Fréttablaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 56
stundum detta
atriði út því það
gerast alls konar hlutir í
þessum bilaða bransa. það
var til dæmis að detta út
ferð til mexíkó sem ég átti
að fara í á mánudaginn að
syngja í tveimur sýningum á
Carmen.
Ef maður getur sungið Rigoletto sem missir alltaf dóttur sína á hverri einustu sýningu þá á maður að komast í gegnum þetta,“ segir
Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón
um ljóðaflokkinn Kindertotenlie-
der eftir Gustav Mahler sem hann
syngur í kvöld með sinfóníunni. Það
eru fimm ljóð sem fjalla um dauða
barna. Hann segir flutninginn krefj-
andi. „En þetta eru ljúfsár ljóð og
áhrifamikil tónlist sem gaman er að
fást við þó efnið sé ekkert léttmeti.“
Ólafur Kjartan býr í Saarbrücken
í Þýskalandi, rétt við landamæri
Frakklands og Þýskalands, þar sem
hann hefur verið með samning við
óperuna síðan 2008. „Ég er enn með
annan fótinn við óperuhúsið í Saar-
brücken, syng þar tvær uppsetningar
á ári þannig að við höldum enn
heimili þar í útjaðri borgarinnar sem
er okkar fasti punktur.“
Hann kveðst hafa átt annríkt
undanfarin ár og vera þéttbókaður
til 2018. „Ég er á ágætis siglingu og
er bara mjög sáttur. Þó eru alltaf smá
göt í dagskránni og stundum detta
atriði út því það gerast alls konar
hlutir í þessum bilaða bransa. Það var
til dæmis að detta út ferð til Mexíkó
sem ég átti að fara í á mánudaginn að
syngja í tveimur sýningum á Carmen.
Maður lendir í alls konar vitleysu. En
það verður smá gaul í kvöld.“
Það er vikustopp hjá söngvaranum
á landinu. „Við hjónin komum heim
um síðustu helgi ásamt sextán ára
dóttur okkar og barnabarni og
förum þrjú út á sunnudag, litli gutt-
inn verður skilinn eftir hjá mömmu
og pabba. Tvö eldri börnin okkar búa
hér. Sonurinn er söngvari en lætur
það ekki duga heldur er á öðru ári í
lögfræði í háskólanum. Hann vildi
læra fleiri lög! Eldri dóttir okkar er í
Háskóla Íslands í viðskiptafræði, það
var eitthvað sem togaði þessi blessuð
börn heim til Íslands.“
Foreldrar Ólafs Kjartans, Ásgerður
Ólafsdóttir og Sigurður Rúnar Jóns-
son, hafa búið í Saarbrücken í rúm
þrjú ár. „Við búum í gamalli lestar-
stöð langt úti í skógi og pabbi og
mamma eru á jarðhæðinni,“ segir
Ólafur Kjartan. „Við höfum það
ágætt saman í sveitinni.“
gun@frettabladid.is
Það verður smá gaul í kvöld
barítónsöngvarinn ólafur kjartan sigurðarson er kominn til
landsins til að syngja ljúfsáran ljóðaflokk eftir gustav mahler
á tónleikum sinfóníuhljómsveitar íslands í kvöld.
Dagskráin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Á sinfóníutónleikum kvöldsins verður frumflutt verkið Collider eftir
Daníel Bjarnason sem einnig stjórnar hljómsveitinni.
Annað á dagskránni er:
Forleikur að Síðdegi skógarpúkans eftir Claude Debussy
Lontano eftir György Ligeti
Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler
La mer eftir Claude Debussy
„Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur,“ segir Ólafur Kjartan.
FrÉttABLAðið/Ernir
bækur
Dóttir veðurguðsins
HHHHH
Höfundur: Helga Sv. Helgadóttir
Útgefandi: Sögur
Prentun: Oddi
Myndir: Þórir Karl Celin
116 blaðsíður
Dóttir veðurguðsins, eftir Helgu
Sv. Helgadóttur, er dagbók hinnar
átta ára Blævar. Blær býr í Vestur-
bænum, nánar tiltekið í tveggja her-
bergja íbúð við Holtsgötu þar sem
hún deilir herbergi með foreldrum
sínum.
