Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Side 6

Fréttatíminn - 13.11.2015, Side 6
TAXFREE SÓFAR Allir sófar á taxfree tilboði* CLEVELAND Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm 96.766 kr. 119.990 kr. ELLY Þriggja sæta sófi. Litir: Ljós- og dökkgrár, gráblár, sand bleikur og dustygrænn. Stærð: 183 x 82 x 85 cm 80.637 kr. 99.990 kr. COSTA Tungusófi. Vinstri tunga. Hvítt eða svart bongo áklæði. Stærð: B:340 D:240/163 cm 322.573 kr. 399.990 kr. Þú finnur nýja sófaTAXFREE­ blaðið á husgagnahollin.is * Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisauka- skatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Gildir ekki á Kamma afmælissófanum. www.husgagnahollin.is 558 1100 TAXFREE SÓFAR Allir sófar á taxfree tilboði* Reykjavík, Akureyri og Ísafirði www.husgagnahollin.is Húsgagnahöllin 50 ára * Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallar-innar. Gildir ekki á Kamma afmælissófanum. CLEVELAND Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði.Stærð: 231 × 140 × 81 cm 96.766 kr. 119.990 kr. Í myndinni fer fót- brotinn drengur í gegnum heil- brigðis- kerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Arngrímur Jóhannsson flugstjóri, var á meðal gesta í útgáfuhófi Óttars Sveinssonar í gær. Arngrímur er á batavegi eftir að hafa lent í flugslysi í sumar. Ljósmynd/Hari  Bækur Útkalli í hamfarasjó eftir óttar sveinsson komin Út Arngrímur í útgáfuhófi með gömlum togarajöxlum Á þriðja hundrað íslenskir sjómenn horfðust í augu við dauðann á Nýfundnalandsmiðum í febrúar 1959 í hrikalegu sjóveðri og ísingu. Togarinn Þorkell máni frá Reykjavík lá eins og ísborg á hliðinni og skipverjar töldu víst að síðasta stundin væri runnin upp enda öldurnar á við átta hæða hús. Vírar og kaðlar voru eins og tunnu- botnar vegna ísingarinnar. Áhöfn togarans brá á það örþrifaráð að losa sig við björgunarbátana og logskera davíðurnar burt til að létta skipið. Þetta er efniviður nýjustu bókar Óttars Sveinssonar, Útkall í hamfarasjó. Í útgáfuhófi síðdegis í gær, fimmtu- dag, voru meðal annarra Þórður Guðlaugsson, sem var yfirvélstjóri á Þorkeli mána, Valdimar Tryggvason, loft- skeytamaðurinn á sama skipi og stýrimaðurinn af Marz, Albert Stefánsson, sem kom Þorkeli mána til bjargar á örlagastundu. Einnig mættu aðstandendur, börn sjó- mannanna af Júlí frá Hafnarfirði, sem fórst með 30 manns í þessu veðri, og að síðustu Arngrímur Jóhanns- son, síðar þekktur sem flugstjóri, þá loftskeytamaður á Harðbaki frá Akureyri, en hann lenti í sömu hremm- ingum því einnig var barist upp á líf og dauða um borð í Harðbaki, Júní, Marz, Norðlendingi, Bjarna riddara og fleiri togurum. Í sama örlagaveðri barst tilkynning frá danska skipinu Hans Hedtoft; „SOS, við sökkvum“. v iðbrögðin voru miklu sterkari en við áttum von á. Við auglýstum símanúmer sem við buðum fólki að hringja í til að sýna málefninu stuðning. Yfir 2.000 símtöl bárust og við bentum ráðherra á að allt þetta fólk hefði verið að reyna að ná í hann út af úrræðaleysi í geð- heilbrigðismálum barna og unglinga,“ segir Sara Líf Sigsteinsdóttir, varaformaður ung- mennaráðs UNICEF á Íslandi, en aðgerðin er liður í Heilabroti, átaki ungmennaráðs UNICEF sem fór fram á dögunum. Mörg börn á biðlistum „Við bentum ráðherranum á að það væri mikilvægt og verðmætt að hafa börn með í ráðum, til dæmis þegar samin væri ný geð- heilbrigðisstefna eins og nú væri verið að gera. Þau hefðu aðra sýn en þeir sem eru fullorðnir,“ segir Sara Mansour, formaður ungmennaráðs UNICEF á Íslandi. Um leið og ungmennin afhentu ráðherra símann í gær áttu þau fund með honum þar sem þau kynntu Heilabrot og hvers vegna þau fóru af stað með átakið. Fram kom að biðlistar væru alltof langir og börn þyrftu að bíða lengi eftir nauðsynlegri aðstoð. Ráðherra tók ungmennaráðinu vel, sagði framtak þess frábært og að hann væri mikill stuðn- ingsmaður þess að umræða um geðheil- brigðismál yrði opnari. Stuttmynd sem vakti athygli Stuttmyndin Heilabrot sem markaði upp- haf átaksins vakti gríðarlega athygli en hún var öll unnin af ungmennaráði UNICEF á Íslandi, í samstarfi við unga kvikmynda- gerðarmenn í Esja Production. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigð- iskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráða- móttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Stuttmyndin var í október sýnd í framhalds- skólum um land allt og vakti mikla athygli. Einum Facebook-pósti með stiklu úr mynd- inni var meðal annars deilt yfir 800 sinnum og stiklan þar spiluð 56.000 sinnum. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  heilBrigðismál 22% íslenskra Barna glíma við geðsjÚkdóm Minna ráðherra á neyð barna með geðsjúkdóma Ungmennaráð UNICEF á Íslandi afhenti í gær, fimmtudag, Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðis- ráðherra risavaxinn síma með 2.192 ósvöruðum símtölum til að minna hann á að kalli margra barna um hjálp vegna geðræns vanda væri ósvarað. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi afhenti ráðherra síma með 2.200 ósvöruðum símtölum í gær, fimmtudag. Með því vilja ungmennin vekja athygli á því að börn í vanda eigi alls ekki heima á biðlistum. Í myndinni Heilabrot kemur fram að:  18.000 íslensk börn glíma við geðrænan vanda, það eru 22% allra barna á Íslandi.  Aðeins 20% þeirra fá hjálp við hæfi  400 börn sem fengið hafa til- vísun bíða nú eftir þjónustu og meðferð hjá Þroska- og hegð- unarstöðinni. 6 fréttir Helgin 13.-15. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.