Fréttablaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 56
stundum detta atriði út því það gerast alls konar hlutir í þessum bilaða bransa. það var til dæmis að detta út ferð til mexíkó sem ég átti að fara í á mánudaginn að syngja í tveimur sýningum á Carmen. Ef maður getur sungið Rigoletto sem missir alltaf dóttur sína á hverri einustu sýningu þá á maður að komast í gegnum þetta,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón um ljóðaflokkinn Kindertotenlie- der eftir Gustav Mahler sem hann syngur í kvöld með sinfóníunni. Það eru fimm ljóð sem fjalla um dauða barna. Hann segir flutninginn krefj- andi. „En þetta eru ljúfsár ljóð og áhrifamikil tónlist sem gaman er að fást við þó efnið sé ekkert léttmeti.“ Ólafur Kjartan býr í Saarbrücken í Þýskalandi, rétt við landamæri Frakklands og Þýskalands, þar sem hann hefur verið með samning við óperuna síðan 2008. „Ég er enn með annan fótinn við óperuhúsið í Saar- brücken, syng þar tvær uppsetningar á ári þannig að við höldum enn heimili þar í útjaðri borgarinnar sem er okkar fasti punktur.“ Hann kveðst hafa átt annríkt undanfarin ár og vera þéttbókaður til 2018. „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur. Þó eru alltaf smá göt í dagskránni og stundum detta atriði út því það gerast alls konar hlutir í þessum bilaða bransa. Það var til dæmis að detta út ferð til Mexíkó sem ég átti að fara í á mánudaginn að syngja í tveimur sýningum á Carmen. Maður lendir í alls konar vitleysu. En það verður smá gaul í kvöld.“ Það er vikustopp hjá söngvaranum á landinu. „Við hjónin komum heim um síðustu helgi ásamt sextán ára dóttur okkar og barnabarni og förum þrjú út á sunnudag, litli gutt- inn verður skilinn eftir hjá mömmu og pabba. Tvö eldri börnin okkar búa hér. Sonurinn er söngvari en lætur það ekki duga heldur er á öðru ári í lögfræði í háskólanum. Hann vildi læra fleiri lög! Eldri dóttir okkar er í Háskóla Íslands í viðskiptafræði, það var eitthvað sem togaði þessi blessuð börn heim til Íslands.“ Foreldrar Ólafs Kjartans, Ásgerður Ólafsdóttir og Sigurður Rúnar Jóns- son, hafa búið í Saarbrücken í rúm þrjú ár. „Við búum í gamalli lestar- stöð langt úti í skógi og pabbi og mamma eru á jarðhæðinni,“ segir Ólafur Kjartan. „Við höfum það ágætt saman í sveitinni.“ gun@frettabladid.is Það verður smá gaul í kvöld barítónsöngvarinn ólafur kjartan sigurðarson er kominn til landsins til að syngja ljúfsáran ljóðaflokk eftir gustav mahler á tónleikum sinfóníuhljómsveitar íslands í kvöld. Dagskráin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands Á sinfóníutónleikum kvöldsins verður frumflutt verkið Collider eftir Daníel Bjarnason sem einnig stjórnar hljómsveitinni. Annað á dagskránni er: Forleikur að Síðdegi skógarpúkans eftir Claude Debussy Lontano eftir György Ligeti Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler La mer eftir Claude Debussy „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur,“ segir Ólafur Kjartan. FrÉttABLAðið/Ernir bækur Dóttir veðurguðsins HHHHH Höfundur: Helga Sv. Helgadóttir Útgefandi: Sögur Prentun: Oddi Myndir: Þórir Karl Celin 116 blaðsíður Dóttir veðurguðsins, eftir Helgu Sv. Helgadóttur, er dagbók hinnar átta ára Blævar. Blær býr í Vestur- bænum, nánar tiltekið í tveggja her- bergja íbúð við Holtsgötu þar sem hún deilir herbergi með foreldrum sínum. Umhverfið minnir svolítið á heim tví- burabræðranna Jóns Odds og Jóns Bjarna, þar sem