefndur munksaki þar sem feldurinn á höfði apans líkist nokkuð sígildri munkaklippingu. Apar af þessari tegund eru mjög sjaldséðir utan náttúrulegra heimkynna sinna. Tilraunir manna til að klófesta apa af tegundinni, til að flytja í dýragarð, enda nær oftast mjög illa. Gvæönusaki er mjög fælinn api og getur dáið úr taugaáfalli við minnsta áreiti. Aparnir leggja aðallega hnetur, ávexti og fræ sér til munns. EYJAN SEM HVARF n Suður-Talpattieyja í Bengalflóa var lengi þrætuepli stjórnvalda á Indlandi og í Bangladess sem börðust um yfirráð yfir henni. Eyjan var ekki stór, mannlaus og ekki merkileg að öðru leyti en að í grennd við hana liggja mikil olíuauðæfi í hafinu. Ríkin áttu í áratugalöngu sandkassastríði um eyjuna og skiptust á að merkja hana með fánum landanna og vakta hana með herskipum. Enginn gat skorið úr um hvort ríkið ætti tilkall til eyjarinnar fram yfir hitt. En nú geta Indverjar og Bangladessar loksins hætt að rífast um Suður-Talpattieyju, því hún er horfin í sæ. Indverskir landfræðingar í Jadavpur-háskólanum staðfestu það 24. mars eftir að hafa að rýnt í gervitungla- myndir. Hellismunninn er nægilega stór til að tvær meðalstórar þyrlur geti lent inni í hellin-um. Við erum stödd í La Cueva del Fant-asma, Draugshelli í suðurhluta Venesú- ela. Á þessum slóðum eru einar elstu bergtegundir heims og lífríkið með því fjölbreyttasta sem þekk- ist. Svæðið, sem stundum er kallað „Venesúelska- Gvæana“ er gríðarlega erfitt yfirferðar, fyrir mann- fólkið, hulið frumskógi og háum fjöllum og hæðum. Það var því ekki fyrr en fyrir nokkrum árum sem hellirinn uppgötvaðist. Inni í hellinum fundu vís- indamenn áður óuppgötvaða froskategund, Colos- thetus Breweri, sem nefnd var eftir manninum sem kom fyrstur auga á hana, Charles Brewer-Carías. Líffræðingar lýsa dýrinu sem smávöxnum og hrað- skreiðum froski sem búi á klettasnösum og í lækj- arpollum í hellinum og hlíðunum í kringum hann. Hár foss rennur niður einn hellisvegginn og myndar litla tjörn. Fyrst héldu menn að hellirinn væri sá stærsti í heimi, en hellasérfræðingar bentu svo á að hann væri strangt til tekið ekki hellir, held- ur djúpt gil sem hrunið hefði yfir. Vísindamennirn- ir stöldruðu ekki lengi við í La Cueva del Fantasma, heldur komu sér til byggða áður en sólin hneig til viðar, enda áttu þeir gífurlega langa leið fyrir hönd- um. Enda vilja menn ekki traðka mikið á þessari óspilltu frumskógarparadís. Í óbyggðum og frumskógarlendi í suðurhluta Venesúela rákust menn á gríðarstóran helli fyrir nokkrum árum. Þar hafði enginn maður stigið fæti áður, svo vitað sé. Hellirinn er svo stór að í honum er hægt að lenda þyrlum. RISAHELLIR Í FRUMSKÓGINUM Ný tegund Áður óuppgötvuð frosktegund fannst í hellinum. Talið er að tegundin lifi aðeins í hellinum og næsta nágrenni við hann. Þykkir frumskógar Amasónsvæðið teygir sig inn á suðurhluta Venesúela og þar vaxa þykkir frumskógar með ótrúlegu lífríki. Gríðarstór hellir Ef horft er vel á myndina sjást tvær þyrlur á hellisgólfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.