Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 2
Hrafn Jónsson.
NeyteNdamál BreytiNgar á matseðli domiNos
Brotthvarf gráðaostsins leggst illa í fagurkera
„Þetta var því miður óhjákvæmileg
ákvörðun. Ástæðan var einfaldlega
sú að það seldist ekki nógu mikið
af gráðaostinum,“ segir Anna
Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri
Dominos á Íslandi.
Dominos hefur tekið gráðaost
af matseðlinum á veitingastöðum
sínum – aðdáendum ostsins til
mikillar armæðu.
Einn þeirra er Hrafn Jónsson
kvikmyndagerðarmaður, pistla-
höfundur á Kjarnanum og annál-
aður fagurkeri: „Það er algjörlega
galið að [Dominos] sé búið að taka
gráðaost af matseðlinum. Hvað
gengur ykkur til? Er þetta ekki
siðmenntað samfélag?“ spyr hann
fyrirtækið á Twitter. Ekki náðist í
Hrafn í gær vegna málsins.
Anna Fríða segir að Dominos
hafi fengið slæm viðbrögð frá
nokkrum viðskiptavinum, enda
séu unnendur gráðaostsins fastir í
trúnni og vilji sitt.
„Það er leiðinlegt ef einhver
saknar gráðaostsins en þetta er því
miður staðan í dag. Við erum opin
fyrir því að taka hann inn aftur ef
margir óska þess.“ -hdm Pítsugerðarfólkið á Dominos setur ekki lengur gráðaost á pítsurnar. Ljósmynd/Hari
4 milljarðar króna af nýju hlutafé kom inn í tölvu-leikjafyrirtækið CCP. Að baki fjár-
festingunni standa einn stærsti framtaks-
sjóður heims, New Enterprise Associates,
sem leiðir fjárfestinguna, og Novator
Partners, fjárfestingafélag Björgólfs Thors
Björgólfssonar.
Heiða valin kona ársins
Ritstjórn Nýs Lífs hefur valið leikkonuna
Heiðu Rún Sigurðardóttur konu ársins
2015. Heiða leikur eitt af aðalhlutverk-
unum í einni vinsælustu þáttaröð í ensku
sjónvarpi um þessar mundir, Poldark.
„Fyrir mér er þetta mikill heiður sem ég
þakka innilega fyrir. Það gleður mig að
„Mér finnst að það eigi að reka
Gísla Martein úr Sjálfstæðis-
flokknum, hann á ekki heima
þar. Maður á náttúrlega
ekki að tala illa um fólk en
þetta var mjög vanhugsað
hjá honum,“ segir Önundur
Erlingsson, bifvélavirki í
Neskaupstað. Ummæli Gísla
Marteins Baldurssonar þar
sem hann velti því upp hvort
íbúar þar eystra ættu að
skipta með sér 2,5 milljarða
kostnaði við snjóflóðavarnar-
garða og flytja í bæinn hafa
valdið mikilli hneykslan.
Hitamælirinn
Álit landsbyggðarfólks á Gísla Marteini
einhverjum þyki
aðdáunarvert að
fylgja draumum
sínum og sjá þá
rætast. Ég er mjög
metnaðargjörn og
finnst það sem ég hef
afrekað frábært en
mér finnst ég alltaf
geta gert betur,“ sagði Heiða, eða Heida
Reed eins og hún kallast ytra.
Íshellirinn verðlaunaður
Íshellirinn í Langjökli, öðru nafni Into the
Glacier, er handhafi nýsköpunarverðlauna
SAF árið 2015. Verkefnið sem hlýtur
verðlaunin í ár er afar metnaðarfullt, ein-
stakt á heimsvísu og mikil lyftistöng fyrir
ferðaþjónustuna á Vesturlandi sem og
landinu öllu, segir í tilkynningu. Sigurður
Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into
the Glacier, segir nýsköpunarverðlaun
SAF vera mikla hvatningu fyrir starfsemi
fyrirtækisins en Into the Glacier hefur nú
þegar tekið á móti 20.000 gestum og enn
er mikil ásókn í ferðir.
e ins og komið hefur fram er mikill skortur á þessum fyrstu kaups
íbúðum og við vitum að það er ekki
verið að byggja mikið af þannig
íbúðum,“ segir Aron Ólafsson,
formaður Stúdentaráðs HÍ,
en hann lýsti framtíðarsýn
stúdenta á húsnæðismál á
fundi Samtaka Iðnaðarins í
gær, fimmtudag.
