Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 FRÉTTIR Stærstu borgir heims eru að renna saman og munu mynda „risa-svæði“ (e. mega-region) sem gætu teygt sig yfir hundraða kílómetra svæði í lönd- um og orðið aðsetur yfir 100 milljóna manna, samkvæmt viðamikilli nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna, State of World Cities. „Með meira en helming jarðar- búa búsettan á borgarsvæðum má segja að nú sé öld þéttbýlis,“ seg- ir Ban Ki-moon, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, í inngangi skýrslunn- ar. Ennfremur segir Ban Ki-moon að borgir séu holdgervingar nokkurra af erfiðustu viðfangsefnum samfélags- ins; mengun, sjúkdómum, atvinnu- leysi og skorti á viðunandi skjóli. Hin svonefnda „endalausa borg“ gæti orðið merkilegasta þróunin og mesta vandamálið með tilliti til þess hvernig lífi fólk lifir og hagkerfi vaxa næstu fimmtíu árin samkvæmt HABITAT, búsetunefnd Sameinuðu þjóðanna. Í myndun víða um heim Hong Kong-Shenhzen-Guangzhou- héraðið í Kína er það stærsta þess- arar tegundar í dag, en íbúar þess svæðis eru um 120 miljónir. Önnur „risahéruð“ hafa myndast í Japan og Brasilíu, og eru við að myndast á Ind- landi, vesturhluta Afríku og víðar. Í fyrra var brotið blað með tilliti til búsetu jarðarbúa þegar þessi þróun olli því að meira en helmingur jarð- arbúa varð búsettur í borgarsamfé- lögum. Í skýrslu Sameinuðu þjóð- anna segir að borgarvæðing sé nú orðin óstöðvandi og að sögn fráfar- andi framkvæmdastjóra HABITAT, Önnu Tibaijuka, munu yfir sjötíu prósent jarðarbúa búa í borgum árið 2050. „Þá munu einungis fjórtán prósent íbúa ríku landanna búa utan borga, og þrjátíu og þrjú prósent íbúa fátæku landanna,“ sagði Anna. Auðmyndun í borgum Þessi þróun risa-svæða er almennt litin jákvæðum augum, sagði Edu- ardo Lopez Moreno, einn höfunda skýrslunnar, sem segir að nú eigi auðmyndun sér stað á þessum risa- svæðum, í stað landa áður fyrr. Eduardo Lopez Moreno segir að rannsóknir hafi sýnt að fjörutíu stærstu risa-svæði jarðar þekja ein- ungis brot byggilegs yfirborðs plán- etunnar og séu aðsetur innan við átj- án prósenta jarðarbúa. En 66 prósent efnahagslífs og um 85 prósent tækni- legra og vísindalegra nýjunga eiga sér stað innan þessara fjörutíu risa- svæða. „Tuttugu og fimm stærstu borg- ir heims eiga heiðurinn af meira en helmingi auðs jarðar, og fimm stærstu borgir Indlands og Kína státa nú af helmingi auðs þeirra landa,“ sagði Moreno. Borgir minnka einnig „En það er ekki algilt að borgir stækki. Þær geta þanist út eða dreg- ist saman bæði með tilliti til stærðar og mikilvægis. Ris borga og hnignun byggist á ýmsum sagnfræðilegum, efnahagslegum, stjórnmálalegum og lýðfræðislegum þáttum,“ segir í skýrslu HABITAT. Þrátt fyrir að einhverjar borgir vaxi hraðar en aðrar er mikill mis- skilningur að aukin borgarvæðing á heimsvísu þýði að allar borgir séu að stækka. Vísbendingar sýna að í öll- um heimshlutum, einkum og sér í lagi í þróuðum heimshlutum er fjöldi borga sem eru að minnka að stærð. Í skýrslunni segir að minnkun borga tengist fyrst og fremst Banda- ríkjunum og Evrópu þar sem borg- um sem minnki hafi fjölgað meira síðastliðna hálfa öld, en borgum sem stækkuðu. Í Bandaríkjunum gengu 39 borgir í gegnum íbúafækkun, á Bretlandi 49 borgir, í Þýskalandi 48, og á Ítalíu 34 borgir, frá 1990 til 2000. Þensla úthverfanna Vöxtur risa-svæða og borga hef- ur leitt til fordæmalausrar þenslu og óreglulegrar dreifingar úthverfa, nýrra fátækrahverfa, ómarkvissrar þróunar og fjárhagslegs ójafnræðis. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir að þensla og óregluleg dreif- ing borga séu einkenni klofinnar og óstarfhæfrar borgar og hækki flutn- ingakostnað, auki eldsneytisnotkun, krefjist fleiri úrræða og ónýti land sem nýst gæti til ræktunar. „Því meira sem ójafnræði eykst í borgum, þeim mun meiri verð- ur hættan á að efnahagslegur mun- ur orsaki samfélagslega og stjórn- málalega spennu. Líkurnar á ólgu í óréttlátum borgarsamfélögum eru miklar. Þær borgir sem dafna best eru alla jafna þær þar sem dregið er úr ójafnræði,“ sagði Eduardo Lopez Moreno. Á næstu fimmtíu árum virðist þróunin ætla að verða sú að stærstu borgir heims breytist í „risa-svæði“ með yfir hundruð milljón íbúa. Slík þróun hefði veruleg áhrif á fólksfjölgun og ríkidæmi, segir í nýrri skýrslu HABITAT, búsetunefndar Sameinuðu þjóðanna. ENDALAUSAR BORGIR n Könnun Sameinuðu þjóðanna á borgum heims leiddi í ljós að mesta ójafnræð- ið var í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, en vart mælanlegur munur var á ójafnræði í borginni og öðrum suðurafrískum borgunum East London, Bloemfontein og Pretoríu. Borgir í Suður-Ameríku, Asíu og afrískum borgum utan Suður-Afríku státuðu alla- jafna af meira jafnræði en borgir Suður-Afríku, en aðallega fyrir þá sök að í þeim ríkti almenn fátækt, þar fyrirfundust mörg fátækrahverfi og fátæklegt hreinlæti. Í Bandaríkjunum var að finna flest samfélög þar sem ójafnræði ríkti þar sem New York, Chicago og Washington státuðu af minna jafnræði en staðir eins og Brazzaville í Vestur-Kongó, Managva í Níkaragva og Davao á Filippseyjum. JAFNRÆÐI Í BORGUM Ris borga og hnignun bygg- ist á ýmsum sagnfræði- legum, efnahagslegum, stjórnmálalegum og lýðfræðilegum þáttum,“ segir í skýrslu HABITAT. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Hong Kong Ásamt Shenhzen-Gu- angzhou-héraði í Kína er stærsta „risa-svæði“ jarðar. MYND PHOTOS.COM Bogota í Bangladess Borgar- væðingin verður ekki stöðvuð. MYND BÚSETUNEFND SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Lijian í Kína Óregluleg dreifing og þensla borga ekki af hinu góða. MYND BÚSETUNEFND SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.