Fréttablaðið - 26.11.2015, Síða 31

Fréttablaðið - 26.11.2015, Síða 31
Húðin í kuldanum Þegar vetrarkuldinn gerir vart við sig verður húðin oft þurr og viðkvæm. Því er nauðsynlegt að viðhalda henni með góðri umhirðu og kremum, að sögn Guð- rúnar Pétursdóttur snyrtifræðings. Síða 2 TÆKIFÆRISGJAFIR TILBOÐ - mikið af frábærum tilboðum Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 Hnífaparatöskur – 12 manna 14 tegundir Verð frá kr. 24.990 20% afsláttur af buxum Stærðir 36 - 52 Lógó með adressulínu Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt) Það verður kósí stemning í Iðu Zimsen bókakaffi á að-ventunni eins og endranær. Iða Zimsen er á Vesturgötunni í 113 ára gömlu húsi sem var í Hafnarstrætinu þar til það var gert upp og flutt árið 2012. „Þetta er yndislegt hús og andinn hér er virkilega góður. Minjavernd gerði húsið upp en til að byrja með voru skrifstofur í því. Þáverandi eiganda fannst synd að almenn- ingur fengi ekki að njóta hússins betur og bauðst því núverandi eigendum að fá húsnæðið og þær opnuðu hér bókakaffi fyrir um þremur árum,“ segir Hildur Sigurðardóttir, verslunarstjóri í Iðu Zimsen bókakaffi. Í Iðu er öllu blandað saman og hægt að drekka kaffi í kringum bækurnar og skoða þær og lesa. Þar er mikið og gott úrval af kök- um og öðru góðgæti. „Við erum með kaffi frá Illy og svo erum við svo heppin að hafa fengið Litla bóndabæinn til að baka fyrir okkur, meðal annars ljúffengar brúnkur og grænmetisrúllur. Við erum líka með allskyns vörur frá öðrum bakaríum, mikið af sæt- meti en einnig spínatbökur, rist- að brauð, rúnnstykki og panini. Við erum með „happy hour“ á kvöldin og „kaffi-happy hour“ á morgnana en þá kostar allt kaffi 350 krónur. Hjá okkur er opið frá klukkan átta á morgnana til tíu á kvöldin.“ Mikið af fastakúnnum sækir staðinn og segir Hildur góðan hóp af fólki koma á hverjum degi. „Fólki virðist þykja gott að vinna og læra hér. Við erum með hægindastóla við gluggana sem vísa út og þannig er hægt að horfa út og fylgjast með mannlíf- inu og hafa það þægilegt. Svo er stóra borðið okkar mikið notað af hópum sem hittast hér í hverri viku,“ útskýrir Hildur. Á aðventunni verður mikið um að vera í Iðu Zimsen, meðal annars eru bókaútgáfuhóf og upplestrarkvöld fram undan. „Við erum búin að skreyta fyrir jólin og bjóðum upp á mikið af skemmtilegum jólavörum. Hér er gjafavara og bækur í miklu úr- vali og því tilvalið að kaupa jóla- gjafirnar hjá okkur og fá sér svo kaffi á meðan þeim er pakkað inn. Við erum með bókakort sem klippt er í í hvert sinn sem bók er keypt. Þegar kortið er svo fullgatað er hægt að fá kaffi og köku og eru margir sem hafa nýtt sér þetta núna fyrir jólin,“ segir Hildur og bætir við að þau séu óskaplega heppin með starfsfólk í Iðu Zimsen. „Við erum afskap- lega ánægð með kaffibarþjónana og starfsfólkið allt. Ánægð með það ekki síður en fastakúnnana enda held ég að það haldist í hendur, fólk kemur aftur og aftur af því að það er ánægt með það sem það fær hjá okkur.“ KóSí StemninG í yndiSleGu HúSi iða ZimSen KynniR Iða Zimsen er bókakaffi á Vesturgötu sem býður upp á gott kaffi og ljúffengar kökur. Þar má einnig fá alls kyns gjafavöru. alliR VelKOmniR Hildur Sigurðardóttir verslunarstjóri tekur vel á móti gestum Iðu Zimsen á Vesturgötunni. MYND/GVA HARÐKORNAdekk Rannsóknir fagaðila tala sínu máli... Samkvæmt rannsókn Sweden Vej og Traficc Institut (VTI *) á vetrardekkjum komu Harðkornadekkin mun betur út en önnur þekkt merki á markaðnum, m.a. þegar skoðuð var virkni dekkjanna við frostmark. Við þær aðstæður verða flest óhöpp í umferðinni. Einnig kom í ljós að nagladekk höfðu lengri bremsuvega- lengd bæði á blautu og þurru malbiki, en við þær aðstæður er ekið 98% af tímanum s.s. á höfuðborgarsvæðinu. Harðkornadekk ættu því að vera fyrsti kosturinn fyrir þá sem vilja auka öryggi sitt og stuðla að betra umhverfi, þar sem þau valda hverfandi svifryki og eru endurnýtt hráefni. Traustir og kröfuharðir íslenskir viðskiptavinir okkar eru sama sinnis. www.hardkor nadekk.is 611 7799 PANTIÐ Á: panta@hardk ornadekk.is ...öruggust www.hardkornadekk.is/pages/profanir-dekk* í prófunum* 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 2 D -A 8 F 0 1 7 2 D -A 7 B 4 1 7 2 D -A 6 7 8 1 7 2 D -A 5 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.