Umhverfið minnir
svolítið á heim tví-
burabræðranna Jóns
Odds og Jóns Bjarna,
þar sem vinstrisinn-
aðir foreldrar hika
ekki við að úthrópa
heimska alþingis-
menn sem reynast
því miður vera
feður vina barna
þeirra. Stjórnmála-
skoðanir eru Blævi
framandi deilu-
mál, sem og lík-
lega flestum jafn-
öldrum hennar
sem lesa bókina,
en eldri lesendur
brosa út í annað
þegar talið berst
a ð þ e s s u m
málum. Enn-
fremur drepur
h ö f u n d u r á
málefni eins og
mannanafnanefnd, Norður-Kór-
eu, femínisma og stéttaskiptingu; án
þess þó að gera þau að aðalatriðum.
Það er ekki hlaupið að því að
skapa áhugaverðan sögumann sem
mælir í fyrstu persónu. Hér eru
það aukapersónurnar sem halda
bókinni lifandi, þótt dálítið sé um
að sögupersónur séu kynntar til
leiks og hverfi svo jafnharðan. For-
eldrarnir eru líklega áhugaverðustu
karakterar bókarinnar. Faðirinn
er útbrunninn pönkari með stórt
húðflúr af svörtum rósum í hjarta
þar sem áður var nafn fyrrverandi
kærustu. Móðirin er tvíkynhneigð
og var í sambandi með konu þegar
hún mælti sér mót við hann, þá til
að hrauna yfir andfemíníska pönk-
texta hans. Foreldrarnir, sem eru í
eldra lagi, eru frábærar týpur og það
hefði verið gaman að lesa meira um
þeirra samskipti. Höfundur dregur
raunar upp ágætismynd af milli-
stéttarfjölskyldu sem lætur sig
heiminn varða.
Dagbókarskrif eru áhugavert
form í sjálfu sér, en vandmeðfarið.
Í þessu tilfelli verður formið fram-
vindunni að falli. Sagan hefur engan
söguþráð. Hugsanlega mætti líta
á bókina sem smá-
s a g n a s a f n
og er það
ekki slæmt
s e m s l í k t .
H ö f u n d u r
dregur upp
mörg skopleg
og skemmti-
leg atvik úr lífi
Blævar en samt
er eins og vanti
einhvers konar
samræmi og
rauðan þráð á
milli þeirra.
Dóttir veð-
u g u ð s i n s e r
hressandi inn-
legg í barnabóka-
útgáfu ársins og
Helga Sv. Helga-
dóttir lofar góðu
sem nýr höfundur.
Undirrituð vonast
til að fá að lesa
meira um „pönkuðu“ foreldrana á
Holtsgötunni.
Teikningar Þóris Karls Celin af
sögupersónunum eru lifandi og
skemmtilegar að skoða.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
Niðurstaða: Ágætissagnasafn um
nútímafjölskyldu í Vesturbænum.
Söguþráður er þunnur en persónurn-
ar lifandi og skemmtilegar.
Nútímafjölskylda í Vesturbænum
13:30-13:40 Setning ráðstefnu: Pétur Magnússon,
formaður Öldrunarráðs Íslands og varaformaður
Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
13:40-13:50 Ávarp: Eygló Harðardóttir,
félags- og húsnæðismálaráðherra.
13:50-14:20 Skilgreiningar á ofbeldi gagnvart öldruðum
og birtingarmyndir á Íslandi
Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi.
14:20-14:40 Ofbeldi gagnvart öldruðum – sjónarhorn lögreglu
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur
hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu.
14:40-15:00 Hversu alvarlegt er ofbeldi gagnvart öldruðum?
– Út frá sjónarhorni fjármála Gísli Jafetsson,
framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík
og fyrrverandi bankamaður.
15:00-15:20 Hlutverk réttindagæslumanna fatlaðra – er þörf
fyrir slíkt meðal aldraðra? Kristjana Sigmundsdóttir,
réttindagæslumaður fatlaðs fólks
15:20-15:30 Lokaorð og ráðstefnuslit: Ólafur G. Skúlason,
formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ráðstefnustjóri: Haukur Ingibergsson,
formaður Landssambands eldri borgara.
Ofbeldi gagnvart
öldruðum á Íslandi
Ráðstefna › Grand Hótel › föstudagur 27. nóv. 2015 › kl 13:30-15:30
alliR velkOmniR - aðGanGuR ókeypis
2 6 . N ó v e m b e r 2 0 1 5 F i m m t u D a G u r44 m e N N i N G ∙ F r É t t a b L a ð i ð
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:1
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
2
C
-C
F
B
0
1
7
2
C
-C
E
7
4
1
7
2
C
-C
D
3
8
1
7
2
C
-C
B
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
7
2
s
_
2
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K