vinstrisinn- aðir foreldrar hika ekki við að úthrópa heimska alþingis- menn sem reynast því miður vera feður vina barna þeirra. Stjórnmála- skoðanir eru Blævi framandi deilu- mál, sem og lík- lega flestum jafn- öldrum hennar sem lesa bókina, en eldri lesendur brosa út í annað þegar talið berst a ð þ e s s u m málum. Enn- fremur drepur h ö f u n d u r á málefni eins og mannanafnanefnd, Norður-Kór- eu, femínisma og stéttaskiptingu; án þess þó að gera þau að aðalatriðum. Það er ekki hlaupið að því að skapa áhugaverðan sögumann sem mælir í fyrstu persónu. Hér eru það aukapersónurnar sem halda bókinni lifandi, þótt dálítið sé um að sögupersónur séu kynntar til leiks og hverfi svo jafnharðan. For- eldrarnir eru líklega áhugaverðustu karakterar bókarinnar. Faðirinn er útbrunninn pönkari með stórt húðflúr af svörtum rósum í hjarta þar sem áður var nafn fyrrverandi kærustu. Móðirin er tvíkynhneigð og var í sambandi með konu þegar hún mælti sér mót við hann, þá til að hrauna yfir andfemíníska pönk- texta hans. Foreldrarnir, sem eru í eldra lagi, eru frábærar týpur og það hefði verið gaman að lesa meira um þeirra samskipti. Höfundur dregur raunar upp ágætismynd af milli- stéttarfjölskyldu sem lætur sig heiminn varða. Dagbókarskrif eru áhugavert form í sjálfu sér, en vandmeðfarið. Í þessu tilfelli verður formið fram- vindunni að falli. Sagan hefur engan söguþráð. Hugsanlega mætti líta á bókina sem smá- s a g n a s a f n og er það ekki slæmt s e m s l í k t . H ö f u n d u r dregur upp mörg skopleg og skemmti- leg atvik úr lífi Blævar en samt er eins og vanti einhvers konar samræmi og rauðan þráð á milli þeirra. Dóttir veð- u g u ð s i n s e r hressandi inn- legg í barnabóka- útgáfu ársins og Helga Sv. Helga- dóttir lofar góðu sem nýr höfundur. Undirrituð vonast til að fá að lesa meira um „pönkuðu“ foreldrana á Holtsgötunni. Teikningar Þóris Karls Celin af sögupersónunum eru lifandi og skemmtilegar að skoða. Halla Þórlaug Óskarsdóttir Niðurstaða: Ágætissagnasafn um nútímafjölskyldu í Vesturbænum. Söguþráður er þunnur en persónurn- ar lifandi og skemmtilegar. Nútímafjölskylda í Vesturbænum 13:30-13:40 Setning ráðstefnu: Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. 13:40-13:50 Ávarp: Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13:50-14:20 Skilgreiningar á ofbeldi gagnvart öldruðum og birtingarmyndir á Íslandi Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi. 14:20-14:40 Ofbeldi gagnvart öldruðum – sjónarhorn lögreglu Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu. 14:40-15:00 Hversu alvarlegt er ofbeldi gagnvart öldruðum? – Út frá sjónarhorni fjármála Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrverandi bankamaður. 15:00-15:20 Hlutverk réttindagæslumanna fatlaðra – er þörf fyrir slíkt meðal aldraðra? Kristjana Sigmundsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks 15:20-15:30 Lokaorð og ráðstefnuslit: Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ráðstefnustjóri: Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara. Ofbeldi gagnvart öldruðum á Íslandi Ráðstefna › Grand Hótel › föstudagur 27. nóv. 2015 › kl 13:30-15:30 alliR velkOmniR - aðGanGuR ókeypis 2 6 . N ó v e m b e r 2 0 1 5 F i m m t u D a G u r44 m e N N i N G ∙ F r É t t a b L a ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 2 C -C F B 0 1 7 2 C -C E 7 4 1 7 2 C -C D 3 8 1 7 2 C -C B F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.