Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 FRÉTTIR MINNKANDI SKULDAKÓR n Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur þótti tortryggilegur þegar hann varð fyrstur hagfræðinga til þess að gera lítið úr skuld- um þjóðarinn- ar eftir banka- hrun. Draga yrði frá eign- ir, eðlileg lán í góðum farvegi, skoða tekju- hliðina og svo framvegis. Að öllu samanlögðu telur hann skuldir ríkisins liðlega 1.000 milljarða króna eða innan við 60 prósent landsframleiðslunnar. Nú hefur Guðmundi bæst liðsauki. Menn eins og Gylfi Magnússon ráðherra og Jón Daníelsson hag- fræðingur tala nú einnig máli Guð- mundar. Segja má í anda máltæk- isins, að allir vildu nú Lilju kveðið hafa, nema Lilja Mósesdóttir, VG, sem enn hefur áhyggjur af því að heildarskuldir séu meira en þreföld landsframleiðslan. GRÍSKUR HARMUR n Doktor Hannes Hólmsteinn Giss- urarson eru nú lagstur yfir gríska harmleiki og sér fyrir sér Davíð Oddsson sem Kassöndru, sem var þeirri náttúru gædd að sjá allt fyrir en enginn trúði. Ekkert hafi stöðvað dýrkun auðjöfranna eftir að Davíð reyndi sem forsætisráð- herra að koma böndum á fjölmiðla- eign þeirra árið 2004. Enginn hafi hlustað á viðvaranir hans eftir að hann varð seðlabankastjóri. Sumir hafa klórað sér í höfðinu yfir þess- ari samlíkingu doktors Hannesar. Sá hann sumt fyrir og annað ekki? Sá hann til dæmis ekki fyrir Icesa- ve-pláguna þegar hann í stöðu for- sætisráðherra seldi vinum sínum Landsbankann? STJÓRNLÖG GRASRÓTARINNAR n Lítið þykir fara fyrir áformum um endurnýjun stjórnarskrárinnar og lýðræðisumbætur þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda. Nú heyrist að Borgarahreyfingin - ekki Hreyfing- in - hafi uppi áform um að virkja grasrótina til góðra verka og efna til eigin stjórnlagaþings. Ætlunin er að virkja talsverðan hóp til verka og verja til þess einhverju söfnunarfé. Farið yrði um landið, málið kynnt í bak og fyrir og reifaðar hugmyndir um breytingar á stjórnarskránni. Að þessu loknu þykir gráupplagt að efna til kosninga á netinu um mögulegar stjórnarskrárbreyting- ar. Niðurstaðan yrði loks kynnt stjórnvöldum. Þarna væri kom- inn enn einn þrýstihópurinn sem stjórnvöld þurfa að glíma við. SANDKORN Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Fermingargjöfin er íslensk hönnun Ungur nemandi í Reykjavík hefur verið útilokaður frá samskiptum við jafnaldra sína. Hann er af erlendu bergi brotinn og foreldrar bekkj- arsystra hans lögðust gegn áfram- haldandi veru hans í bekknum eftir samskipti við stúlkurnar. Kvartanir foreldra hafa samkvæmt heimildum DV leitt til þess að ungi nemandinn dvelur í sérherbergi yfir skóladaginn, fjarri bekkjarsystkinum, fær hvorki að fara í frímínútur með þeim né borða með þeim hádegismat í mat- sal skólans. Þannig hafa síðustu vik- ur verið hjá drengnum í skólanum. Eftir áramót komu fram ásakan- ir á hendur drengnum fyrir ósiðlega hegðun. Þær ásakanir bárust skóla- stjórnendum skólans ásamt kröfu foreldra að hann yrði útilokaður frá samskiptum við jafnaldra sína. Við þeirri beiðni var orðið með áðurlýst- um hætti en eftir því sem DV kemst næst hefur drengnum verið leyft að fara í frímínútur og matsal með yngsta stigi skólans. Hljómar sérkennilega Án þess að hafa kynnt sér málið sér- staklega segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur fyrstu viðbrögð skólans hljóma einkennilega. Hún vonast til þess að fagfólk sé að vinna í málinu. „Mér finnst þetta svolítið sérstakt. Allt saman eru þetta börn. Þetta mál þarf að rannsaka til hlítar því við- komandi nemandi gæti sjálfur verið þolandi