Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 37

Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 37
|Fólktíska • Að yfir 40 mismunandi tískuvikur eru haldnar í hinum ýmsu borgum um heim allan ár hvert? • Að þær stærstu eru haldnar í New York, London, Mílanó og París og ávallt í þeirri röð? Þær nefnast einu nafni „The Big Four“. Ólíkar áherslur eru á hverri tískuviku fyrir sig. Í New York er áhersla á sportlegan fatnað, í London er hann framúrstefnulegur og ögrandi og í Mílanó öfgakenndur. Í París er það svo hátískan sem ræður ríkjum. • Að hverri tískuviku fylgja yfir 100 tengdra viðburða? Má þar nefna góðgerðaruppá­ komur, galakvöldverði og fylgihlutasýn­ ingar. • Að „The Big Four“ tískuvikurnar eru haldnar tvisvar á ári? Haust­ og vetrar­ línurnar eru kynntar í febrúar og vor­ og sumarlínurnar í september ár hvert. Þá geta kaupendur lagt inn pöntun og framleiðend­ um gefst tími til að fjöldaframleiða áður en viðkomandi árstíð rennur upp. • Að tískuvikan í New York er sú elsta af fyrrnefndum fjórum en hún var fyrst haldin 1943? Tískuvikan í London kom seinast til sögunnar. • Að sumir tískuhönnuðir sýna á sömu sýningunni ár eftir ár en aðrir hoppa á milli sýninga?. Vissir þú … Órjúfanlegur hluti af jólunum Christie Hin hávaxna Gwendoline Christie, sem flestir þekkja úr gæða- þáttunum Game of Thrones, mætti í kjól frá Westwood Couture og tók sig afar vel út á rauða dreglinum. Bosworth leikkonan knáa kate Bosworth klæddist fölbláum kjól með svartan borða um hálsinn eftir Erdem. Best klæddar elle valdi þær sem stóðu upp úr á rauða dreglinum. Tískutímaritið Elle fylgdist eins og aðrir með bresku tískuverðlaunahátíðinni sem fram fór í vikunni. Margt var um fína og fræga gesti á hátíðinni sem mættu í sínu fínasta pússi. Tísku­ ritstjóri blaðsins valdi þær best klæddu og birti á vef­ síðu Elle, www.elleuk. com. Þessar þrjár voru ofarlega á blaði. westling Fyrir sætan bandaríska Natalie West- ling þótti bera dramatískan kjólinn frá McQueen afar vel. 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 C -D 9 9 0 1 7 2 C -D 8 5 4 1 7 2 C -D 7 1 8 1 7 2 C -D 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.