Fréttatíminn - 13.11.2015, Side 4
K
O
N
TO
R
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
-
A
LV
/
1
5
0
12
Hér er engan
veginn um ein-
hverja 15%
lækkun á verði
á öllum vörum
að ræða í kjölfar
afnáms tolla. Það
er beinlínis verið
að blekkja neyt-
endur með þessu
tali um 15%
verðlækkun.
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
N 13-20 m/s A-til ANNArs hægAri. skýjAð og
sNjókomA N-til eN slyddA á Ausfjörðum.
höfuðborgArsvæðið: Norðaustlæg átt og
bjartviðri. KólNar.
NA 5-13 m/s. Él N- og A-lANds eN bjArtviðri
s- og v-lANds. áfrAm svAlt.
höfuðborgArsvæðið: Na-læg átt,
léttsKýjað og frost .
vAxANdi A-læg átt og úrkomu
víðA um lANd. hlýNAr.
höfuðborgArsvæðið: Na-gola eN
hvessir síðdegis. bjartviðri.
vetur í kortunum
Nú er útlit fyrir breytingar framundan, en
þrálatar suðlægar áttir gefa eftir og við
tekur norðanátt með tiltölulega köldu lofti.
undanfarið hefur kólnað en nú hvessir
austantil á landinu og má búast við stormi
og talsverðri ofankomu um tíma þar í dag. á
sunnan- og vestanverðu land-
inu styttir upp í norðanáttinni.
á morgun dregur smám saman
úr vindi en áfram verður einhver
éljagangur norðanlands og
austan. á sunnudag hvessir aftur
úr austri og vissara að fylgjast
með veðurspam ef ætlunin er að
ferðast a milli landshluta.
0
-1 -3
2
3
-2
-2 -1
1
4
0
0 -4
-2
3
elín björk jónasdóttir
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Gagnrýndu ríkisstjórnina
björk guðmundsdóttir tónlistarkona
og andri snær Magnason rithöfundur
héldu blaðamannafund í gamla bíói
á airwaves-hátíðinni þar sem þau
mótmæltu áformum um sæstreng frá
íslandi til bretlands. á fundinum bað
björk heimsbyggðina um stuðning gegn
stóriðjustefnu ríkisstjórnar íslands.
16%færri umsóknir um námslán
vegna náms á íslandi hafa borist líN í ár
en á sama tíma í fyrra. Munar þar 1.000
nemendum.
16,7milljarða hagnaður varð á rekstri ís-
landsbanka fyrstu níu mánuði ársins,
samanborið við 18,2 milljarða á sama
tímabili í fyrra.
3.120íslenskir ríkis-borgarar fluttu frá
landinu á fyrstu níu mánuðum ársins,
um 1.130 fleiri en fluttu til lands ins á
tíma bil inu.
Mikil ólga vegna kynferðisbrota
tveir menn hafa verið kærðir fyrir kyn-
ferðisbrot gegn tveimur konum í síðasta
mánuði. í kjölfar umfjöllunar frétta-
blaðsins um málin voru mennirnir nafn-
greindir á samfélagsmiðlum og myndir
birtar af þeim. Mörg hundruð manns
mótmæltu fyrir framan lögreglustöðina
við Hverfisgötu á mánudag, meðal
annars því að mennirnir hafi ekki verið
úrskurðaðir í gæsluvarðhald. vilhjálmur
h. vilhjálmsson, verjandi annars
mannsins, hefur kært konurnar fyrir
rangar sakargiftir og krefur fréttablaðið
um leiðréttingu á fréttaflutningi sínum.
verjandi kvennanna hyggst kæra vil-
hjálm fyrir að ljóstra upp viðkvæmum
upplýsingum um málið.
68% af rekstrarkostnaði strætó í fyrra var greiddur af hinu opinbera, sveitar-félögum á höfuðborgarsvæðinu og úr ríkissjóði.
Þ etta er mjög villandi frétta-flutningur,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir, rekstarstjóri
Zöru á Íslandi. „Þessi 15% tollur leggst
eingöngu á vörur sem framleiddar eru
utan Evrópska efnahagssvæðisins,
vörur sem framleiddar eru innan þess
bera ekki tolla. Í búð eins og Zöru,
sem er spænskt fyrirtæki, er minni-
hluti varanna framleiddur utan EES
þannig að hér til dæmis er engan
veginn um einhverja 15% lækkun á
verði á öllum vörum að ræða í kjölfar
afnáms tolla. Það er beinlínis verið að
blekkja neytendur með þessu tali um
15% verðlækkun.“
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs, segir vissulega rétt
að vörur framleiddar innan Evrópu
beri ekki tolla hérlendis, en mikið af
þeim vörum sem fluttar séu hingað
frá Evrópu sé framleitt utan hennar
og tollað samkvæmt því. „Það er
vissulega þannig að þessir tollar koma
mjög mismunandi út eftir því hvert
upprunaland vörunnar er og hvaða
leið fatnaðurinn fer til Íslands. Og það
er auðvitað vert að hafa í huga í þessu
sambandi að tollaafnámið þýðir ekki
flata verðlækkun upp á 15% á öllum
fatnaði og skóm en hins vegar þýðir
þetta verðlækkun á ákveðnum vörum
og þar með hagsbót fyrir neytendur.“
Í frétt frá Viðskiptaráði kemur
fram að ýmsar verslanir hafi tekið þá
ákvörðun að lækka vöruverð sem toll-
unum nemur nú þegar, þótt þeir verði
ekki afnumdir fyrr en um áramót,
til að tryggja jafna veltu. Þekkt er
að fyrir boðaðar verðlækkanir haldi
kaupendur að sér höndum og bíði eftir
að þær verði að veruleika þannig að
samdráttur verði í sölu. Frosti telur
það mjög af hinu góða fyrir neytendur
að verslanir bregðist við með þessu
móti og segir fulla ástæðu til að ganga
hratt til verks og flýta boðuðu tollaaf-
námi sem á að koma til framkvæmda
um áramótin 2016/2017 og koma
þannig til móts við bæði verslanirnar
og neytendur. „Þar má til dæmis nefna
barna-, bygginga-, heimilis-, íþrótta-
og snyrtivörur ásamt heimilistækjum
og myndavélum og við teljum fulla
ástæðu til að hvetja stjórnvöld til að
flýta framkvæmd þess afnáms svo
ekki komi til þess samdráttar í sölu
sem jafnan verður eftir að slíkt hefur
verið boðað.“
friðrika benónýsdóttir
fridrika@frettatiminn.is
neytendamál aFnám tolla veldur misskilningi
fram hefur komið í fréttum að tollur sem afnuminn verður um áramót af fatnaði og skóm sé 15% en sú er alls ekki raunin í öllum
tilfellum.
Kaupmenn ósáttir við
villandi fréttaflutning
Afnema á tolla af nokkrum vöruflokkum um áramótin, þar á meðal fatnaði og skóm og komið
hefur fram í fréttum að þeir séu 15% af vöruverði. sú er þó alls ekki raunin í öllum tilfellum og
verslunarmenn telja mjög villandi að setja dæmið þannig upp, það veki vonir viðskiptavina um
15% lækkun á öllum vörum.
4 fréttir helgin 13.-15. nóvember 2015