Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 18

Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 18
Þ Þrátt fyrir nær tvöfalt meiri launahækkanir hérlendis en á hinum Norðurlöndunum undan- farin 15 ár hefur kaupmáttur aukist helmingi minna hér en þar. Uppsafnað munar ríflega 14% í hreinum kaupmætti á þessum árum. Á þetta er bent í samkomulagi sem heildarsam- tök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði gerðu í október- lok og var ekki vanþörf á, miðað við þróun kjarasamninga hér á landi. Þar kom enn fremur fram að verðbólga á Ís- landi hefur verið þrefalt meiri en á hinum Norðurlöndunum síðustu fimmtán árin. Frá aldamótum hefur gengi krón- unnar fallið um 50% en gengi mynta hinna Norðurlandanna haldist nær óbreytt gagnvart evru. Vegna mikillar verðbólgu og efnahagslegs óstöðugleika á Íslandi hafa vextir að jafnaði verið þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Þessa óheillaþróun þarf að stöðva. Fyrr- greint samkomulag aðila vinnumarkaðarins er nauðsynleg aðgerð í þá veru. Innistæðulaus krónutöluhækkun launa er ekki aðeins gagn- laus heldur beinlínis skaðleg vegna verðból- guáhrifa sem snerta alla. Það er aukning kaup- máttar sem skiptir máli. Samkomulagið, sem gert var undir forystu ríkissáttasemjara, nær til nær til 70% launafólks sem á aðild að stéttarfélögum en að því standa Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífs- ins, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Sam- band íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og samninganefnd ríkisins fyrir hönd fjármála- ráðuneytisins. Það felur í sér mörkun sameig- inlegrar launastefnu til ársins 2018 til að stöðva svokallað höfrungahlaup á vinnumarkaði. Nýtt samningalíkan gerir ráð fyrir því að svigrúm til launahækkana verði skilgreint út frá sam- keppnisstöðu gagnvart helstu viðskiptalönd- um, fyrirtæki sem framleiða vöru og þjónustu til útflutnings eða í samkeppni við innflutning móti svigrúm til launabreytinga. Þá er gert ráð fyrir jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum markaði en jafnframt að opin- berum starfsmönnum verði tryggð hlutdeild í launaskriði á almennum markaði. Með þessum hætti er stefnt að því að kjarasamningar miði að því að auka kaupmátt á grundvelli stöðugs gengis. Með auknu samstarfi verði minni átök á vinnumarkaði sem hafi í för með sér aukinn efnahagslegan og félagslegan stöðugleika. Áhersla er lögð á sameiginlega ábyrgð enda er hlutverk vinnumarkaðar stórt, ásamt efnahagsstefnu stjórnvalda og peningastefnu Seðlabankans þegar kemur að stöðugleika. Þess vegna er þessi formlegi vettvangur mik- ilvægur þar sem forystufólk vinnumarkaðar, ríkisstjórnar og Seðlabankans geta stillt saman strengi. Fyrir löngu var tímabært að koma á þeim samráðsvettvangi. Vinnudeilur og þrálát verkföll undanfarinna missera – og lagasetning á verkföll – hafa enn og aftur sýnt okkur hve knýjandi þörfin er á breyttum vinnubrögðum. Viðsemjendur beggja vegna borðs hafa gert sér grein fyrir þessu en erfitt hefur reynst að koma í veg fyrir höfrungahlaupið svokallaða, sem litlu skilar þegar til lengri tíma er litið, nema verðbólgu sem étur upp þá kjarabót sem um var samið. Enn eru þeir þó til sem virðast vilja halda sig við gamla og úrelta fyrirkomulagið. Í kjölfar fyrrgreinds samkomulags hinna stóru aðila vinnumarkaðarins lagði Verkalýðsfélag Akra- ness fram stefnu í Félagsdómi gegn hópnum sem að því stendur. Haft var eftir Vilhjálmi Birgissyni, formanni félagins, að það væri mat þess að samkomulagið skerti samningsrétt og frelsi stéttarfélaganna. Það sé andstætt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þegar fyrirfram sé búið að ákveða hvað megi semja um. Sjálfsagt er að láta reyna á slíkt fyrir félags- dómi en ekki verður annað séð en það sé í þágu félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness, eins og annarra, að fremur sé stefnt að auknum kaupmætti en viðbótarkrónum sem brenna upp á verðbólgubáli. Aðilar beggja vegna borðs eru með hagdeild- ir sem vita um hvað er að semja, hvert svig- rúmið er til launabreytinga. Kjarasamningar sem leiða til verðbólgu og rýrnunar krónu eru engum í hag. Samningarnir eiga, eins og nýtt líkan gerir ráð fyrir og fram kemur hér að ofan, að miða að auknum kaupmætti á grundvelli stöðugs gengis. Skikki komið á við gerð kjarasamninga Höfrungahlaupið hamið Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Í fullkomnu flæði Sous Vide er matreiðsluaðferð sem felst í því að sjóða í lofttæmi við lágan og jafnan hita. Með því að elda við fullkomið hitastig – ekki of lengi og ekki of stutt – er hægt að hámarka bragðgæði matarins. Með Sous Vide-amboðinu frá Sansaire geta áhuga- menn jafnt sem atvinnumenn náð fullkomnu valdi á hitastiginu og „súvídað“ í hvaða íláti sem er. Maður þarf ekki einu sinni að eiga pott. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is 18 viðhorf Helgin 13.-15. nóvember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.