Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 66
66 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 PÁSKABLAÐ S úkkulaðipáskaegg verða fyrir- ferðarmikil í verslunum lands- ins í aðdraganda páska og birt- ast nánast á sama tíma og lóan, sá ljúfi vorboði. Hér á landi hafa kjúklingar framtíðar í seinni tíð orðið tákn páskanna, enda voru þeir lengi þess heiðurs aðnjótandi að vera einir um að tróna á toppi skreyttra íslenskra páska- eggja. Síðar meir urðu þeir þó að einhverju marki að víkja fyrir bláum strumpum og fleiri fígúrum. En einni alþjóðlegri táknmynd páskanna, páskahéranum, hefur ekki tekist almennilega að skjóta rótum hér á landi. Í sjálfu sér er ekkert dularfullt við það; dýr af héraætt hafa ekki öðl- ast mikinn sess í íslenskri menningu. Kanínan var lengi vel fyrst og fremst gæludýr en hefur hin síðari ár komið sér fyrir í Öskjuhlíðinni. Kanínan hefur þó látið sig páskafár og -hefðir litlu skipta, enda önnum kafin við að gera það sem henni lætur best, að fjölga sér, en það er einmitt vegna þess eiginleika sem hún tengist þeim tíma árs sem páskana ber upp á. PÁSKAHÉRI MEÐ PÁSKAEGG Páskakanínan eða páskahérinn er fígúra sem myndbirtist sem héri sem kemur færandi páskaegg. Á stundum er hann í mannlegri mynd að því leytinu til að hann er til dæm- is klæddur fötum. Í þjóðsögum kemur hérinn með körfu fyllta með litskrúðugum eggjum, sælgæti og jafnvel leikföngum á heimili barna aðfaranótt páskadags. Þar setur hérinn körfuna á fyrir fram ákveð- inn og til þess gerðan stað eða hann felur hana einhvers staðar innanhúss eða í garðinum og verða börnin að leita körfunnar að morgni páskadags. Að því leytinu til er páskahérinn líkur jólasveininum því báðir koma þeir fær- andi hendi með gjafir handa börnum þó á tveimur ólíkum hátíðum sé. ÓHOLL Í ÓHÓFI Uppruni páskahérans sem táknmyndar sem færir páskaegg virðist vera í Elsass og Efri-Rín- arlöndum, sem á þeim tíma, snemma á sautj- ándu öld, tilheyrðu hinu heilaga rómverska ríki þýskrar þjóðar og suðvesturhluta Þýska- lands þar sem hans var fyrst getið í þýsku riti. Samkvæmt Wikipedia var fyrst minnst á páskahéra með páskaegg í De ovis paschali- bus (Um páskaegg) eftir Georg Franck von Frankenau. En þar skírskotaði von Frankenau til hefðar í Elsass-héraði í Frakklandi. Enn var þess þó langt að bíða að ætir páska- hérar kæmu á markað, en þeir fyrstu þeirr- ar tegundar voru framleiddir í Þýskalandi snemma á nítjándu öld og voru gerðar úr deigi og sykri. Þrátt fyrir að kanínan hafi blandast í páskasiði síðar meir var upphaflega um að ræða páskahéra en ekki páskakanínu. ÞÝSK MENNING FÆRIST VESTUR UM HAF Páskahérinn var með í för þegar þýskir land- nemar komu til Pennsylvaníu í Ameríku á átj- ándu öld. Þar var koma páskahérans talin til einnar mestu gleði bernskunnar og lék páska- hérinn jafnstórt hlutverk og þýska jólabarnið (Christkindl) gerði á jólakvöldi í Þýskalandi. Samkvæmt hefðinni byggðu börn hreiður í skærum litum, gjarna úr húfum og höttum, í afkimum við heimili sín. Ef börnin höfðu ver- ið þæg og góð myndi páskahérinn leggja litrík egg í hreiðrið. Eftir að siðurinn varð útbreidd- ari breyttist hreiðrið í nýtískulega fjöldafram- leidda körfu og sá siður að byggja hreiður á af- viknum stað heyrði brátt sögunni til. Þess í stað varð venjan sú að fela körfuna. LITUR BLÓÐS Hvaðan sá forni siður að lita egg er upp- runninn er ekki vitað, en vorkoman og blómaskrúð þess tíma kann að eiga þar þátt, og egg sem soðin voru með blómum skiptu um lit og færðu vorið inn fyrir veggi heim- ilisins. Enn þann dag í dag litar fjöldi kristinna meðlima austrænu rétttrúnaðarkirkjunnar eggin sín rauð, í lit blóðs, í virðingarskyni við blóð krists sem var fórnað, og hugsanlega end- urnýjun lífs með vorkomu. Sumir nota einnig grænan lit til að heiðra nýjan laufgróður sem kemur upp að loknum köldum, löngum vetri. Þýskir mótmælendur vildu halda í þann gamla kaþólska sið að neyta litaðra eggja um páskana, en vildu ekki að börn þeirra kynntust föstusið kaþólsku kirkjunnar. Egg voru forboð- inn matur fyrir kaþólska um páskaföstuna og því enginn skortur á eggjum um páskaleytið. TÁKNMYNDIR FRJÓSEMI Langt aftur í tímann má rekja sögu eggja, kan- ína og héra sem táknmynda frjósemi. Fuglar verpa eggjum og kanínur og hérar gjóta stór- um ungahópum í senn snemma vors og urðu fyrir þær sakir tákn um aukna frjósemi jarðar um vorjafndægur. Barátta karlkyns héra um hylli kvendýranna á þeim árstíma olli því að dýrin urðu fyrirferð- armeiri og sjáanlegri. Kanínur og hérar fjölga sér ört og getnað- ur getur átt sér stað á meðan kvendýrið gengur með. Að auki verða dýrin kynþroska mjög fljótt og geta gotið nokkrum sinnum á ári og oft er haft á orði að einhver „fjölgi sér líkt og kanínur“. Því er ekki að undra að kanínur og hérar hafi orðið frjósemistákn eða að mökunartilburðir þeirra á vormánuðum hafi skapað þeim sess í páskahefðinni. PÁSKAHÉRINN MEÐ EGGIN Hin síðari ár hefur sá páskasiður að fela egg og lita skotið rótum hér á landi. Sú hefð á sér langa sögu og er talin upprunnin í Elsass-héraði í Frakklandi á sautjándu öld. Þá þegar var páskahérinn kominn til sögunnar enda hafa hérar og egg löngum verið tákn- myndir frjósemi og tengst vormánuðum. HÉRINN OG EGGIN Héra sem færði egg var fyrst getið í riti snemma á sautjándu öld. PÓSTKORT FRÁ 1915 Páskahérinn að störfum um páskana. EGG Í HREIÐRI Börn byggðu hreiður fyrir páskahérann að leggja eggin í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.