Sjá ekki fram á að
eignast húsnæði
„Margir stúdentar hafa af
því áhyggjur hvað taki við
eftir foreldrahús, stúdenta-
garða og leiguhúsnæði og könn-
un okkar sýnir að 74% nemenda
telja sig ekki geta verið komna í eigið
húsnæði fimm árum eftir að hafa klárað
nám. Þetta er áhyggjuefni því þetta þýðir að ungt fólk
getur fest á leigumarkaðnum því það getur ekki lagt
til hliðar. Og það vill enginn vera á leigumarkaðinum
á Íslandi í dag sem er svo óstöðugur að fólk þarf að
flytja á hverju ári.
Sveigjanlegri kröfur
Aron segir landslag fólks sem út-
skrifast úr háskólanámi í dag vera
allt annað en áður og fólk hafi auk þess
aðrar hugmyndir um húsnæði í dag.
„Í dag eru mjög margir einstak-
lingar enn einhleypir á þessum
árum sem fyrsta íbúðin er
keypt. Þessi sístækkandi hópur
þarfnast miklu minni íbúða
en þeir sem eru að byggja
upp fjölskyldu. Fyrsta íbúð
þarf ekki endilega að þýða 2
svefnherbergi og þar að auki
er ungt fólk í dag alveg tilbúið
að fórna fermetrum, geymslum
og bílskúrum til að geta eignast
íbúð. Fólk er ekki að sækjast eftir
þessu í dag. Ég er samt ekki að tala
um að nú eigi bara að gera gáma fyrir
ungt fólk heldur viljum við benda á að í dag eru
uppi aðrar hugmyndir um húsnæði en áður, við erum
sveigjanlegri.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
HúsNæðismál Breyttir tímar kalla á Nýtt Búsetuform
Ungt fólk þarf hvorki
bílskúr né geymslu
74% nemenda við Háskóla Íslands sjá ekki fram á að geta keypt sér íbúð fimm árum eftir útskrift.
Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs HÍ, lýsti framtíðarsýn stúdenta í húsnæðismálum á fundi
Samtaka iðnaðarins í gær, fimmtudag. Hann segir ungt fólk í dag vera sveigjanlegt þegar kemur
að húsnæði, ekki allir vilji eða þurfi rými á borð við bílskúr eða geymslu. Auk þess útskrifist mun
fleiri einhleypir í dag, sem kalli á enn minni íbúðir. Lítið og vel nýtt húsnæði er nýja búsetuformið.
Greint var frá helstu niðurstöðum úr árlegri greiningu Samtaka
iðnaðarins á íbúðamarkaði á fundi í gærmorgun, fimmtudag.
Íbúðum í byggingu fjölgar og framleitt magn verður í takti við þörf næstu ára. Enn er
þó áskorun að mæta uppsafnaðri þörf á markaðnum.
Greining SI sýnir að framboð á nýju húsnæði á næstu þremur árum verði í takti við
áætlaða þörf fyrir nýjar íbúðir á þessu árabili
Uppsafnaðri þörf síðustu ára hefur þó ekki verið mætt. Skorturinn setur þrýsting á
verð.
Mikil nauðsyn á samhæfðum aðgerðum til að stytta framleiðslutíma
Frá 2005 hefur ungu fólki (25-43 ára) sem býr hjá foreldrum sínum fjölgað um 60%.
Hugmyndir Stúdentaráðs að
lausnum:
Fella niður stimpilgjöld af fyrstu íbúð.
Skoða að bjóða ungu fólki skattlaust
ár til að auðvelda fyrstu kaup.
Einfalda byggingaregluverkið þannig
að hægt sé að bjóða ódýrt, lítið og
vel nýtt húsnæði.
Slaka á kröfum um greiðslumat.
Búseta stúdenta í dag
(Meðalaldur 27,6 ár)
Foreldrahús
24%
Stúdentagarðar
15%
Leiguhúsnæði
26%
Eigið húsnæði
29%
Annað
5%
Aron
Ólafsson,
formaður
Stúdentaráðs
HÍ, lýsti
framtíðarsýn
stúdenta á
húsnæðis-
mál á fundi
Samtaka
Iðnaðarins
í gær,
fimmtudag.
Ég er samt
ekki að tala
um að nú
eigi bara að
gera gáma
fyrir ungt
fólk.
2 fréttir Helgin 13.-15. nóvember 2015