Fréttablaðið - 26.11.2015, Page 48
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
Okkar ástkæra
Fanney Tryggvadóttir
Grund, Reykjavík,
áður Mánatúni 4, Reykjavík,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund laugardaginn 21. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju
miðvikudaginn 2. desember kl. 13.00.
Joseph Lee Lemacks
Tryggvi Friðjónsson Kristbjörg Leósdóttir
Þórarinn Friðjónsson Ingibjörg Ólafsdóttir
Gróa Friðjónsdóttir
Vigdís Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jónína Rannveig
Kjartansdóttir
frá Bolungarvík,
lést mánudaginn 23. nóvember
á LSH við Hringbraut.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 3. desember kl. 13.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólks LSH
fyrir alúð og umhyggju.
Víðir Jónsson Jóna Arnórsdóttir
Margrét Jónsdóttir Guðmundur J. Matthíasson
Guðmundur Þ. Jónsson Vigdís E. Hjaltadóttir
Friðgerður B. Jónsdóttir Páll Ingi Kristjónsson
Svala Jónsdóttir Birkir Hreinsson
ömmu- og langömmubörn.
Útför
Harðar Þórissonar
frá Laugarvatni,
Hátúni 12, Reykjavík,
fer fram frá Seljakirkju í Reykjavík
föstudaginn 27. nóvember kl. 15.00.
Þeir sem vilja minnast hans láti
minningarsjóð Sjálfsbjargarheimilisins
Hátúni 12, s. 550 0300, njóta þess.
Esther Matthildur Kristinsdóttir
Rósa Þórisdóttir
Hrönn Þórisdóttir Hrafn Arnarson
Gerður Þórisdóttir Lars Hansen
Þórir Þórisson Margrét R. Kristjánsdóttir
og frændsystkini.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ingibjörg Bogadóttir
frá Hvammi í Fljótum,
lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
þann 22. nóvember. Jarðsungið verður
frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
5. desember kl. 14.00.
Kristrún Helgadóttir Karl Sighvatsson
Ingibjörg Karlsdóttir Þórir Árnason
Sigurður Karlsson Kristjana Hafliðadóttir
Helgi Einar Karlsson Stella Bogadóttir
og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Stefán S. Stefánsson
fyrrverandi skipstjóri,
Brúnavegi 9, Reykjavík,
áður Gerði, Vestmannaeyjum,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. nóvember.
Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn
30. nóvember kl. 13.00.
Vilborg Brynjólfsdóttir
Magnús Stefánsson Lilja Kristinsdóttir
Stefán Sigfús Stefánsson Þórunn Gyða Björnsdóttir
Brynjólfur Þ. Stefánsson Ingunn Guðný Þorláksdóttir
Valur Stefánsson Heiðbjört Haðardóttir
Örn Stefánsson Dóra Bryndís Hauksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Birgir Þórðarson
Tryggvagötu 26, Selfossi,
lést á Dvalarheimilinu Lundi
15. nóvember. Útförin fer fram
frá Selfosskirkju mánudaginn
30. nóvember kl. 14.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks
Lundar fyrir trausta og góða umönnun.
Vilborg Salóme Birgisdóttir Unnsteinn Marvinsson
Margrét Eygló Birgisdóttir Auðunn Leifsson
Sigurbjörg Helga Birgisdóttir
Steinlaug Birgisdóttir Gunnar Kristjánsson
Guðrún K. Birgisdóttir Eyjólfur Ólafsson
Benjamín Aage Birgisson
Rikard Arnar Birgisson Linda Ramdani
barnabörn og barnabarnabörn.
Vegna stærðar blaðsins á morgun, föstudag,
verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi.
Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í
föstudagsblaðið færist því fram til kl. 12.30.
„Ég er að fjalla um hvað hinir erlendu
herir voru að sýsla hér á landinu, hvert
hlutverk þeirra var, hvar þeir voru stað-
settir og hvernig vera þeirra tengdist því
sem var að gerast í heiminum,“ segir Frið-
þór Eydal sem hefur skrifað sex bækur á
íslensku um hernámið og hersetuna í
landinu. Sú nýjasta fjallar um hersetu á
Ströndum og Norðurlandi vestra.
Friðþór notar ekki aðeins ritaðar heim-
ildir heldur hefur tekið viðtöl við setuliðs-
menn og Norðlendinga sem muna eftir
hersetunni í sinni heimabyggð. Skyldu
þeir aldrei hafa óttast loftárásir óvina-
herja?
„Varúðin gegn því var mest áberandi
hér í Reykjavík þar sem stjórnvöldum
rann mest blóðið til skyldunnar. En þegar
þýskar flugvélar sáust á lofti áttu verðir
stundum í mestu vandræðum með að
koma Íslendingum niður í loftvarnarbyrgi
því þeir voru uppteknir af því að horfa á
flugvélarnar og fylgjast með aksjóninni.“
Á Reykjum í Hrútafirði féll skólahald
niður í þrjú ár vegna hersetunnar. „Skóla-
stjórninni var tilkynnt að breski herinn
mundi reisa búðir í grennd við skólann.
Hún stakk upp á að hann leigði skóla-
húsnæðið því skólahald mundi ekki fara
saman við hersetuna. Skólanum var svo
skilað nýmáluðum og dúklögðum þegar
herinn fór sumarið 1943.“
Hryggilegt slys varð í Hrútafirðinum
þegar breskir dátar ætluðu að sigla frá
Borðeyri yfir að Reykjum á flatbotna
bátum. Átján menn fórust og fundust
aldrei. Friðþór náði viðtali við einn af
þeim sem lifðu slysið af. „Siglingin var
liður í æfingaáætlunum herliðsins,“ segir
hann. „Lífið gekk út á að þjálfa sig fyrir
ferðina sem vonandi yrði aldrei farin.
En hún var farin 1944 þegar innrásin var
gerð í Normandí og þar voru notaðir sams
konar bátar til að komast yfir ár og síki.“
Fjölmargar myndir eru í nýju bókinni.
„Fyrir nokkrum árum gerði ég rannsókn
á myndasöfnum bresku og bandarísku
herjanna og skráði þau. Það var mikill
fengur að finna þar áhugaverðar myndir
sem ég hef notað í mínar bækur og útveg-
að mörgum öðrum myndir í rit og ýmsa
umfjöllun.“
Í fyrri bókum Eyþórs um sama efni
koma Hvalfjörður, Austurland, Keflavík
og Kópavogur við sögu. Ætlar hann að
skrifa fleiri? „Ég gæti hugsað mér að gera
bók um Reykjavík og Mosfellssveit. Þetta
efni hefur löngum verið áhugamál hjá
mér og það er gaman að róta í því þegar
tækifæri er til.“ gun@frettabladid.is
Heimafólk vildi horfa á
flugvélar og fylgjast með
Friðþór Eydal hefur sent frá sér bókina Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra. Það
er sjötta bók hans um hernám og hersetu hér á landi. Hana prýða margar góðar myndir.
Breskir hermenn við liðskönnun hjá Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í fullum herklæðum eins
og félagar þeirra sem lentu í Hrútafjarðarslysinu. Mynd/Af BlS. 62 í Bókinni
„Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til,“ segir friðþór. fréTTABlAðið/AnTon Brink
2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r36 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð I ð
tímamót
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:1
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
2
D
-9
5
3
0
1
7
2
D
-9
3
F
4
1
7
2
D
-9
2
B
8
1
7
2
D
-9
1
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
2
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K