Fréttablaðið - 26.11.2015, Page 22

Fréttablaðið - 26.11.2015, Page 22
Árið 2015 hefur verið metár í yfir- tökum fyrirtækja. Með yfirtöku Pfi- zer á Allergan, sem tilkynnt var um á mánudaginn, nema yfirtökurnar 4.200 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 555 þúsund milljarða íslenskra króna. Breska blaðið City AM greinir frá því að fimm yfirtökusamningar á árinu séu á lista yfir 20 verðmæt- ustu samninga allra tíma. Stærsti samningur ársins er samningur Pfizer og Allergan sem metinn er á 21 þúsund milljarða. Á eftir honum kemur samningur brugghúsanna AB InBev og SABMiller sem met- inn er á 15,5 þúsund milljarða. Samsteypan mun eiga þriðjung af markaðshlutdeild bjórs í heiminum eftir sameiningu. Þriðji verðmæt- asti samningurinn er svo yfirtaka Shell á BG Group sem metin er á 11 þúsund milljarða. Yfirtökur bandarískra fyrirtækja á evrópskum fyrirtækjum hafa færst í aukana undanfarin ár. Sér- fræðingar telja að ástæðuna megi rekja til þess að fyrirtækin vilji forð- ast tiltölulega háa fyrirtækjaskatta í Bandaríkjunum. – sg 2015 metár í yfirtökum SÖLUAÐILAR: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 | Gullúrið Mjódd s: 587-4100 | GÞ skartgripir og úr Bankastræti 12 s: 551-4007 | Meba Kringlunni s: 553-1199 | Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150 | Jón Sigmundsson skartgripaverslun Laugavegi 5 s: 551-3383 | Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 | Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 | Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 | Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 | Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 | Gullúrið Mjódd s: 587-4100 | GÞ skartgripir og úr Bankastræti 12 s: 551-4007 Meba K inglunni s: 553-1199 | Meba - Rhodium Smá alind s: 555-7711 | Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s:511-1900 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150 | Jón Sigmundsson skartgripaverslu Laugavegi 5 s: 551-3383 | Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 | Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 | Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 | Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 | Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 | Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333 Sem ful lorð in er m eð s ér lí kum . með þes su f yrir neis tann . Ná mið byrj a. R étti ndi alge r sn illd var fráb ær nám sráð gjaf a með að taln abli ndir mig það í Dagskrá: 13:15 Skráning og kaffi 13:30 Ávarp Sólveig B. Gunnarsdóttir, formaður stjórnar FA 13:40 Recognition of vocational competences – added value in the company - Ingegerd Green, framkvæmdastjóri og ráðgjafi 14:35 Breytt staða – eftir raunfærnimat í starfsgrein Reynslusögur námsmanna 14:50 Fyrirmyndir í námi fullorðinna Verðlaunahafar tilkynntir og afhending verðlauna 15:10 Hlé – Kaffi 15:30 Kynningar á vefjum: EPALE, Margrét Sverrisdóttir, Rannís, Framhaldsfræðslumerkið Friðrik Hjörleifsson, Fræðslusjóðir – sameiginleg gátt, Sveinn Aðalsteinsson, Næsta skref, Fjóla María Lárusdóttir 15:50 Tillögur starfshóps um framhaldsfræðslu, Guðrún Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri starfshópsins og formaður stjórnar Fræðslusjóðs 16:30 Slit Fundarstjóri Halldór Grönvold, varaformaður stjórnar FA Skráning á www.frae.is Ég fék k gefið mér ár æði og stöðu manns á vinn umark aði. Ra unfærn imatið allir að fara í það sem hafa k ost á þ ví. Nám skeiðið góð le ið til a ð kom ast út og hit ta fólk . Samt al við námsrá ðgjafa lífi mín u. Ken nsluað ferðirn ar eru „alve g fráb ærar“ með a ð mæ ta fólk i þar se m það er sta tt og m æta þe im sem eru le s-, eða talnab lindir o g eiga vonda r minn ingar úr skó la. Nám skeiðið hefur styrkt mig pe rsónule ga í leik og starfi. Náms keiðið gjörb reytti mér og mínu lífi, þa ð gaf mér m ikið sjálfsö ryggi. Sjálfsst yrking og sam skipti e r stór þ áttur í námin u og m jög mikilvæ gur. Go tt að h afa stu ðning vinnus taðarin s til að sækja námsk eiðið. Námsk eiðið v ar fjölb reytt o g skem mtilegt og það hefur veitt m ér inns ýn í hvar mínir styrkle ikar lig gja og hvað é g þarf að gera til að komast mennta heimin n eftir l angt hl é. Ég ge rði mé r ekki g rein fy rir því hvað é g vissi mikið og hva ð í mé r býr. É g hvet bara al la til þ ess að f ara í ra unfærn imat. Náms og sta rfsráðg jöf er bara heilbri gðasta leiðin til að ná á rangri . Námsr áðgjöfi