einhvers og ég treysti því að þetta sé í höndum fagfólks. Ég spyr mig að því hvort túlkur hafi nægjan- lega komið að málinu til að hjálpa fjölskyldunni,“ segir Kolbrún. „Þá velti ég því fyrir mér hvort skólinn standi ráðþrota gagnvart málinu þar sem viðkomandi er alls ekki treyst fyrir því að koma nálægt öðrum börnum. Ef viðkomandi glím- ir við sálræn vandamál þarf að huga að því þegar í stað. Að minnsta kosti hljómar eins og þarna sé á ferðinni eitthvað alvarlegt og ég legg mikla áherslu á að fagfólk komi að. Í fljótu bragði og til lengri tíma er það auð- vitað engin lausn að kippa nemand- anum út úr hefðbundnu skólastarfi. Til lengri tíma gengur slík einangrun ekki og hljómar sérkennilega.“ Unnið eftir bókinni Sökum trúnaðar segist Hreiðar Sig- tryggsson, skólastjóri Langholts- skóla, ekki geta rætt málefni ein- stakra nemenda skólans. Almennt segir hann skólayfirvöld gera sitt besta til að leysa úr erfiðum mál- um. „Ég get hvorki staðfest þetta né neitt annað. Þau mál sem upp koma í skólastarfinu, hvort sem þau eru af þessum toga eða ekki, eru unn- in í nánu samstarfi við þær stofn- anir sem koma að skólanum og þar er menntasvið borgarinnar fremst í flokki. Þegar flókin og alvarleg mál koma upp vinnum við eftir ákveðn- um verkferlum og auðvitað er það þannig að stundum finnst fólki að vel hafi tekist til og stundum ekki,“ segir Hreiðar. „Við vinnum eftir bókinni. Sem betur fer erum við með sérfræðinga í kringum okkur sem við getum leitað til í flóknari málum. Við erum með yfir 500 nemendur í skólanum og reynum að vinna öll mál eins vel og hægt er.“ Ungur erlendur nemandi hefur verið útilokaður frá daglegu skólastarfi með bekkjar- systkinum sínum. Eftir ásakanir og kröfur foreldra ákváðu skólastjórnendur að taka hann úr umferð. Nemandinn fær ekki að fara í frímínútur eða í matsal með jafnöldr- um sínum heldur aðeins með yngsta stigi skólans. ÚTILOKAÐUR FRÁ JAFNÖLDRUNUM TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Við erum með yfir 500 nemend- ur í skólanum og reyn- um að vinna öll mál eins vel og hægt er. Ekki með jafnöldrum Eftir því sem DV kemst næst fær nem- andinn ungi hvorki að fara í frímínútur né borða í matsalnum með jafnöldrum sínum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ekki til lengdar Kolbrún segir það ekki ganga til lengri tíma að einangra nemendur og leggur áherslu á að fagfólk komi sem fyrst að lausn málsins. Catalina Mikue Ncogo sem dæmd var í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraðs- dómi bauð samfanga sínum að starfa sem vændiskona fyrir sig þegar hún hefði lokið afplánun. Aðalmeðferð í máli Catalinu fer fram í Hæstarétti þann 12. apríl næstkomandi. Sagðist hún tilbúin að borga henni 500 þús- und krónur á mánuði fyrir að starfa sem vændiskona. Hæstiréttur staðfesti á þriðjudag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Catalinu til 23. apríl næstkomandi. Upplýsing- arnar um vændisboð Catalinu koma fram í greinargerð ríkissaksóknara. Bæði konan og annar samfangi Cata- linu staðfestu að hún hefði boðið kon- unni að gerast vændiskona fyrir 500 þúsund krónur. Talið er að um fimmtán til tut- tugu karlmenn hafi keypt vændi af Cata linu og samstarfskonum sem hjá henni störfuðu. Talið er að málum mannanna verði vísað til saksóknara. Ekki liggur ljóst fyrir hversu margir þeirra verða ákærðir en hámarksfang- elsi í slíkum málum er eitt ár. Catalina Ncogo kræf í fangelsi: Bauð vændisstarf Sögð hvetja til vændis Ríkissaksóknari segir Catalinu hvetja til vændis í fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.