n kom mér á sporið með a ð hald a áfram og í fr amhal dsnám . Sem fu llorðin mann eskja e r gama n að fa ra þess a leið áfram í námi , maðu r Þetta v ar mjög gott og áhuga vert ná m og ég myndi nýtt lí f! Nám s- og s tarfsrá ðgjafin n kveik ti sjálfstr aust. A ldrei of seint Raunfæ rnimat ið í fra haldsfræðslu Fr tíð Ársfundur FA Mánudaginn 30. nóvember 2015, Grand Hótel Reykjavík Icelandic Tourism Fund, sjóður sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur, hefur boðið 119 milljónir króna í allt hlutafé í Þríhnúkum ehf., félagi sem staðið hefur að uppbyggingu ferða- þjónustu við Þríhnúkagíg. Helgi Júlíusson, sjóðstjóri hjá Lands- bréfum, segir þeim hugnast vel þau áform um uppbyggingu sem kynnt hafi verið á svæðinu. Áætlanirnar byggist á skipulagslýsingu sem nú er til kynn- ingar hjá Kópavogsbæ. Eitt af því sem þar kemur til álita er að gera jarðgöng inn í miðjan gíginn þar sem komið verði fyrir útsýnispalli. „Hugmyndin er að gera þetta þannig úr garði að fleirum verði gert kleift að komast í gíginn og njóta hans,“ segir Helgi. Lítið er um varanleg mannvirki á svæðinu þar sem tekið hefur tíma að fá tilskilin leyfi. Björn Ólafsson, einn stofnenda Þríhnúka og stærsti hlut- hafi félagsins, sagði við Fréttablaðið í október að mun lengri tíma hefði tekið að fá öll tilskilin leyfi en þau hefðu ætlað í upphafi þar sem svæðið heyrði undir forsætisráðuneytið sem þjóð- lenda, Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar sem vatnsverndarsvæði, Kópavogsbæ auk Umhverfisstofnunar. „Þegar við stofnuðum þetta 2004 hélt ég kannski að það yrðu fimm ár, en nú eru að verða komin tólf ár,“ sagði Björn. Reykjavíkurborg hefur samþykkt að selja hlut sinn sem nemur 13,9 pró- sentum. Helgi segist ekki vita til þess að aðrir hluthafar hafi tekið afstöðu til kauptilboðsins. Þeir hafa fram í byrjun desember til að gera það. Björn Ólafsson á 29,1 prósents eignarhlut eftir að hafa keypt 18,6 Vilja kaupa Þríhnúka Icelandic Tourism Fund I sem rekinn er af Landsbréfum gerir tilboð í allt hlutafé í Þríhnúkum. Skoðað er að grafa göng inn í gíginn og koma fyrir útsýnispalli. Eiga íshellinn og hvalasafnið Icelandic Tourism Fund hefur sérhæft sig í að fjárfesta í afþrey- ingartengdri ferðaþjónustu en fjárfestingargeta hans er rúmlega fjórir milljarðar. Sjóðurinn á m.a. nær allt hlutafé í íshellinum á Langjökli og er stór hluthafi í Fákaseli, sem staðið hefur að hestasýningum við Hveragerði. Sjóðurinn á auk þess meirihluta í hvalasafninu við Fiskislóð. Frumvarp að nauðasamningi hús- næðissamvinnufélagsins Búmanna liggur fyrir. Kröfuhafar munu kjósa um samninginn á kröfuhafafundi þann 17. desember. Félagið fór í greiðslustöðvun í vor. Það tapaði 263 milljónum króna á síðasta ári en þá var eigið fé þess neikvætt um hálfan milljarð króna. Samkvæmt nauðasamn- ingsfrumvarpinu mun meirihluti búseturétthafa falla frá rétti sínum til innlausnarskyldu. Búmenn hafa hingað til skuldbundið sig til að kaupa til baka búseturétt í 303 af 540 íbúðum félagsins. Samkvæmt síðasta ársreikningi voru skuld- bindingar vegna staðfests búsetu- réttar metnar á 1,5 milljarða króna. Á móti fá íbúarnir rétt til að selja búseturéttinn á markaði í eigin nafni. Samhliða nauðasamningunum er stefnt að því að stofna sérstakt leigufélag um að hámarki 68 eignir sem Búmenn eiga í Reykjanesbæ sem ýmist eru tómar eða í útleigu. Þetta segir Gunnar Kristinsson, stjórnarformaður Búmanna. Íbúða lánasjóður mun samhliða því gefa eftir hluta af skuldum sínum við Búmenn. Íbúðalána- sjóður hafði lánað Búmönnum 13 milljarða króna um síðustu áramót. „Það verða ákveðnar afskriftir,“ segir Gunnar. Búist er við því að frestur til að lýsa kröfum renni út þann 11. desember. – ih Búmenn fá skuldir felldar niður í nauðasamningi Icelandic Tourism Fund vill gera svæðið aðgengilegt almenningi og ferðamönnum. FréTTablaðIð/vIlhelm 263 milljónir var tap Búmanna á síðasta ári. Gunnar Kristinsson stjórnarformaður Búmanna prósenta hlut Stefnis í október á genginu 86 krónur á hlut. Fyrir hlut- inn greiddi Björn 18 milljónir króna. Kauptilboð Icelandic Tourism Fund hljóðar upp á 106 krónur á hlut. Aðrir hluthafar í félaginu eru Kópa- vogsbær, Icelandair Group, Árni Björn Stefánsson, Einar Kristján Stefánsson og VSÓ ráðgjöf. ingvar@frettabladid.is helgi Júlíusson sjóðstjóri hjá Landsbréfum Viðskipti 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r22 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.